Neisti - 21.06.1945, Side 4
4
N E I S TI
SIGLFIRÐINGAR
Kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf og lilýjar kveðjur.
Beztu framtíðaróskir til ykkar allra.
DÝRLEIF FRIÐRIKSDÓTTIR
DANÍEL A. DANÍELSSON
Stjórnarsamstarfið
Framhald af 2. síðu.
vonaraugu þeirra, sem vilja bæta
eyðilegginguna, enda vilja Svíar
gjaman hjálpa og þá sérstaklega
frændþjóðunum, Norðmönnum og
Dönum, sem eiga um sárt að binda
Geysileg eftirspurn er því eftir
þessum vörum Svía.
3. Svíar hafa að mestu leyti
sloppið við þá verðbólgu, sem víða
hefur orðið af styrjaldarástæðum.
Dýrtíðarvísitala þeirra mun vera
um 140 miðað við 1939, og ekki
bætt að fullu til launþega. Af
þessu leiðir að örðugt muni að
selja þeim afurðir, sem framleidd-
ar eru með 4—5 földu verði miðað
við það ,sem var fyrir stríð.
Þegar þessi þrjú meginatriði eru
höfð í huga virðist það alveg furðu
legt hversu geysihagkvæmir samn-
ingar hafa náðst við Svía. Veldur
þar að sjálfsögðu mestu um, rót-
gróin vinátta Svía í garð íslend-
inga, og það hversu vel og vitur-
lega hefur verið haldið á málefnum
Islends. Frá Svíum fáum við mikið
af þeim vörum, sem okkur eru
nauðsynlegar til þegs að auka
skipakost og atvinnutæki lands-
manna. Má þar til nefna:
55 mótorskip allt að 80 smálestir
að stærð, og ættu þannig að fást
samtals 100 skip þessarar stærð-
ar frá Svíþjóð á næsta ári, ef vilji
og möguleikar eru fyrir hendi til
þess að kaupa þessi skip.
28 járnskip, þar af 15—20 dísel-
togara, en 8 skip til vöruflutninga.
Muni þegar búið að semja um smíði
tveggja eða þriggja slíkra skipa.
5000 standarda af timbri.
Fékkst þannig það magn, sem upp-
haflega var farið fram á af hálfu
íslenzku ríkisstjórnarinnar.
1025 síma- og rafmagnsstaurar.
300 tilbúin hús.
Ýmsar vélar, svo sem bátamótor
ar, smíðavélar, rafmótorar og verk
smiðjuvélar, skilvindur o. fl.
Landbúnaðarvélar, svo og ýms-
ar vörur, sem okkur vanhagar sér-
staklega um. En verðmæti
svenskra vara, sem okkur er tryggð
afhending á, mun nema ca. 70
millj. króna. •
Þá var einnig tryggð afhending
125.000 tómra síldartunna undir
síld, sem Svíar vilja kaupa héðan
og mun nánar vikið að því síðar.
Það sem Svíar vilja aðallega
kaupa héðan er m. a.:
1000 smálestir af frystu lamba-
kjöti, 4000 tunnur af fiskihrogn-
um, 10.000 tonn af síldarlýsi, 200
tonn af hraðfrystum fiski, sem er
aðallega ætlað til kynningar á
þeirri vöru. Auk þessa er salt-
fiskur og fleiri íslenzkar fram-
leiðsluvörur, svo sem ull og 200.000
gæri\f.
Þá vilja Svíar kaupa 125.000
tunnur af saltsíld fyrir verð, sem
er sambærilegt við það verð, sem
síld hefur verið framleidd fyrir
undanfarið. Þótt mörgum kunni að
virðast í fljótu bragði að hér sé
ekki um mikið magn að ræða sam-
anborið við það sem flutt var til
Svíþjóðar fyrir stríð, þá er hér um
stórmerkilegt atriði að ræða ,sem
telja má að brotið hafi ísinn til
framtíðarsölu á íslenzkri síld til
Svíþjóðar. Megum við Siglfirðingar
sérstaklega fagna að svo giftusam
lega hefur tekist að leysa þessi
mál.
