Neisti


Neisti - 10.05.1946, Page 2

Neisti - 10.05.1946, Page 2
Skilyrði Alþýðuflokksins (Framhald af 1. síðu) yrðum, sem Alþýðuflokkurinn setti fyrir þátttöku sinni í núverandi ríkisstjórn. En auk þess voru ýmis nánari ákvæði um skattaálagningu og ráðstafanir til þess að tekjur hlutasjómanna rýrnuðu ekki. En auk þessa koma á hverjum tíma fyrir aðkallandi vandamál, sem verður að leysa. Má íþví sambandi benda á frumvarpið um aðstoð þess opinbera við byggingar í kaup stöðum og kauptúnum, sem er framhald í baráttu Alþýðuflokks- ins fyrir bættum húsakosti ís- lenzkrar alþýðu. Hvert þessara skilyrða eru svo gagnmerkileg, að þau eru næg verkefni, til langra skrifa, alvar- legra hugleiðinga og gaumgæfi- legrar athugunar. Ekki sizt fyrir það, að Kommúnistaflokkurinn setti engin skilyrði af sinni hálfu fyrir stjórnarsamvinnunni, en vildi aðeins láta nægja einfaldar yfir- lýsingar. Ákvörðun Nýbyggingar- sjóðsins. Það hefur þegar sýnt sig, að hin mesta nauðsyn var að ákveða upphæð þá, sem verja átti til ný- sköpunarinnar. Jafnframt hefur það komið í ljós að festing nýbygg- ingarf jársins var höfuðskilyrði þess að nauðsynlegar greiðslur væru til staðar þegar á þeim þurfti að halda. Á þeim tíma er stjórnin tók til starfa var nægilegt fé til staðar í amerískum dollurum, og margir voru svo bjartsýnir að telja það hina mestu firru, að minnast á þverrandi inneign þar á næst- unni. En reynzlan hefur því miður aðra sögu að segja. Hin glæsilega nýsköpun landsins hefði ekki verið tryggð ef sú forsjálni hefði ekki verið viðhöfð að takmarka þegar notkun landsmanna á dollurum til óþarfari hluta, og tryggja þá til framlags arðbærra fyrirtækja. Þá hefur það eigi síður sýnt sig að vera nauðsynlegt að ákveða skipt- ingu milli hinna ýmsu atvinnu- greina, til þess að koma í veg fyrir togstreytu á milli þeirra, en jafna nauðsynlega aukningu innan ákveðinna takmarka. Hitt er svo annað mál, að Alþýðuflokkurinn hlýtur að gera kröfur til þess í áframhaldandi stjórnarsamvinnu, að ákveðnum hluta þjóðartekn- anna verði jafnan varið til aukn- inga og endurbóta á atvinnutækj- urh landsmanna. Samþykkt launalaga Um það verður ekki deilt, að ef þetta ákveðna skilyrði Alþýðu- flokksins hefði ekki verið til stað- ar, væru enn ósamþykkt laun til handa opinberum starfsmönnum, a. m. k. í þeirri mynd, sem varð. Umræður um launalögin á Alþingi sýna þetta glögglega. Oftsinnis þurfti að minna á skilyrði Alþýðu- flokksins við stjómarsamvinnuna. En þessi ákvörðun laurialaga fyrir starfsmenn rikisins hafa örðið grundvöllur fyrir þeim kjarabót- um, sem starfsmenn bæjanna, og starfsmenn verzlana og skrifstofu- fólk, hefur síðan fengið. Enginn vafi er á því, að setning launalag- anna hefur einnig létt undir með verkamönnum að fá nauðsynlegar samræmingar og bætur á eldri samningum. Eru þessvegna ekki ófáir aðilar, sem mega þakka Alþýðuflokknum fyrir þetta skil- yrði hans. Almannatryggingarnar Setning þessara laga marka svo stórkostlegt spor í öryggi og fé- lagslegum umbótum allrar alþýðu, að erfitt er að gera sér þess ljósa grein nú þegar. Einn af stjórnar- andstæðingum, og annar af tveim- ur, sem greiddi þessum lagabálk atkvæði, lét svo um mælt, að með þessari löggjöf væri skapað nýtt þjóðfélag, sem væri betra en það, sem nú er. Sjálfsagt er hér nokkuð fast að orði kveðið, en hitt er víst, að með setningu þessarar lög- gjafar hefur Alþýðuflokkurinn stigið stórt skref, allt að því risa- skref, í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og auknu öryggi allra þeirra, sem mesta þörf hafa á þessu hvorttveggju. Afstaða kommúnistanna til þessara mála sýnir líka, að þeir erú næstum viti sínu fjær yfir því, að Alþýðu- flokknum skuli hafa tekizt að koma þessu máli þennan áfanga. Þeir skilja það, að þetta mál verður ekki frá Alþýðuflokknum tekið. Það er hans mál og hefur verið frá upphafi, eins og öll þau mál, sem miða að auknu öryggi og bættum kjörum hins vinnandi fólks. Þessvpgna reyna þeir einu sinni enn, eins og þeim er tamt, að taka róginn og lýgina í þjónustu sína, og ætla að telja fólki trú um, að Alþýðuflokkurinn hafi selt þessi mannúðarmál sín fyrir ein- hverskonar ímyndaðan stundar- hagnað pólitískan. Almenningur þekkir nú orðið aðferðir þessara pilta, og lætur þá ekki villa sér sýn. Hinsvegar mun hann sýna þeim verðskuldaða fyrirlitningu fyrir afstöðu þeirra til málsins og heimskuleg yfirboð. Tryggingar- málið mun nánar verða rætt síðar. Þátttakan í I. L. O- Hér er um að ræða alþjóða- vinnusambandið, sem.vinnur að samvinnu og kynningu atvinnu- rekenda og