Neisti


Neisti - 27.10.1944, Side 1

Neisti - 27.10.1944, Side 1
Siglufjarðarprentsmiðja TJTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR Föstudaginn 27. okt. 1944 12. árg&ngur NÝ ST3ÓRN MYNDUÐ Að ríkisstjórninni standa þrír stjórnmálaflokk- ar: Sjálfstæðisflokkurinn (nema 5 fulltrúar bænda- kjördæma),* Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokk- urinn. Ráðherrarnir eru 6, tveir frá hverjum flokki, og eru þeir þessir: Frá Sjálfstæðisflokknum: ÓLAFUR THORS, forsaetis- og utan- anríkisráðlierra. — PÉTUR MAGNtSSON, fjármála-, viðskipta- og landbúnaðarráðherra. Frá Alþýðuflokknum: FINNUR JÓNSSON, dómsmála- og félags- málaráðherra. — EMIL JÓNSSON, samgöngu- og iðnaðarmálaráðlierra. Frá Sósíalistaflokknum: ÁKI JAKOBSSON, atvinnumálaráðherra. BRYNJÓLFUR BJARNASON, menntamálaráðlierra. Það er eftirtektarvert, að þrír ráðherranna, þeir Áki Jakobsson, Emil Jónsson og Finnur Jónsson, eru jafnframt þingmenn þriggja stærstu verkalýðs- bæjanna á Islandi. Laugardaginn 21. okt. s. 1. var boðaður fundur í sameinuðu Al- þingi, og var á dagskrá tilkynning frá ríkisstjórninni. Var þá þegar vitað í Reykjavík, að um tilkynn- ingu myndi að ræða frá nýrri ríkis stjórn. I fundarbyrjun kvaddi for- sætisráðherra Ólafur Thors sér hljóðs og skýrði frá málefnasamn- ingi þeim, sem ríkisstjórnin hafði gert með sér og skýrði nokkuð frá tildrögum stjórnarmyndunarinnar. Ræðu forsætisráðherra var útvarp að bæði á laugardags- og sunnu- dagskvöld, af talplötu. Enda þótt allmargir hafi að sjálfsögðu hlust- að á ræðuna og málefnasamning- inn, þykir ,,Neista“ rétt að birta málefnasamninginn í heild, þar sem gera má ráð fyrir að flesta fýsi að sjá þetta sögulega plagg. MÁLEFNASAMNINGURINN I. A. Stjórnin vill vinna að því að tryggja sjálfstæði og öryggi íslands með því m. a. 1. Að athuga hvernig sjálfstæði þess verði bezt tryggt með alþjóð- legum samningum. 2. Að hlutast til um að íslendingar taki þátt í því alþjóða samstarfi, sem hinar sameinuðu þjóðir beita sér nú fyrir. 3. Að undirbúa og tryggja svo vel sem unnt er þátttöku íslands í ráðstefnum, sem lialdnar kunna að verða í sambandi við friðarfundinn, og sem fslendingar eiga kost á að taka þátt í. 4. Að hafa náið samstarf í menningar og félagsmáliun við hin Norður- landaríkin. B. Að taka nú þegar upp samningatilraunir við önnur ríki úþví skyni að tryggja íslendingum þátttöku í ráðstefniun, er f jalla um framleiðslu, verzlun og viðskipti í framtíðinni, til þess þannig að leitast við: 1. Að ná sem beztum samningum mn sölu á framleiðsluvörum þjóðar- innar og sem hagkvæmustum innkaupum. 2. Að fá viðurkenndan rétt íslands til sölu á öllum útflutningsafurð- mn landsins, með tilliti til alþjóðlegrar verkaskiftingar á sviði fram- leiðslu. 3. Að vinna að rýmkun fiskveiðalandhelginnar og friðun þýðingar- miklum uppeldisstöðviun fisks, svo sem Faxaflóa. Samninganefndir verði svo skipaðar, að stéttum þeim, sem mest eiga í húfi verði tryggt, að hagsmuna þeirra sé vel gætt. II. A. Það er megin stefna stjórnarinnar að tryggja það, að allir landsmenn geti liaft atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur. Þessu markmiði leitast stjórnin við að ná m. a. með þessu: 1. Af erlendum gjaldeyrir bankanna í Bretlandi og Bandaríkjunum sé andvirði eigi minna en 300 millj. ísl. kr. sett á sérstakan reikning. Má eigi ráðstafa þeim gjaldeyri án samþykkis ríkisstjórnarinnar og eingöngu til kaupa á eftirtöldum f ramleiðslutækjum: 1. Skip, vélar og efni til skipabygginga o. fl., samtals a. m. k. 200 milljónir kr. 2. Vélar og þessháttar til aukningar og endurbóta á sildarverk- smiðjiun, hraðfrystihúsum, niðursuðu, svo og til tunnugerðar, skipasmíða o. fl. um 50 millj. kr. 3. Vélar og þessháttar til áburðarverksmiðju, vinnslu og hagnýt- ingu landbúnaðarafurða og jarðyrkjuvélar og efni til rafvirkjana o. fl. — um 50 milljónir kr. Fært skal milli flokka, ef ríkisstjórnin telur ráðlegt, að fengnum til- lögum nefndar þeirrar, sem um getur í 4. lið hér á eftir. Nefnd sú geri sem fyrst tillögur um frekari liagnýtingu erlendra innistæðna, svo sem um efniskaup til bygginga. Almennt byggingarefni, svo sem cement og þessháttar, telst með venjulegum innflutningi. Efni til skipa, vélar og þess háttar, sem smíðað er innanlands, telst með innflutningi fram- leiðslutækja. 2. Ríkisvaldið hlutast til um, að slík tæki verði keypt utanlands, eða gerð innanlands, svo fljótt sem auðið er. 3. Tæki þessi skulu seld einstaklingimi eða félögum, og slík félög m. a. stofnuð af opinberri tilhlutan, ef þörf gerist. Framleiðslutæki, sem keypt kunna að verða fyrir framlag hins opin- bera, að nokkru eða öllu leyti, skulu ekki seld með tapi, nema öll ríkis- stjórnin samþykki, eða Alþingi ákveði. 4. Ríkisstjórnin skipar nefnd, er geri áætlanir um hver atvinnutœki þurfi að útvega landsmönnum til sjávar og sveita, til að forðast að at- vinnuleysi skapist í landinu. Framliald á 2. síðu

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.