Neisti - 27.09.1945, Blaðsíða 1
NEISTI
t'
tJtgefandi Alþýðuflokksfélag
Sigluf jarðar.
Ábyrgðarmaður:
ÓLAFUR II. GUÐMUNBSSON
Siglufjarðarprentsmiðja
16. tbl. Fimmtudaginn 27. sept. 1945
13. árgangur.
f
NÚ ER ÞAÐ KJÖTID!
að, hruni fr«*»leiðslunnar og at-
vinnuleysi fyrir allan þórra verka-
manna.
1 síðasta blaði var getið um hina
gífurlegu hækkun, sem þá hafði
nýlega verið tilkynnt á öllum
mjólkurafurðum. Síðan hefur verið
tilkynnt stórfelld hækkun frá því
í fyrra á öllu kjöti og sláturfjár-
afurðum. Er það sama um þessa
hækkun að segja og hina fyrri, að
hún kemur með öllum sínum þungá
á sumaratvinnu verkamanna — án
vísitöluhækkunar. Allar þessar
verðhækkanir eru byggðar á sam-
komulaginu, . sem kommúnistinn
Þorsteinn Pétursson gerði fyrir
liönd Alþýðusambandsins í sex
manna nefndinni. Er þetta staðfest
af verðlagsnefnd, en þó jafnframt
haldið fram, að heimilt hefði verið
að fara liærra með verðið, ef fast
hefði verið fylgt eftir samkomu-
lagi Þorsteins. Ekki blygðast
kommúnistar sín meira fyrir þetta
samkomulag, og þessa gífurlegu
hækkun á nauðsynjavörum verka-
lýðsins en1 svo, að í nýútkomnu
hefti af „Vinnunni“, er þessi dæma
lausi Þorsteinn látinn básúna sam-
komulagið, sem eitthvert dýrmæti
fyrir verkalýðinn, þar sem þar hafi
vérið lagður gröndvöllur að sam-
vinnu milli bænda og verkamanna.
Þetta eru hinar herfilegustu blekk-
ingar* Með þessu svívirðilega sam-
komulagi var einmitt tryggt, að
tilefni gæfist til nýrra árkestra
milli þessara stétta. Bændum er
tryggt, að öll þeirra vara sé seld
með mikilli hækkun eftir að verka-
menn hafa orðið að una óbreyttri
vísitölu allt undanfarið ár. Síðan
hækka vörur bændanna, en kaup
verkamanna ekki fyr en síðar. Ný
hækkun landbúnaðarvara næsta
haust, sem leiðir af sér hækkun
vísitölu. Þannig koll af kolli, þar
til komið er í það öngþveiti að
vart verður við ráðið. Þar að auki
er bændum tryggt fast söluverð
fyrir allar þær vörur, sem þ'eir
framleiða, án nokkurs tillits til
þess, hvort þær seljast á innlend-
um markaði eða ekki.
Kommúnistar hafa mjög deilt á
lögfestingu kaups og afurða 1939.
En þetta lögfesta samkomulag er
mörgum sinnum svívirðilegra í
garð verkamanna og launþega. Þá
var verkamönnum tryggt að fá
rúmlega eitt kilo af kjöti fyrir eina
klukkustund í dagvinnu. Nú þurfa
þeir að vinna hartnær tvær stundir
fyrir sama magni. Þetta er lög-
festing að skapi kommúnista. Af
þessu afreki hrósa þeir sér. Auk
þessa var tryggt að með verðlaginu
1939 voru íslendingar fyllilega
samkeppnisfærir með sölu afurða
sinna á heimsmarkaðnum. Með
svikamyllunni, sem kommúnistar
hafa lögleitt með sex manna nefnd-
ar samkomulaginu, er allt útlit
fyrir að öll sala á afurðum fslend-
inga lendi í mesta öngþveiti eða
teppist algerlega. Það er kannske
það, sem kommúnistar hafa keppt
Um það verður ekki deilt, að
Kommúnistar hafa stefnt þessum
málum í hreinustu vandræði. Nú
verður að finna ráð til bjargar.
Ríkisstjórnin verður að gera til-
raun til að leysa þessa erfiðleika.
Engrar úrlausnar er að vísu að
vænta frá þeim ráðherrum innan
hennar, sem mest hafa lofsungið
þessa hringavitleysu. Verður því
þess að vænta, að hinir geti bent á
ráð til úrbóta, en þeir Brynjólfur
og Aki sjái sóma sinn í því að
bregða ekki fæti fyrir lausn mál-
anna, ef hún fyrirfinnst á þann
hátt að bæta megi tjón það, sem
þeir og flokkur þeirra þegar hafa
bakað verkalýðnum og launastétt-
inni.
