Neisti - 08.08.1947, Blaðsíða 2
i
ARiSIRNAR A
1 seinustu blöðum ,,MjöInis“
bafa verið hinar lúalegustu árásir
á núverandi bæjarstjóra. Þykjast
menn 'kenna höfund greinanna á
orðbragði þeirra og óhreinindum.
Engar sérstakar eða tilgreindar
ástæður eru framfærðar, en dylgj-
ur og órökstudd ummæli. 1 sein-
asta leiðara blaðsins, gengur þetta
svo langt, að um hrein meiðyrði
í garð bæjarstjórans er að ræða.
Er þetta þeim mun íúalegra, þar
sem hér er um að ræða ungan
mann, sem er nýtekinn við starfi,
en hefur leyst þáð af hendi með
dugnaði og samvizkusemi, sem
reyndar eru að mestu óþekktir
eiginleikar í herbúðum kommún-
ista. Hugtökin: drengskapur, dugn
aður og samviskusemi eru að sjálf-
sögðu óþekkt greinarhöfundi,
nema af afspurn, og hefur hann þá
sennilega þokukenndar hugmyndir
um merkingu þeirra. Hvers vegna
eru þessar dylgjur? Af hverju
'kemur greinarhöfundur ekki fram
með ákveðnar staðreyndir og
ákveðin dæmi?
Því er fljótsvarað. Það er vegna
þess, að höfundurinn trúir því, að
með dylgjum og óhróðri megi
vinna þessum unga og ötula starfs-
manni bæjarins mein. Hann trúir
þ/í þessi sannsögli!! Leitisgróu-
höfundur, að dylgjurnar og hálf-
yrðin verði þess megnug að smjúga
inn í hugi manna og skaða bæjar-
stjórann. En hann má vera viss sá
góði herra, að þar skjátlast hon-
um. Almenningur hefur skömm á
svona vinnubrögðum og fordæmir
þau.
Kommúnistar eiga tvo menn í
allsherjarnefnd og þrjá bæjarfull-
trúa. Er hérmeð skorað á þá að
rökstyðja dylgjur sínar, koma með
ákveðin dæmi, en vega ekki úr
skúmaskotum. að þessum starfs-
manni bæjarfélagsins.
....Gunnar Vagnsson er ungur mað-
ur og nýtekinn við starfi. Að dómi
alira þeirra, er til þekkja, hefur
hann gegnt því með dugnaði og
samvizkusemi. En hanxi ber eina
höfuðsynd, að dómi kommúnista.
Hann er jafnaðarmaður. Þessvegna
á með dylgjum, hálfyrðum- og rógi
að læða því inn hjá almenningi, að
óreiða sé á störfum hans; óreiða á
f jármálum, og vanskil hafi skapast
í bæjarstjóratíð hans.
Kommúnistar vita manna bezt,
að þegar síðasta kjörtímabili lauk,
hafði skapazt fjármálalegt öng-
þveiti fyrir þennan bæ og það með
aðstoð þeirra og stuðningi. Láns-
traust bæjarins var þrotið. Og
nokkuð vantaði á, að bærinn og
fyrirtæki hans gætu staðið við
skuldbindingar sínar. Útlitið var
þannig, að fyrirsjáanlegt var, að
ýms fyrirtæki bæjarins höfðu
enga aðstöðu til þess hjálparlaust
BÆJARSTJÍRANN
að standa undir skuldabyrðunum.
Síðan hafa verið tveir bæjarstjór-
ar. Báðir hafa þeir gert allt, sem í
þeirra valdi stóð til þess að lag-
færa þetta. Flestir bæjarfulltrúar
hafa einnig sýnt þeim skilning og
Iagt sig fram til aðstoðar. Nú
koma kommúnistar og vega aftan
að bæjarstjóranum. Það er þeirra
hjálp og aðstoð til þess að sigrast
á örðugleikunum.
Hvorki Alþýðuflokkurinn, bæj-
arstjórinn eða þeir, sem vilja
styðja hann í örðugu og vanþakk-
látu starfi biðja sér nokkurar
vægðar. En þeir krefjast þess, að
kommúnistar komi hreint til dyra,
hætti dylgjunum og róginum, komi
með ákveðin dæmi og tilfelli, þar
sem misfellur hafa átt sér
stað. Þeir munu síðan svara fyrir
sig og leggja málin undir dóm al-
mennings í bænum.
