Neisti - 10.05.1946, Qupperneq 4
*
NEI STI
4
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og liluttekningu við fráfall og jarðarför
TORMÓNU EBENEZERSDÓTTUR og MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR
Ennfremur hjartans þakkir til þeirra mörgu, er sýndu liinum
látnu kærleika og hjálp í veikindum þeirra.
MAGNÚS VAGNSSON
Neyðarópið í „Mjölnir“
(Framhald af 2. síðu)
ur, að sumir kjósendur flokksins
höfðu ekki velþóknun á honum.
Um þingmennsku Þóroddar ætti
Mjölnir sem minnst að tala. Sigl-
firðingar vita nokkuð sögu hans í
þinginu og hafa heyrt hann halda
fjárlagaræðu um sjálfan sig og
Gilslaug, en þeir hafa ekki séð
gagnið fyrir bæinn af þeirri ræðu.
Þá talar greinarhöfundur um
flugumenn. Er það máske svo, að
ráðamennirnir í Kreml fyrirlíti
kommúnistana í Canada, sem upp-
vísir hafa orðið að njósnum fyrir
Rússa, þó þeir hafi ekki annað
gert en hlýða flokkskallinu ? Fyrir
lítur Brynjólfur Bjarnason þá
kommúnista, sem hlýða kalli hans
og fyrirskipunum, sem þeim ber-
ast um að rægja pólitíska andstæð-
inga í borg og byggð?
Greinarhöfundurinn í Mjölni
getur alveg verið óhræddur um
það, að kratarnir munu ekki gera
neitt að því að viðra sig upp við
Áka Jakobsson atvinnumálaráð-
herra, þó hann komi hingað í vor,
og þó hann hafi völd í höndum
nú. Kommúnistarnir geta þess
vegna sýnt honum sínar andlegu
gullsmíðar í fullum friði fyrir kröt-
unum.
Hinsvegar munu Alþýðuflokks-
menn svara skriffinnum Mjölnis,
þegar þeim bíður svo við að horfa,
og óttast þar engan samanburð á
mönnum og málefnum.
Æskan og framtíðin.
Æska þessa lands hlýtur að vita
og skilja að hennar býður mikið
og erfitt starf í framtíðinni, sem
á að verða þjóð vorri til gæfu og
gengis. Æskan er sterk og mikils-
megnug ef hún stendur heilsteypt
um vandamálin og verkefnin, sem
býða hennar. Hún verður að skilja
það, að þeir sem áður og nú halda
um stjórnarvöl þjóðar vorrar hafa
lagt mikið á sig við unnin afrek,
og hafa eigi lagt árar í bát, þótt
oft hafi hart á móti blásið. Nei,
þegar landið er orðið sjálfstætt ríki
þá verður hver og einn að gæta að
því að láta ekkert það koma fyrir
sem getur skert frelsi okkar og
öryggi. Islendingar hafa frá alda
öðli barizt fyrir frelsi sínu og
nú þegar sá stóri sigur er unnin,
sem þjóð vor hefur lagt svo mikið
í sölurnar fyrir, þá verður æskan
að muna það, og gleyma aldrei að
ætlunarverk hennar er, að taka við
af þeim, er stjórna nú, og gæta
þess að þjóðarréttur þessa lands
verði ekki skertur um ókomna
tíma.
Æskan veit, að hér er ekkert
gaman á ferðum, það sem unnist
hefur á til hagsbóta þjóð vorri
verður að halda vel á, og einnig
verður að gæta þess, að utanað
komandi öfl skerði ekki frelsi
okkar á einn eða annan hátt. Allt
hugsandi fólk vill, að landið bygg-
ist og blómgist á lýðræðislegum
grundvelli, og að engin erlend öfl
skifti sér af stjórn og innanlands-
málum þjóðar vorrar. Við íslend-
ingar erum fyllilega færir um að
stjórna og byggja okkar eigið land
upp, ekkert síður en aðrar þjóðir.
