Neisti


Neisti - 05.09.1947, Blaðsíða 1

Neisti - 05.09.1947, Blaðsíða 1
NEISTI Útgefandi Alþýðuflokloiféiag Siglufjarðar Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSSON Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 19. tbl. Föstudaginn 5. sept. 1947. 15. árgangur. SÍLDVEIÐARNAR1947 HAFA BRUGÐIZT AÐ VERULEGU LEYTI Sildveiðarnar eru búnar. Öll snurpuskip hafa hætt veiðum og veiði þeirra fáu skipa, sem stunda reknetaveiðar, er rýr. Má því segja, að séð verði, aðvertíðin hafibrugð- izt, og að engu orðnar þær vonir, sem menn gerðu sér um mikið gull i ríkiskassann og gjaldeyrissjóð- ■■■<' inn af síldveiðunum. Útkoman er vissulega ömurleg og harma hana allir sannir fslendingar. Fjöldi skipa er rekinn með fyrirsjáanlegu tapi; verksmiðjurnar réknar með tapi; síldarsöltunarstöðvarnar reknar með tapi. Verkafólk í landi, i verksmiðjum og á söltunarstöðv- um gengur með skarðan hlut frá borði, og sjómennirnir fá aðeins umsamda tryggingu í flestum til- J fellum. Síldveiðarnar og síldariðn- aðurinn er orðinn svo snar þáttur í atvinnul'ifi þjóðarinnar, að þegar síld veiðist ek'ki, eða þegar vel veiðist. þá gætir þess meira og minna í öllum greinum þjóðfélags- ins. Flutningar með skipum lands- manna, eða leiguskipum, eykst eða minnkar, og ailir fylgjast nú orðið með gjaldeyrisvoninni, sem bundin er við þennan atvinnuveg. En ein- i mitt i ár var sérstaklega mikils um vert fyrir þjóðfélagið að mikil síld- veiði yrði. Ýmsar aðrar framleiðslu vörur landsmanna voru seldar í sambandi við síldarlýsi, og ékki var unnt að selja sumar þeirra, nema ákveðinn hluti síldarlýsis kæmi á móti. Einn er sá flokkur manna 'í þessu landi, sem vill skella allri sök á núverandi ríkisstjórn og telja ‘y þessir menn, að síldarleysið sé ekki aðalmeinið, heldur seta núverandi ríkisstjórnar og afskipti hennar af afurðasölumálunum. Engum s'kyn- sömum manni dettur í hug að saka ríkjandi stjórnarvöld um aflaleysi, enda mætti þá á það minna, að aflaleysi var einnig í tíð fyrrver- andi ríkisstjórnar. Hefur óspart á það verið bent, að einmitt nú- verandi skortur á gjaldeyrj væri **-' vegna aflabrestsins á síldveiðunum 1945 og 1946. Þegar þar við bætist, að treglega gengur með sölu ann- ara afurða, og að verð þeirra fer lækkandi, enginn gjaldeyrir fyrir setuliðsvinnu, eða annað þess háttar, þarf þá nokkurn að furða i. þó að nú sé tilfinnanlegur gjald- eyrisskortur. I sambandi við sölu íslenzkra afurða hafa kommúnistar talið það óhyggilegt af núverandi ríkis- stjórn að selja aðrar afurðir í sam- bandi við síldarlýsið. En einnig þar var fyrirmynd frá tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. I samningunum við Rússa 1946, kemur það fram, að þeir vilja þvi aðeins taka frysta fiskinn, að þeir fái tiltekið magn af síldarlýsi. Á því ári tókst ekki að selja til þeirra fuilt magn síldar- lýsisins, þessvegna urðu þeir enn kröfuharðari 1947, og tiltóku ákveðið magn lýsis móti hverri einingu freðfiskjar. Var þetta það hart sótt af þeirra hálfu, að þeir neituðu að taka við nokkrum ugga freðfiskjar, fyrr en tryggt væri til- svarandi magn síldarlýsis. Eru til staðar um þetta óyggjandi stað- reyndir, skjöl og skilríki, svo ekki þýðir í móti að mæla. Hitt er fleip- ur, en síendurtekið af kommúnist- um, að Rússar hafi viljað kaupa aðrar f ramleiðsluvörur landsmanna og það við góðu verði. Er hér aðeins um að ræða endurtékin ó- sannindi þeirra ’í þeirri von, að ein- hver kunni að festa á þau trúnað. Hitt er svo annað