Einmitt sérstaklega með síldina
stendur þannig á, að verð hennar
og framleiðslukostnaður hefur
margfaldast síðan fyrir stríð. Þess
vegna litu margir með nokkrum
kvíða til framtíðarinnar hvernig
takast myndi til um sölu þessarar
vöru sem fjölmargir eiga afkomu
sína undir. Menn hljóta að skilja,
að það er ekki létt verk að selja
vöru í landi, sem sloppið hefur
við verðbólgu. Fyrir stríð var ætíð
langhæst verð á síld, sem seld var
til Ameríku. Þó var svo komið s.l.
ár, að ekki fengust nægilegar
hækkanir á hámarksverði vestur
þar til’þess að hægt væri að selja
síldina þangað fyrir verð, sem
svaraði framleiðslukostnaði. Þess-
vegna geta allir góðir Islendingar
fagnað því af heilum hug, að tek-
ist hefur með frjálsu og vinsam-
legu samkomulagi að fastákveða
verð á þessari síldarframleiðslu
vorri í aðalneyzlulandinu á þann
veg að við íslendingar getum vel
við unað, enda þótt ekki sé um að
ræða stórfelldan hagnað af þess-
ari atvinnugrein.
Gifta ríkisstjórnarinnar og
þeirra sem fyrir hana hafa unnið,
við að leysa þessi mál ,gefur vonir
um að einnig takist vel að leysa
þau miklu mál, sem framtíðarinn-
ar eru. En ótrúlegt er það að nokk
ur maður sé svo blindaður af
floþksofstæki, að hann sjái það
ekki, að þessum mönnum ber að
þakka vel unnin störf. Þegar hefur
samvinna núverandi stjórnar-
flokka orðið alþjóð til heilla. Sam-
starfið ber að efla og styrkja, svo
að möguleikar verði til þess að
leysa vandamálin sem úrlausnar
bíða á jafn hagkvæman hátt og
tekist hefur með þau mál, sem
að framan hefur verið lýst.
TIIKYIMIMIIMG
Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að allt
síldarlýsi af þessa árs framleiðslu hefur þegar
verið selt Bretum. Er því framboð á þeirri vöru
til útlanda með öllu óheimilt og munu hlutað-
eigendur verða látnir sæta ábyrgð að lögum.
Reykjavík, 8. júní 1945
Samninganefnd utanríkisviðskiþta
I
i
TILKYNNING
TIL SÍLDARSALTENDA
OG ÚTGERÐARMANNA
Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld, svo og þeir út-
gerðarmenn, sem hafa í hyggju að salta síld af skipum sínum, á
sumri komanda, þurfa, samkvæmt 8. grein laga nr. 74 frá 1934, að
sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar.
Síldarsaltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Hvaða söltunarstöð þeir hafi til umráða.
2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar.
3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni.
4. Hve margt síldverkunarfólk vinnur á stöðinni.
5. Eigi umsækjandi tunnur og salt, þá hve mikið.
Síldarútvegsmenn þurfa í umsóknum sínum að taka fram
eftirfarandi: Tölu skipa, stærð, einkennistölur. Aætlað magn til
söltunar og hjá hvaða saltanda síldin verður söltuð.
Þeir síldarsaltendur, sem óslía að fá tómar tunnur og salt frá
Síldarútvegsnefnd sendi umsóknir til Síldarútvegsnefndar á Siglu-
firði.
Allar þessar umsóknir skulu sendar til skrifstofunnar á Siglu-
firði og þurfa að vera komnar þangað fyrir 30. JÚNÍ 1945.
SÍLDARÚTVEGSNEFND
Leiðrétting á kauptaxtaauglýsingu, sem birtist í
síðasta tölublaði Mjölnis.
I liðnum skipavinna stóð dagv. 7.54, eftirv. 13.31
en á að vera dagv. 7.54, eftirvinna 11.31.
Þetta eru menn góðfúslega beðnir að athuga. *
20. júní 1945
Formaður
i