Neisti - 08.03.1946, Blaðsíða 2
N E I S T t
Z
íþróttamál
Siglufjarðar
Iþróttamálum hér í Siglufirði er
því miður mjög svo ábótavant,
eins og flestum bæjarbúum er
kunnugt.
Var það t. d. mjög slæmt, að
sundlaugin var ekki starfrækt s. 1.
sumar, svo að fólk gæti stundað
þá fögru og heilbrigðu íþrótt.
Margir hefðu lært að synda, sem
eigi kunna það, því það er sannað
mál að hverri manneskju er lífs-
nauðsyn að kunna að synda, og
er vonandi að þeir er ráða íþrótta-
málum þesBa bæjar láti það ekki
koma fyrir aftur, að sundlaugin
verði ekki starfrækt yfir bezta
tíma ársins. En vissulega er nauð-
synlegt fyrir okkur Siglfirðinga að
fá sundlaugina yfirbyggða svo við
getum notið hennar jafnt að vetri
sem sumri, því margir eru þeir,
sem stunda þá vinnu að ókleift er
fyrir þá, að geta sótt sund yfir
sumartíman. Og er vonandi að
þetta lagist áður en langt líður.
Skíðaíþróttin er því miður í
afturför hér á Siglufirði ef svo
mætti kallast. Siglfirzkir skíða-
menn hafa á undanfömum árum
sýnt og sannað, að þeir eru snjöll-
ustu skíðamenn landsins. Nú líður
óðum að því, að Landsmót skíða-
manna fari að hefjast, og að þessu
sinni á Akureyri..
Á öll þau skíðamót er Siglfirð-
ingar hafa sent kappa sína á, hafa
þeir oftast sent glæsilegan hóp
skíðamanna, en nú er svo ástatt
hjá okkur, að við eigum sárafáa
skíðamenn, sem eru í þeirri þjálfun
að þeir geti haldið uppi heiðri
bæjarfélags okkar. Ástæður fyrir
þessu eru að vísu margar. Margir
beztu kappar okkar eru svo að
segja hættir, eða að hætta. En
það eru margir sem ef til vill
spyrja, eru engir upprennandi og
efnilegir kappar til? Jú, þvi er að
svara, að sem betur fer eru margir
unglingar hér í Siglufirði, sem eiga
mjög glæsilega framtíð fyrir hönd-
um, sem skíðamenn en það er eins
og þeim só gefin frekar litill gaum
ur. Hér hafa verið starfandi undan
farin ár tvö skíðafélög, og var all-
lengi mjög vel og glæsilega starfað
í þeim, en nú virðast þau hafa
mist áhugann, að minnsta kosti að
sinní. Undanfarin ár hafa verið
haldin mót, hér heima, og sum
þeirra ekki endanlega kláruð, oft-
astnær vegna þess að þau hafa
verið haldin svo seint, að snjór
hefur verið farin áður en mótin
hafa verið búin. Skíðamótin eiga
að veraannaðhvortseint í febr, eða
í byrjun marz hvert ár, einmitt
meðan mestur snjórinn er hér. Eg
hefi heyrt að fyrir nokkru hafi
verið stofnað hér Iþróttabandalag
Siglufjarðar, og tekur það þessi
mál að sjálfsögðu í sínar hendur
að einhverju leiti eða öllu, óska
ég því allra heilla og vona að það
reyni að rétta við og laga það, sem
ábótavant er við íþróttamál þessa
bæjar. Hefur einnig heyrst að
hingað komi sænskur skíðakenn-
Á seinustu árum nýlokinnar
heimsstyrjaldar var ekki ósjaldan
talað um hina „þrjá stóru,“ það
er þá, Roosevelt Bandaríkjafor-
seta, Stalin marskálk, einvald
Rússaveldis og Winston Churchill
forsætisráðherra Bretlands. Þessir
menn, öllum öðrum fremur réðu
úrslitatillögum um gang styrjaldar
málanna. Þessir menn gerðu sam-
þykktir og samkomulag, sem
seinna meir átti að byggja á varan
legan frið að lokinni styrjöld. Það
er mál margra, að af þessum þrem-
ur, hafi Roosevelt verið sá sem
mest og almennast var elskaður
af þjóðunum, Stalin ef til vill hin
vitrasti, en Churchili sá, sem mest
var dáður fyrir dirfsku sína og
snarræði.