Þetta blað veit, að það er til
alltof mikils mælst af kommúnist-
um, að þeir hagi sér eins og siðaðir
menn í deilum, sem þeir telja póli-
tískar. En þessi áburður þeirra er
ekki eingöngu pólitískur. Hann er
fyrst og fremst persónuleg árás á
bæjarstjórann og starf hans. Al-
menningur í bænum á heimtingd á
því, að kommúnistar leggi spilin á
borðið og gangi hreint til verks.
Ef þeir gera það ekki, öðlast
þeir þá fyrirlitningu, sem þeir
verðs'kulda, og er þá vel farið.
Áf engísmálin
Siglfirffin'gur og Mjölnir hafa verið
u<5 hnotabítast um það undanfarið
hvorir hafi staðið sig betur við að
hafa áfengisverzlunina opna. Sjálf-
stæðismenn eða * kommúnistar.
1 síðasta Mjölni birtist klausa um þetta
og telur hlaðið, að lokun áfengisverzl-
unarinnar hafi um eitt skeið tieyrt
undir ráðherra Alþýðuflokksins, Finn
Jónsson. Þetta er eins og svo margt
fleira, alrangt hjá því blaði. Lokun
áfengisbú'ðanna heyrði afdrei undir
ráðuneyti Finns Jónssonar. Áfengis-
mál almennt lieyrðu í fyrstu undir
ráðuneyti hans, en starfræksla áfengis-
verzlunarinnar undir embætti fjár-
málaráðherra. Þegar Finnur Jónson
fékk því ekki ráðið, að áfengisverzl-
unum í ýmsum verstöðvum yrði lokað
yfir vertíðina (í Vestmannaeyjum, Isa-
firði og Siglufirði) krafðist hann l)ess,
að öll áfengismál önnur yrðu tekin
undan ráðuneyti sinu. Og var það
gert, en þau ekki tekin af lionum
eins og Mjölnir vill láta i veeðri
vaka. Annars er það nú svo með lokun
áfengisverzlana. Fjármálaráðherrar
þeir, sem þar um ráða vilja ekki loka
néma sem styzt og minnst, vegna tekju-
missis ríkissjóðs. Yfirgnæfandi meiri-
hluti borgaranna, þar sem útsölurnar
eru, vill aftur á móti loka þeim a.m.k.
yfir vertíðartímann. Gildir þetla jafnt
menn af öllum flokkum, enda þótt
sjálfsagt eigi allir flokkar innan sinna
vébanda ágæta viðskiptavini við þetta
ríkisfyrirtæki. Virðast kommúnistar
þar engir eftirbátar annarra, eftir því
sem upplýst liefur verið, og liafa þvi
af engu að státa umfram aðra, að því
er bindindi snertir eða hollustu við
það málefni.
Matsvein og nokkra háseta
♦
♦
f
vantar á b.v. ELLIÐA
umsóknir sendist
Togaranefnd Siglufjarðar
SILDARKIlTAR
verða seldir n.k. laugardag og mánudag frá kl. 1
til 3 e.h. í vörugeymslu Síldarútvegsnefndar á Jarls-
stöð '(Söltunarstöð Óskars Halldórssonar).
Siglufirði, 7. ágúst 1947.
SÍLDARLTVEGSNEFND
BIFREiÐ TIL SÖLU
Tilboð óskast í bifreiðina F 8 í því ástandi sem liún er.
Tilboðiun sé sldlað fyrir 15. þ.m. til Gísla Dan, SuðurRötu 46, sem
gefur allar nánari iipplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
MÚTORHJÖL
Mjög gott mótorhjól
til sölu.
JÓNAS ÁSGEIRSSON
(Verzlunarfél. Siglufjarðar h. f.)
TUNNUR
Til söíu eru ca. 200 tunnur frá
síðastliðnu ári, ónotaðar.
Tunnuverksmiðja
Sigluf jarðar
Vinnufatnaður
Sjéklæði
aliar tegundir
“ Gestur Fanndal
Krokit
Hjólhestaskautar
Gestur Fanndal
>
1
\