verkamanna. Vill það á allan hátt láta þessa aðila kynn- ast þeim sjónarmiðum, sem ríkj- andi eru frá hvorum aðilanum um sig, og jafnframt auka samvinnu þeirra og draga úr úlfúð og stétta- hatri. Jafnframt hefur samband þetta unnið markvíst og ötullega að eflingu friðarins í heiminum, og að eflingu lýðræðis. En hið sanna lýðræði hlýtur alltaf að verða hornsteinn og grundvöllur að betri heimi, sem alþýða allra landa vill skapa í framtíð- inni. Þátttaka íslands í alþjóða- samvinnu og félagsskap, sem byggist á frelsi og lýðræði, viður- kenningu á þjóðarrétti án tillits til stærðar eða herveldis, er nauð- synleg og sjálfsögð. Ef að heim- urinn ekki viðurkennir tilverurétt og sjálfsákvörðunarrétt smáþjóð- anna er sjálfstæði okkar í hættu. En einmitt þessvegna eigum við að taka þátt í alþjóðasamvinnu, til þess að auka og glæða skilning allra þjóða á tilverurétti smáþjóð- anna. Endurskoðun stjórnarskrárinnar Endurskoðun stjórnarskrár- innar er ekki lokið. En full ástæða er þó til þess að það mál verði tekið til alvarlegrar íhugunar og ákvörðunar. Þegnum landsins þarf að tryggja betur en nú er gert algert jafnrétti í félags- og menn- ingarmálum, atvinnumálum og al- mennum lýðréttindum. Þá þarf einnig að taka til mjög gaumgæfi- legrar athugunar hvaða tryggingu er hægt að setja í stjórnarskrá hins íslenzka lýðveldis til varnar gegn þeim öflum, sem vilja vinna gegn lýðræði og þingræði. Hér hefur í nokkrum stórum dráttum verið drepið á hina póli- tísku aðstöðu þegar núverandi stjórn var mynduð, en jafnframt gerð nokkur grein fyrir þátttöku Alþýðuflokksins í ríkisstjórninni, og þeim skilyrðum, sem hann setti fyrir þátttöku sinni. Þetta er nauðsynlegt, að allir athugi gaum- gæfilega í næði og rólega. Kjós- endur hljóta að dæma flokkana eftir framkomu þeirra og verkum, en ekki eftir lausu froðusnakki, eða pólitískum skýjaborgum, sem enga stoða eiga í veruleikanum. Segja má, að framkvæmdir ríkis stjórnarinnar, langflestar og setn- ing marga hinna merku laga á seinasta Alþingi beri glögg merki þeirra kjarabóta, öryggis- og menningarlegrar umbóta, sem Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir af þrautsegju og festu sein- ustu 30 ár, og það jafnvel miklu gleggri merki og einkenni, en margir gera sér ljóst við fyrstu yfirsýn. NEYBAROPIB ' I „MIÖLNIR" I 20. tölublaði Mjölnis birtist grein, sem var að öðrum þræð- inum lofgjörðarrolla um Áka Jakobsson, en að hinu leitinu ómannlegt aurkast til -Erlendar Þorsteinssonar og árásir á sigl- firzka kjósendur, sem ekki vilja vera atkvæðavélar kommúnista. Þar er kjósendum þeim, sem sjálf- ráðir vilja vera gjörða sinna, sagt, að ef þeir ekki kjósi eins og komm únistar vilja, þá verði litið á þá sem þrællunduð þý o. s. frv. Þetta er að vísu ekki nema byrjunin á þeim skollaleik, sem þeir munu leika hér í sumar, en sýnir þó um leið innrætið og prúðmennskuna í herbúðum þeirra. Neisti svaraði þessari grein nokkrum orðum, en í 21. tbl. Mjölnis kom grein, sem á að vera svar við því, sem Neisti sagði. Þar lítur út fyrir, að annar maður hafi hlaupið í skarðið, en ekki tekist betur en svo, að sú grein er lítið annað en sárt neyðaróp þess manns, sem ætlað hefir sér yfir móðu rökfalsana á hundavaði, en misst vonina um að ná landi. Greinarhöfundur þessi ruglar saman fleiri greinum úr Neista, en það gerir nú hver eins og hann hefir skýrleika til. Þá segir höf- undur, að í Mjölnir hafi verið gerður samanburður í verkum Áka og kommúnista annars vegar, en Erlendar og kratanna hins- vegar. Sér er nú hver samanburð- urinn. Mjölnir segir, að Áki hafi allt gert, en Erlendur ekkert. Hvað á þá að bera saman, þegar allt er öðru megin, en ekkert á hinn veginn. Það er minnsta kosti skrítin röksemdarfærsla. Það var í sjálfu sér ekkert við það að athuga, þó Mjölnir hefði flútt lof- gjörðarlangloku um Áka, en það gat hann ef hann hefði viljað, án þess að kasta illyrðum að kjós- endum og pólitískum andstæðing- um. Það hefði verið mennilegra fyrir Áka, að svo hefði verið gert. Það hefur aldrei komið fram í Neista, og engum Alþýðuflokks- manni á Siglufirði dottið í hug, að Þóroddur muni svíkja sinn flokk, Kommúnistaflokkinn, og væri gaman að vita hvaðan greinarhöfundur hefir þá hug- mynd. Þóroddur verður sjálfsagt ávallt sami einræðispostulirin og sami Rússadindillinn og sami hlutafélagabraskarinn eins og hann hefur verið, og aðrir æðstu prestar Kommúnistaflokksins eru. Hinsvegar sást vísir að því við bæjarstjórnarkosningarnar í vet- (Framhald á 4. síðu).

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.