Eins og allir vita dó Roosevelt
nokkru fyrir styrjaldarlok. Víða
um heim var það mál manna, að
sorgleg hefðu þau örlög verið sem
sviftu heiminn þessum forvígis-
manni frjálsrar hugsunar rétt áð-
ur en hildarleiknum lauk. Þegar
tími frelsisins rann upp fyrir hin-
um þjáðu þjóðum var djúpur sökn-
uður yfir því að géta ekki deilt
gleði með Roosevelt og fært hon-
um þakkir fyrir störf hans í þágu
mannkynsins.
Hver var leyndardómurinn við
hinn mikla persónuleika Roose-
velts? Hver var skýringin á heims-
áhrifum þeim, sem hann náði, og
hinni gífurlegu lýðhylli um heim
allan?
Það var nóg að heyra rödd hans
í útvarpinu til þess að fá svarið.
Hann var hamingjusamur maður.
Hann elskaði lífið og hafði óbil-
andi trú á því góða í manninum.
ari, er var ráðinn til Reykjavíkur,
en geti ekki haldið námskeið þar,
vegna snjóleysis, og að kennarinn
komi hingað fyrir miiligöngu hins
nýstofnaða Iþróttabandalags Siglu
fjarðar, og á það þakkir skilið
fyrir þann áhuga sem það er farið
að sína strax í íþróttamálum bæjar
ins. Svo hefur verið gerð teikning
af hinni fyrirhuguðu stökkbraut
fyrir okkur Siglfirðinga, en eins og
allir vita eru allar svona fram-
kvæmdir mjög kostnaðarsamar.
Hafa verið lagðir fram f járöflunar-
listar í þessu skini, og mælist ég til
þess að bæjarbúar gefi þessari
fjársöfnun meiri gaum, en listarn-
ir bera enn vitni um, og sini með
því að leggja eitthvað af mörkurn
að þeir vilji að bær okkar haldi
áfram að vera staður beztu skíða-
manna landsins.
J. S. S.
Hann var hreinskilinn, góðhjartað-
ur maður, fullur lífsgleði og gædd-
ur óhemju lífsorku. Honum þótti
vænt um mennina og þessvegna
fannst honum sjálfsagt að hann
yrði að gera eitthvað fyrir þá.
Hér er lykillinn að mikilleik
hans. Af kærleik hans til mann-
anna spratt sú ókvörðun hans að
vernda frelsi mannkynsins og virð-
ingu, og sameina þá gegn hinum
illu Öflum sem vildu traðka á mann
legum réttindum. Því mun aldrei
verða gleymt, heldur skráð með
stóru letri á spjöld sögunnar, að
fyrsti stjórnmálamaðurinn, sem
skoraði á mannkynið að fylkja sér
einhuga gegn fjendum frelsisins,
var ekki Evrópumaður. Hann var
Ameríkumaður. Hann var Frank-
lín D. Roosevelt.
Þessu áskorun hans kom fram í
hinni frægu ræðu, er hann flutti í
Chicago 5. okt. 1937. Þá benti hann
á að siðmenningin væri í hættu
stödd vegna sívaxandi villimenn-
sku og alþjóðlegra lögbrota. Hann
benti beinlínis á Þýzkaland, Japan
og ítalíu, sem þau ríki, er heimin-
um stafaði hætta af, og sagði
meðal annars: „Frelsi og öryggi
90% mannkynsins er ógnað af hin-
um 10 prósentunum. Þess vegna
verða allar hinar frelsisunandi þjóð
ir að sameinast og hindra að gerð
verði árás á siðmenninguna og ef
nauðsyn krefur verður að setja of-
beldisþjóðirnar i sóttkví og ein-
angra þær.
