Neisti - 21.06.1945, Page 3
N EI STI
S
Gildaskáli K.B.S
-’i-- -wsVhíl-A-atfV !• V
er tekinn til starfa
MATUR, KAFFI, ÖL, allan daginn
\ *V '
Reynið viðskiptin
KJÖTBÖÐ SIGLUFJARÐAR
TILKYNNING
Að gefnu tilefni tilkynnist að ennþá hefur
engin breyting orðið á tundurduflasvæðunum frá
síðustu tilkynningu hér við land og eru sjófar-
endur því alvarlega varaðir við að stunda fisk-
veiðar á þessum svæðum.
Þegar hreinsun tundurduflasvæðanna er lokið
verður það þegar tilkynnt.
Samgöngumálaráðuneytið, 7. júní 1945
Tilkynning
Til að greiða fyrir því, að lieimsendar vörur komi nógu snemma, og
til að þurfa ekki að senda oft á dag í sömu götu í hæmun, höfum við
leyft okkur að setja eftirfarandi reglur um móttöku pantanna:
Kjöt og aðrar vörur í hádegismat þarf að panta
fyrir kl. 10 árdegis eða kvöldið áður
Kjöt og annað til kvöldverðar þarf að panta
fyrir kl. 4. síðdegis.
Á laugardögum verður aðeins tekið á móti pöntunum FYRIR KL.
12. Á HÁDEGI, og er því nauðsynlegt að fá pantanir í sunnudagsmatinn
á FÖSTUDÖGUM. Við vonum að þessi ákvæði verði ekki síður til
þæginda fyiár viðskiptavini okkar, en okkur sjálfa.
VIRÐIN G ARFYLLST
Kjötbúð Siglufjarðar
Kaupfélagsmenn! Munið framhaldsaðalfund-
inn í Sjómannaheimilinu kl. 5 ídag. —
Fulltrúar áminntir um að mæta stundvíslega.
Nauðungaruppboð
Öseldar vöruleyfar þrotabús Halldórs Vídalíns
verða seldar í einu lagi á uppboði, sem haldið
verður í skrifstofu embættisins, laugardaginn
30. þ. m. kl. 5 síðdegis og seldar hæstbjóðanda,
ef viðunanlegt boð fæst. Nánari upplýsingar hjá
bæjarfógetaskrifstofunni.
Skrifstofu Siglufjarðar 21/6 1945
GUÐM. HANNESSON
.Kommúnistar og KFS.
Framliald af 1. síðu.
að hann var sendur hingað norður
á Siglufjörð til að skipuleggja inn-
anhéraðsófrið, eða voru það fjöl-
skyldusjónarmið sem réðu, eins
og hjá Þóroddi með kaupin’a h. f.
Geislinn og Verzlun Önnu og
Gunnu. Það mun vera heppilegast
fyrir ráðherrann að Þóroddur
reyni að hreinsa hann af þessu
illmæli, ef hann getur. Jafnvel þó
Jörgensen hafi átt að gegna ráð-
herrastörfum á meðan — hafi
hann þá nokkurntíma fundið ráð-
herrabústaðinn — réttlætir það á
engan hátt, að maður, sem gegnir
jafn ábyrgðarmikilli stöðu sem
Áki Jakobsson, sé að stofna til
illinda og áreitni, og það meira að
segja í sínu eigin kjördæmi. En
vonandi verður það eina skiptið,
sem Siglfirðingar verða það slysn-
ir að kjósa slíkan mann á þing.
Margur mundi nú ætla, að þegar
stjórnin var búin að reka 29 full-
trúa og 41 af öðrum meðlimum
KFS, þá teldi hún sig hafa tögl
og hagldir í bili, en svo var þó
ekki. Næst var að snúa sér að
framkvæmdastjóranum. Hefir þó
mörgum virzt hann helzt til leiði-
tamur við kommúnistana. En það
fór með hann eins og marga aðra,
að þegar þeir voru búnir að hafa
gagn af honum spörkuðu þeir hon-
um frá störfum. Um kl. 11 á
mánudagskvöld hringdu þeir til
kaupfélagsstjórans og báðu hann
að koma á fund, sem þeir þyrftu
að halda á skrifstofu félagsins.
Þegar á fundinn kom var það er-
indið að vita hvort hann vildi ekki
segja upp. Sigurður neitaði þessu.
Voru þeir þá ekki að hafa nein
umsvif með það, heldur tilkynntu
honum að honum væri hér með
sagt upp stöðunni fyrirvaralaust
og þess jafnframt krafizt, að hann
afhenti lykla kaupfélagsins. Sig-
urður var tregur til og taldi sig
órétti beittan, en þeir gengu því
fastar að honum og þeir sem
þekkja innræti Þórodds Guð-
mundssonar ganga þess ekki duld-
ir, eftir annarri framkomu hans,
að hann mundi ekki hafa hikað
við að beita ofbeldi ef þörf hefði
krafið. Lét Sigurður að lokum
lyklana um kl. 1 um nóttina. Má
segja að mikið hafi þeim legið á
þeim félögum, og aðferð þeirra 1
þessu máli, sem öðrum í sambandi
við KFS, ein ofbeldisráðstöfun frá
upphafi til enda, enda hefir það
komið greinilega í ljós, að með-
limir KFS hafa andstyggð á þessu
brölti sósíalistanna. Kom þetta
greinilega ’í ljós á þessum auka-
deildarfundum, sem gerfistjórnin
boðaði til, að í þrem deildum, sém
þeir boðuðu fundi í fengu þeir alls
um 60 manns af yfir 400 manns,
sem í deildunum eru. Hljóta þetta
að hafa orðið allmikil vonbrigði
fyrir þá félaga, sem reyndu þó að
smala á fundina eftir getu. En það
er nú orðið þannig með sósíalist-
anna, að þótt þeim hafi í sumum
málum tekizt að safna allihiklu
fylgi í kringum sig, með ósönnum
álygum um menn og málefni, þá
tekst almenningi stundum að sjá í
gegnum blekkingahjúpinn, og hon-
um rennur í brjóst að sjá það
samsafn eiginhagsmunagirnda og
blekkinga, sem eru helztu eigin-
leikar Þóroddar og hans nóta.
Þannig hefir það farið í máli KFS.
Fjöldinn sér hvert stefnir, að Þór-
oddur og fylgilið er á góðum vegi
með að gera eitt veigamesta bar-
áttutæki siglfirzkrar alþýðu að
fjölskyldufyrirtæki, sem hlýtur
undir hans stjórn að sæta sömu ör-
lögum og h. f. Geislinn og Anna &
Gunna. En Þóroddur ætti ekki að
guma af afrekum sínum of
snemma, því þó honum hafi tek-
izt að ná í stætisvagninn í þetta
‘sinn, þá mun siglfirzk alþýða sjá
um, að honum verði varpað þaðan
út þegar tími er til kominn.
★
\