Neisti - 08.03.1946, Blaðsíða 4
NEISTI
t
Aðalfundur
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður
lialdinn í Kaupþingsalnum, í húsi félagsins í Reykjavík, laugar-
daginn 1. júní 1946 og hefst kl. 1,30 e. h.
DAGSKRÁ
1. Stjóm félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á iiðnu
starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæð-
um fyrir hendi og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða
rekstursreikmnga til 31. desember 1945 og efnahagsreikning
með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og
tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjómarinnar um skiptingu
ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem
úr gánga samkvæmt félagslögunuip.
4. Kosnlng eins endurskoðenda í stað þess, sem frá fer, og eins
varaendúrskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla mn önnur mál, sem upp kunna
að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu-
miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum
hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 28. og 29. maí
næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess
að sækja fundinn í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 5. febrúar 1946
STJÓRNIN
, Þvotta- og efnalaug Sigluf jarðar h. f.
TILKYNNIR
Efnalaugin opnuð í dag
Tekið á móti fötum til kemisk hreinsunar og gufupressunar.
Opið frá kl. 1— 6 e. h.
Bæjarstjórn Siglufjarðar liefur á hendinni eitt 80 smálesta
skip, af skipum þeim, sem atvinnumálaráðuneytið hefur samið um
kaup á frá Svíþjóð. Skipið er með 215 hestafla vél.
Bæjarsjóður mun gegn sérstökum skilyrðum veita 50 þúsund
króna lán. Umsóknarfrestur er til og með 8. marz. Nánari upp-
lýsingar á skrifstofu bæjarins.
>.». ,
Siglufirði, 2. marz 1946
O. HERTERVIG
Ráðskonu
og aðstoðarstúlku vanta að Hólsbúinu frá 15. maí
næst komandi. Uppl. hjá bústjóranum. Sími 184.
mKVNNING
frá Verkamannafélaginu Þrótti, Siglufirði.
Þar sem ekki hafa verið hafnar samningaumleitanir á milli
Verkamannafélagsins Þróttar og atvinnurekenda hér á staðnum
um kaup og kjör meðlima félagsins, gildir sami kauptaxti áfram
þar til annað verður ákveðið. Þó áskilur Verkamannafélagið
Þróttur sér fullan rétt til að krefjast þess, að væntanlegir kaup-
gjaldssamningar gildi frá 1. marz þetta ár, og að verkamönnum
verði greidd kaupuppbót á unna vínnu yfir tímabilið frá 1. marz og
til þess tíma, er samningarnir verða gerðir, ef um kauphækkun
verður að ræða í hinum nýju samningum, og verði sú uppbót
reiknuð út eftir hverjum einstökum lið kauptaxtans, allt eftir því
undir hvaða lið kauptaxtans að vinnan fellur, sem unnin liefur
verið. -
Siglufirði 1. marz 1946.
Fyrir hönd Verkamannafélagsins Þróttar Siglufirði.
Gunnar Jóhannsson
Gunnl. Hjálmarsson
Gísli Sigurðsson
Óskar Garibaldason
Guðm. Jóhannesson
Dagsbrún hef ur samið
Samningar hafa nú náðst milli
Dagsbrúnar og Vinnuveitendafélag
íslands um kaup og kjör, og er
þar með lokið verkfalli því, ðem
staðið hefur undanfarið í Reykja-
vík. Eftir blaðafréttum eru helztu
kjarabreytingar þessar.
Grunnlaun í almennri dagvinnu
hækka úr kr. 2,45 á klst. í kr. 2,65
og grunnkaup þeirra, sem höfðu
kr. 2,75 upp í kr. 2,90. Þeir, sem
stjórna stórvirkum vinnutækjum,
svo sem ýtum og vélskóflum, eru-
séttir í nýjan launaflokk og fá kr.
3,30 í grunkaup á klst. Mánaðar-
kaup þeirra, sem vinna í pakkhús-
um, svo og verkamanna á olíu-
stöðvum, sem var kr. 450,00' í
grunnlaun fyrstu tvö árin og því
næst kr. 475 hækkar upp í kr, 500
frá upphafi. Ýmsir vinnuflokkar,
sem áður höfðu 2,45 í gnunnkaup,
hækka í kr. 2,90 á klst. Þá eru
ýms ákvæði um aðbúnað á vinnu-
stöðvum og fríðindi verkamanna.
Samningurinn gildir til 1. marz
1947.
ORÐSENDING TIL
„SIGLFIRÐIN GS“
Það hefur aldrei staðið til að
forustumenn Alþýðuflokksins
hefðu með tunnusmíðina að
gera í vetur. Þrír menn munu hafa
spurst fyrir um það hjá Alþýðu-
flokknum fyrir kosningar, hvort
hann réði einhverju um tunnu-
verksmiðjuna, en fengið þau svör,
að Alþýðuflokkurinn hefði ekkert
með slíkt að gera. Hafi flokkurinn
því fengið atkvæði í sambandi við
það mál, eins og „Siglfirðingur“
segir, hefur hann öðlast þau á því
að segja spyrjendum satt frá mál-
inu, sem og öðrum málum. Hins-
vegar er „Siglfirðingi" velkomið
að jórtra þessa lygasögu í bróður-
legri einingu við Mjölni og sósía-
lista, enda geta þeir sjálfsagt kom-
ið sér prýðilega saman um tugguna
ROOSEVELT
(Framhald af 3. síðu)
rtianna, í Norður- og Suður-Amer-
íku, í VesturEvrópu og Rússlandi,
Afríku, Kína og Australíu, I Ind-
landi og Burma og á hinum mörgu
eyjum í Kyrrahafinu, allstaðar
voru menn, sem bundið höfðu vonir
sínar við starf Roosevelts og vænst
þess, að hans fengi að njóta við,
þegar semja skyldi um hin vanda-
sömustu mál að unnum sigri. Frú
Roosevelt, hin mikilhæfa kona, er
var stoð og stytta' manns síns á
gleði- og erfiðleikaárum, sagði
hljóðlátlega, þegar hún frétti lát
hans til Washington: „Ég er
hryggari vegna ámerísku þjóðar-
innar og vegna alls mannkynsins,
heídur en vegna mín og barna
minna. Þetta var sannleikur. Mann
kynið hafði misst góðan vin og
einn þeirra mannvina, sem óþreyt-
andi var að vinna að frelsi mann--
kynsins og bættum kjörum þeirra
bágstöddustu, svo að unnt væri að
lifa lífinu í friði og sátt, samhyggð
og kærleika. — Roosevelt er dáinn,
en orðstír; deyr aldregi hveim sér
góðan of 'getur. Minningin um
mikilmennið lifir á spjöldum sög-
unnar. Þangað sækja góðir menn
og batnandi, öruggt fordæmi um
viljastyrk, þrek og karlmennsku,
sem ásamt góðum og farsælum
gáfum, var alítaf notað til þess að
þoka því góða áfram, fet fyrir fet.
Skammsýni samferðamannanna
gerði þessa baráttu of harða og
tafði fyrir skjótum árangri, en
minningin vísar á fagra fyrirmynd,
mikinn anda og góðan dreng.
þegar um álygar á Alþýðuflokkinn
er að ræða.
Siglfirðingur hefði gott af því,
að bera saman útkomuna hjá Sjálf
stæðisflokknum og Alþýðuflokkn-
um við bæjarstjórnarkosningarnar
og reikna út.frá því, hver flokkur-
inn sé að tapa.
i