Meðan nýafstaðin heimsstyrjöld
stóð yfir var ákaflega erfitt verk
og vandamikið' fyrir þjóð vora að
gæta hlutleysis síns. Eins og öllum
er kunnugt settist hér erlent her-
lið í landið, sem þó lofaði að hverfa
af landi burt strax og styrjöldinni
væri lokið. Nú er þetta setulið að
nokkuð miklu leyti farið, þó ekki
allt og er slíkt illa farið. Hér eiga
engin erlend öfl að hafa nein ítök,
hvorki beint né óbeint. Framtíðar-
verk æskunnar er að gæta þess, að
svo verði eigi í framtíðinni. Kjör-
orð hennar á því að verða fyrst og
fremst: Islands fyrir íslenzku þjóð-
ina.
Örn
DÍNARFREGNIR
Síðastliðinn miðvikudag voru til
grafar borin, Tormóna Ebenezar-
dóttir, háöldruð kona, móðir
Magnúsar Vagnssonar, yfirsíldar-
matsmanns og Magnús Magnús-
son, sonur Magnúsar Vagnssonar
og frú Valgerðar Ólafsdóttur
konu lians. Magnús lézt eftir
þunga sjúkraliúslegu. Hann var
komungur maður, fæddur 1930.
Það hefur því sérstaklega þung-
ur harmur verið kveðinn að þessu
heimili, þar sem tveir meðlimir
fjölskyldunnar voru til grafar
bornir í einu.
t
Á fyrra fimmtudag var jarð-
sungin hér unglingsstúlkan Krist-
jana Jóhannesdóttir, dóttir hjón-
anna Sigurbjargar Pétursdóttir og
Jóhannesar Jónatanssonar. Hún
dvaldi í Reykjavík s.l. vetur, en
vegna veikinda heima fyrir, ætl-
aði hún að koma heim til foreldra
sinna og annast heimilið. Á heim-
leiðinni veiktist hún og dó á sjúkra
liúsi Akureyrar eftir nokkra
klukkustunda dvöl þar. Það er
jafnan þungbært fyrir foreldra að
missa börn sín í blóma lífsins. Það
er því sár sorg þessara lijóna, sem
nú hafa misst efnilega dóttur, sem
bjartar vonir voru við tengdar.
t
í gær var til grafar borinn Sig-
urður Benónýsson sjómaður 25
ára að aldri, sonur hjónanna
Benónýs Benediktssonar og Sól-
veigar Þorkellsdóttur. Það er nú
skammt á milli þess, sem æsku-
fólk þessa bæjar hverfur sjónum
vorum, harmur ástvina sár og
þungur. Við sem álengdar stönd-
um, getxrni aðeins sent aðstand-
endum þessa fólks, sem látist hef-
ur undanfarið, samúð okkar og
góðhug.
„ÞRÆLLUNDUÐ
GRUNNHYGGIN Þf
Hvar haldið þið, góðir lesendur,
að ofangrein orð sé að finna? Þau
er að finna í greinarkorrii í
Mjölnir, sem ber fyrirsögnina
„Framkvæmd nýsköpunaráform-
anna í Siglufirði.“ Og um hvern
ætli þau séu nú? Jú, þau eru um
siglfirzka kjósendur. Hvaða stétt
manna er f jölmennust í Siglufirði?