Nú viðurkenna allir, að Roose-
velt hafði rétt fyrir sér. Nú skilja
allir að heiminum hefði verið hlíft
við margskonar böli, dauða, þján-
ingum og grimmd, ef heimurinn
hefði hlustað á ráð hans og fylkt
liði til þess að stöðva árásarþjóð-
imar í tíma. En Ameríka vildi ekki
blanda sér í mál Evrópu, og reynt
var að stýra hjá árekstrum í austri
Almenningsálitið í Ameríku for-
dæmdi ráðleggingar Roosevelts.
Hinir værukæru stjórnendur i lýð-
veldum Evrópu, lokuðu augum og
eyrum fyrir heilræðum hans. Þeir
vildu ekki sjá hættuna, og viður-
kendu ekki að þeir stóðu á barmi
glötunar, og að þeir voru á hraðri
leið að tapa þeim réttindum og
því frelsi, sem þeir vildu vernda.
Heldur ekki þeir, báru gæfu til að
fyigja hollráðum þessa vitra
manns.
Hin eina leið sem Roosevelt
hafði, eftir að daufheyrzt hafði
verið við ráðleggingum hans, var
hervæðing Ameríku. Og á næstu
árum fékk hann þing Bandaríkj-
anna til þess að samþykkja lög,
sem heimiluðu gífurjega aukningu
hers og flota. Þannig undirbjó
hann það að Bandaríki Norður-
Ameríku, gætu verið reiðubúin til
hjálpar, þegar einræðisherrarnir
hæfu árásir sínaar.
Margur annar mundi hafa-.orðið
beizkur og vonsvikinn, þegar þjóð
hans og hinar lýðræðissinnuðu
þjóðir Evrópu, brugðust honum
svo gjörsamlega, eins og raun bar
vitni 1937. En hann þekkti menn-
ina og veikleika þeirra. Heimsku-
legur misskilningur, útúrsnúningur
á viðvörunum hans og ástæðum
þeim, sem til grundvallar lágu, og
jafnvel hatursþrungin andstaða
gátu aldrei gróðursett hatur í hug
hans. Hann hélt ótrauður að því
marki, sem hann hafði sett. Stund-
um þurfti hann krókaleiðir, þegar
ekki varð komist beint. En hann
misti aldrei sjónir á höfuðmark-
miðinu, og hann misti aldrei þolin-
mæðina, eða sitt vingjarnlega sjón-
armið.
Og þó hefði það verið skiljanlegt,
ef einmitt Franklín D. Roosevelt,
hefði verið beizkur í huga og stygg
lyndur í framgöngu. Fáa hafa ör-
lögin leikið jafn hart og einmitt
hann. Aðeins 39 ára gamail sýkt-
ist hann af lömunarveiki, og þessi
hrausti og harðgeri maður gat
síðan aldrei hreyft sig hjálpar-
laust. Hann var máttlaus að mestu
upp að mitti.
Þeir sem minnast hans er hann
var aðstoðarflotamálaráðherra í
fyrri heimstyrjöld, lýsa honum
sem háum sterklegum manni, vel
vöxnum og höfðinglegum á velli,
ímynd þreks og karlmennsku. Al-
þýðlegur í framgöngu og vingjarn-
legur. Hann var tíginnar ættar, og
fæddur til auðlegðar. Þó var hann
alltaf andstæðingur þess, að auð-
ínagnið fengi aukin áhrif á póli-
tískt líf Ameríku. 1920 tilnefndi
Demokrataflokkurinn hann sem
varaforsetaefni flokksins. Þá var
hann mjög hraustur, og virtist
geta boðið sér hvað sem var. Hann
{Framhald á 3. síðu)
ROOSEVELT