LANSABYRGBIN TIL FELAGS
ÞEIRRA ÞÖRODDS OG AKA
Fátt hefur vakið meiri athygli
bæjarbúa upp á síðkastið, en upp-
ljóstrunin um ábyrgð aprílkosinn
ar Rauðkustjórnar á 130 þúsund
króna láni til félags þeirra Þórodds
og Áka. Margir trúðu þessu alls
ekki. Aðrir, sérstaklega persónu-
fylgjendur Þóroddar og Hertervigs
töldu ekkert athugavert við
þetta. Langflestir fordæmdu þó
þetta hneyksli gersamlega. Póli-
tískum deilum getur það tæplega
valdið, þar sem að þessu standa
aðeins Kommúnistaflokkurinn
Ragnar mágur Þórodds og Herter-
vig. Hinn fulltrúi Sjálfstæðisflokks
nis í bæjarstjórn, Egill Stefánsson
er þessu algerlega andvígur, enda
hefur hanri aldrei veitt hinni ólög-
legu aprílkosnu Rauðkustjórn um-
boð til þessa eða annars. Meira að
segja Þormóður vill helzt ekki
kannast við, að hann hafi vitað
þetta, enda þótt bæjarstjóri haldi
því fram. Þeir, sem að þessu
standa eru því fyrst og fremst Þór-
oddur og Hertervig bæjarstjóri.
Engan furðar á ásókn Þóroddar.
Ágengni hans og heimtufrekja til
Kaupfélagsins er þegar lýðum ljóst
Þar heimtaði hann hvert framlagið
af öðru til Gilslaugar sinnar, og
söltunarfélagsins. Meira að segja
gekk svo langt með leyndina á
framlögunum til Gilslaugar, að út-
teknar vörur voru færðar sem lag-
er, eða óeyddar vörur. Þetta var
einungis gert til þess að dylja
endurskoðendur, stjórn og félags-
menn þess, að kaupfélagið væri að
lána fé sitt til gjaldþrota félags
Þórodds. Það vekur því enga furðu
þótt hann heimti ábyrgð eða lán
til félags síns frá bænum eða fyrir-
tækjum hans og vilji halda því
leyndu. En framkoma bæjarstjór-
ans vekur ákaflega mikla furðu og
undrun. Bæjarstjórinn er álitinn
ábyrgur fyrir fjárreiðum bæjarins
og fyrirtækja hans, en Þóroddur
ekki. Bæjarstjórinn hefur útvegað
lánsfé til bæjarins og ætti að skilja
hvaða ábyrgð fylgir því að fara
með annarra fé. Bæjarstjórinn veit
að Rauðka þarf á öllu sínu láns-
trausti að halda. En hvernig fer
með lánstraustið ef fyrirtækið tap-
ar tiltrú ’þeirra, sem féð lána?
Hvernig ætlar bæjarstjórinn að
líta framan í nokkurn lánveitanda
eftir þessa ráðstöfun verksmiðju-
stjórnar, sem gerð var að fyrirlagi
hans? Hversu margar milljónir
mundu Ríkisverksmiðjurnar
ábyrgjast, ef að þær ættu að á-
byrgjast reksturslán, tilsvarandi
að upphæð fyrir þau hundrað skip,
sem við þær skipta árlega ? Mundi
Þóroddur vilja ganga þar fram
fyrir skjöldu? Fyrir utan það að
vera hneyksli, lilaut það að vera
sjáanlegt þessum mönnum, að
engar líkur voru til að lánið yrði
greitt upp á sumrinu. Skipið þurfti
að fiska upp undir 20 þúsund mál,
en langt var liðið á vertíð þegar
það fór á síldveiðar, enda var
Rauðka ekki tilbúin að taka á móti
síld, fyrr en nokkur tími var liðinn
af síldveiðitímabilinu. Til viðbótar
öllu þessu, er það þegar upplýst,
að félagið gat alls ekki f engið meiri
lán eða frekari reksturslán hjá
lánsstofnunum í Reykjavík, enda
þó sjálfur atvinnumálaráðherrann
hefði gengið þar fram fyrir skjöldu
Lánsstofnanir hér í Siglufirði og
einnig á Akureyri, höfðu einnig
neitað að lána fyrirtækinu, þrátt
fyrir Iiarða ásókn atvinnumálaráð-
lierrans. Þá þegar öll sund voru
lokuð, varð bæjarstjórinn á Siglu-
firði til þess að leggja til, að skrif-
að væri upp á víxilinn, enda þótt
af engu væri að taka nema lánsfé
fátæks bæjarfélags, sem fengist
hafði með ábyrgð ríkissjóðs. Svo
koma þessir háu herrar og segja.
Allt í lagi. Ekkert athugavert. Og
Þóroddur bætir við í ,,Mjölni“:
Þrír efnaðir!! menn skrifuðu upp
á víxilinn. Bæjarstjórinn hefur ný-
lega borgað þessu félagi þeirra
Þórodds og Áka 50 þúsund krónur,
sem bæjarstjórn veitti þeim að láni
eða styrk. Til þessa hafði hann
takmarkaða heimild frá bæjar-
stjórn. Bæjarstjórn hafði áður
veitt svipaða styrki eða lán til ný-
bygginga skipa í Svíþjóð. Þeim skil
málum þurfti þó að breyta. Lækka
framlag búsettra Siglfirðinga til
,,Falkurútgerðarinnar“. En bæjar-
stjóri aðgætti alls ekki, að þessi
skilyrði væru uppfyllt. Hann
kynnti sér alls ekki hluthafaskrá
eða framlög hluthafa. „Þóroddur
sagði mér, að þetta væri í lagi, og
þessvegna greiddi ég þessar 50
þúsund krónur,“ sagði bæjarstjóri
þegar hann var spurður um þessa
greiðslu. Þannig er eftirlitið og
(Framhald á 3. síðu)