Neisti


Neisti - 10.01.1947, Blaðsíða 4

Neisti - 10.01.1947, Blaðsíða 4
4 N EISTI Innilegt þakldæti til allra nær og fjær, fyrir hina miklu samúð og liluttekningu, er okkur var sýnd við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður. SVERRIS E. PÁLSSONAR , Háveg 6, Siglufirði. GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, PÁLL JÓNSSON og BÖRN Innilegustu þakkir vottiun við öllum, fjær og nær, fyrir auðsýnda hjálp og hluttekningu við fráfall og jarðarför JÓHÖNNU SIGURBORGAR SVEINSDÓTTUR FORELDRAR OG AÐRIR VANDAMENN TILKYNNING Bæjarstjórn Sigluf jarðar hafa verið boðin til kaups tilsmíðuð sænsk timburliús. Leitað hefur verið eftir því hjá Viðskiptaráði hvort inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fengist fyrir slíkum liúsum, ef sótt yrði um, og má telja fullvíst, að leyfi fáist fyrir nolíkrum húsum. Þeir, sem hafa í hyggju að gerast kaupendur að þessum húsum, eru vinsamlcga beðnir að tilkynna undirrituðum það innan hálfs mánaðar frá birtingu þessarar auglýsingar. Myndalistar, ásamt upplýsingum um verð, liggja frammi á skrifstofxun bæjarins. Siglufirði, 30/12 1946 Bæjarstjórinn Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur ákveðið að ráða mann tH þess að kreinsa reykháfa bæjarins. Þeir, sem vHdu ráða sig til þessa starfa, geri svo vel að senda umsóknir s/nar á skrifstofur bæjarins vnnan liálfs. iiiánaðar frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarstjóri Veruleg verðhækkun á íslenzkum fiski í Bretiandi Og undaniþágur verða nú veittar fyrir innflutningi á lireinsuðum þorski. Brezka viðskiptamálaráðuneyt- ið hefur sent íslenzku stjórninni skeyti, þar sem skýrt er frá því, að undanþágur muni verða veittar fyrir innflutningi á íslenzkum fiski til Bretlands og verð á honum hækka allverulega. Segir í skeyt- inu, að Bretar muni kaupa af- hausað heilagfiski, hreinsaðan þorsk og upsa. Verðið á fiskinum verður sam- kvæmt skeytinu sem hér segir: Heilagfiski 23 sh. 5 d. pr. stone, þorskur 6 sh. 2 d. pr. stone og upsi 4 sh. 2 d. pr. stone. Mun þetta verð vera um 30% hærra en áð- ur var. I skeyti brezka matvælaráðu- neytisins segir, að Islendingar þurfi að sækja um undanþágu frá gildandi banni á innflutningi þess- ara fisktegunda á Bretlandi, og er gefið í skyn, að slík leyfi verði veitt og að fiskurinn muni verða keyptur fyrir það verð, sem áður gat um. Útgerðarmenn hér segja, að þessi verðhækkun á fiskinum í Bx-etlandi sé mikil bót frá því, sem verið hefur undanfarið, en til ■viðbótar við hana telja þeir mjög æskilegt, að felldur verði niður sá 10% innflutningstollur, sem nú er á íslenzkum fiski í Bretlandi. KAUPTAXTI c. d. e. : Verkamannafél Þróttar, Siglufirði frá 1. jan. til 1. febr. 1947 — Vísitala 306 — i. Almenn dagvinna ..................... 8,26 Eftirvinna .................................. 13,22 Helgidagavinna .............................. 16,52 ). Þróarm., vindum., handlangarar hjá múrurum 8,87 Eftirvinna ................................. 14,20 Helgidagavinna .............................. 17,74 Gerfismiðir, skipavinna og tilsláttarmenn .... 9,18 Eftirvinna .................................. 14,69 Helgidagavinna .............................. 18,36 Kol, skipavinr.a við salt, út- og uppskipun á sementi, og hleðsla þess í vörugeymsluhús, enn- fremur losun síldar og síldarúrgangs úr skipum og,bátum, flutn. á sementi og salti milli húsa og vinna með loftborum........................... 10,10 Eftirvinna ...................................... 16,16 Helgidagavinna ............................... 20,20 Stokerkynding á kötlum, kynding á þurrkofn- um og lempun á kolum .......................... 9,49 Eftirvinna ...................................... 15,18 Helgidagavinna ............................... 18,97 Kynd. á kötlum, sem mokað er á með skóflum 10,10 Eftirvinna ................................... 16,16 Helgidagavinna ............................... 20,20 Boxa- og katlavinna (vinna við hreinsun á vatnsrúmi, eldholi og reykgöngum ketils, enn- fremur þegar gera þarf við mjölsafnara (Stöv- kammer) meðan eldur er í þurrkofni . ......... 11,23 Eftirvinna .................................. 17,96 Helgidagavinna .............................. 22,46 Fullgildir d'íxilmenn ....................... 10,10 Eftirvinna .................................. 16,16 Helgidagavinna .............................. 20,20 Unglingataxti, þar til öðruvísi verður um samið .... 6,27 Eftirvinna ................................. 10,04 Helgidagavinna .............................. 12,54 Malar- og grjóttaxti: Fyrir möl komna á bryggju fyrir tunnuna ....... 6,89 Fyrir ten.faðm af grjóti kominn á bryggju (sé það flutt landveg, þá komið á byggingarst ... 351,90 f. S h. Vinna við reknet greiðist með • 15% lægra kaupi en við herpinót. Stjórn og kauptaxtanefnd. ▼ { : : ♦ Y i Elli- og örorkulífeyrir Það hefur verið ákveðið, að bær- inn greiði elli- og örorkulífeyri fyrir janúar, til þeirra, sem nutu hans fyrir áramót. Upphæðin er sú sama og fyrir desember. Geta þeir, sem eiga rétt á þessum bótum, vitj,að þeirra næstu daga á skrif- stofu bæjarins. Eiga forráðamenn bæjarins þakkir skilið Tyrir þessa ákvörðun, því margur fátæklingur sem á rétt til að fá þennan lífeyri, héfði verið orðinn peningalítill um næstu mánaða mót, en þá verður farið að borga út úr Almanna- tryggingunum. Síldveiði sunnanlands Undanfarið hefur veiðst allmik- ið af síld á Kollafirði syðra. Hefir síldin til þessa aðallega verið fryst til beitu, en nokkuð af henni sglt- að. En nú mun vera í ráði að flytja veiðina með leiguskipum hingað norður til bræðslu. Verðið verður ca. kr. 30,00 á mál í flutn- ingaskip. Úlafur Thors gefst upp við stjórnar- myndun Ólafur Thors hefur nú lýst yfir því, að tilraunir hans til stjórnar- myndunar hafi ekki borið árang- ur og sé þeim lokið. Hefur forseti falið formanni Alþýðuflokksins, Stefáni Jóh. Stefánssyni, að gera tilraunir til þess að mynda ríkis- stjórn.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.