Verkamenn og launþegar. Það eru
þessvegna þessir menn, sem að
dómi Mjölnis, sem þó telur^ig for-
svara þessara stétta, sem eru
„Þrællunduð grunnhyggin þý.“
En eru þá allir siglfirzkir kjós-
endur, að dómi blaðsins, undir
sömu sök seldir? Önei, ekki þeir,
sem kjósa EFTIR því, sem blaðið
og stuðningsmenn þess leggja
fyrir þá. Ef þeir velja sjálfstætt og
hugsa sjálfstætt, þá eru þeir
„þrællunduð, grunnhyggin þý,“ en
ef þeir kjósa að vilja Þóroddar og
Áka, þá er það að minnsta kosti
ekki sagt upphátt. Þeir telja sig
þessir herrar hafa heimild til þess
að gefa syndaaflausn eins og pre-
látar kirkjunnar gerðu í pápiskum
sið. Sá er munurinn einungis, að
þá voru gefin fyrirheit um eilífa
sælu hinu megin, ef vel var goldið,
en nú er aflausnin fólgin í loforð-
um um einhverja sælu í þessu lífi,
en það kostar nokkuð, sízt minna
en í kaþólskum sið til forna, og
helzt sannfæringuna að auki. En’í
kaþólskum sið var líka til bann-
færing, sem var í því fólgin að
banna allt samneyti við trúaða
menn og hlýðna. Og kommúnistar
telja sig líka hafa yfir slíkum með-
ölum að ráða. Og ef að ég og þú
ekki gerum eins og þeir fyrirskipa,
þá erum við „þrællunduð
grunnhyggin þý“. Það er að vísu
ekki ósjaldan sem sitt hvað birtist
í Mjölnir, sem menn undast stór-
lega, en ég tel vafasamt, að
nokkurntíma hafi lengra verið
gengið í frekju, ósvífni og taum-
lausri lítilsvirðingu í garð kjós-
enda, en gert var í þessari grein
og hinum tilfærðu orðum.
Það er viðtekin regla lýðræðis,
að kjósendum beri að íhuga málin
og allar aðstæður, áður en þeir
fella dóm sinn um flokka og fram-
bjóðendur. Þessvegna er það taum
laus ósvífni í garð þeirra að
stimpla þá svívirðilegum heitum
og nafngiftum, ef þeir greiða at-
kvæði samkvæmt sannfæringu
sinni. Þar að auki hlýtur Mjölni
að vera það ljóst, að mikill meiri
hluti kjósenda mun aldrei greiða
atkvæði eftir fyrirskipan, heldur
eftir sannfæringu sinni. En það er
lika ábyggilega þessvegna, sem
blaðið reiðist og ræðst að siglfirzk-
um borgurum með svívirðingum.
En Siglfirðingar munu þakka
fyrir kveðjurnar á viðeigandi hátt
á sínum tíma.
Kjósandi.
VERKAFÖLK
Munið að orlofsárið er úti um
miðjan þennan mánuð. Látið
ganga frá gömlu orlofsbókunum
fyrir þann tíma, og takið nýju
bækurnar á pósthúsinu fyrir 15.
þ. m. Þá hafið þið nýju bókina við,
þegar kaupgreiðsla fyrst fer fram
á nýja orlofsárinu.
FIMMTUGUR
varð í gær Egill Stefánsson,
kaupmaður. Egill er Siglfirðingum
að góðu kunnur. Hann fluttist
hingað frá Akureyri, og var fyrst
við Sameinuðu verzlahirnar, en
gerðist svo verkstjóri í síldarverk-
smiðjunni Gránu og var þar í
mörg ár. Síðan stofnaði hann
eigin verzlun, og hefur rekið hana
síðan.
Egill Stefánsson hefur alLmikið
komið við sögu bæjarins. Hann
hefur setið í bæjarstjórn, og var
varaforseti bæjarstjórnar síðasta
kjörtímabil. Slökkviliðsstjóri hefir
hann verið í mörg ár. Egill er
söngelskur, og er meðlimur karla-
kórsins Vísir, og formaður kórsins
var hann’mjög lengi. Egill er al-
þýðlegur í viðkynningu, glaður og
ræðinn og starfsamur. Hann er
giftur Sigríði Jóhannesdóttir,
mestu atorkukonu. Blaðið óskar
Agli allra heilla á þessum merku
tímamótum mannsæfinnar.