mál, að það var (Framhald á 2. síðu) FISKYFIRTÖKUMAÐUR ÁKA JAKOBSSONAR SKYTUR AFTUR UPP KOLLINUM Enn er mönnum í fersku minni, er Áki Jakobsson ætlaði að byggja alla fjárhagslega afkomu þjóðar- innar á viðtölum, sem hann átti persónulega við fiskyfirtökumann, sem hingað kom s. 1. haust frá Rússlandi. Eins og fram kom hafði þessi maður ekkert umboð til samn inga eða samningaumleitana. Er hann hafði lokið starfi sínu hér við fiskyfirtökuna fór hann af landi burt og hefur ekki til hans spurzt síðan. Nýlega skaut þessi maður þó aftur upp höfðinu, ekki hér á landi 'í eigin persónu, heldur í dálkum Mjölnis. Skilst manni helzt á þeirri grein, að þessi maður hafi mætt svo slæmu atlæti og umtali hér á landi, að hann hafi orðið alls- hugar feginn, að flýja á náðir Bretanna, sem annars eru þó ekki í hávegum hafðir í því blaði. En þar sem þessi harmsaga er mörg- um nokkuð undrunarefni, er ekki úr vegi að rekja nokkur þau atriði, sem kunn eru úr heimsókn þessa dánumanns til vors kalda Fróns. Maður þessi kom hingað til þess að taka á móti freðfiski, sem Rúss- ar keyptu af oss s.l. ár. Áka er fremur vel til hinna gerzku, svo sem kunnugt er, en ást hans til vestrænna þjóða er öllu kaldari. Fannst honum hér vel bera í veiði að selja austrænum afurðir íslend- inga, helzt allar, svo Bretar, Svíar, og aðrir ómaklegir, fengju sem minnst. Tók hann austanmanninn tali og sat löngum á einmæli við hann. Ólafur Thors hafði utanríkis mál í sínu veldi, og þótti súrt, ef maður sá hefði umboð til umræðna um stórmál þjóða í milli, að ekki skyldi hann til málþings kallaður. Mun hann hafa góðfúslega bent Áka á þetta. Brást þá Áki við og kvaðst ekki ræða sölu lands og réttinda, heldur aðeins sölu fiskjar og fiskafurða. Ólafur mun hafa talið réttara, að samninganefnd utanríkisviðskipta ræddi við aust- anmann. Það vildi Áki ékki þýðast, enda fáir að hans skapi í þeirri nefnd. Skipaði hann nýja nefnd og veglega. Formaður var þar Ársæll Sigurðsson, sérfræðingur kommún- ista í utanríkisverzlunarmálum, en auk hans voru í nefndinni þeir Einar Sigurðsson frá Vestmanna- eyjum og Ólafur Jónsson frá Sandgerði. Eru þetta allt prúðir menn og háttvísir í framgöngu. Kvöddu þeir Rússann til fundar við sig, en hann tjáði þeim þegar, að hann hefði ekkert umboð stjórn- ar sinnar til neinnar ákvörðunar. Hinsvegar mun hann hafa tekið (Framhald á 2. síðu) HEILDARSÖLTUN miðvikudagmn þ. 3. sept. 1947 Akureyri og umhverfi... 585 Dalvík ................ 1.859 Djúpavík .............. 2.790 Drangsnes ............... 818 Hofsós .................. 106 HólmaAÚk ................ 999 Hr'ísey................ 1.766 Húsavík ............... 2.835 Ingólfsfjörður .......... 173 Ólafsfjörður .......... 1.061 Raufarhöfn ............ 4.310 Sauðárkrókur ............. 50 Siglufjörður.......... 42.993 Skagaströnd.............. 440 Samtals 60.785 HEOARSDLTUN í Siglufirði, miðvikud. 3. sept. 1947 Ásgeir Pétursson ............ 765 Bátastöðin ................ 1.648 Dröfn h.f.................. 1.496 Hafliði h.f................ 2.033 Hrímnir hd. ............... 1.337 Isafold s.f. .............. 1.584 Jarlsstöðin ............... 4.171 Kristinn Halldórsson ........ 491 Kaupfélag Siglfirðinga .... 1.220 Njörður h.f................ 3.613 Ólaf Hinriksen .............. 156 Pólarsíld h.f................ sgg Pólstjarnan h.f............ 4.115 Reykjanes h.f.............. 1.991 Samv.fél. Isfirðinga ...... 3.073 Söltunarfélagið h.f........ 1.125 Söltunarst. J. B. Hjaltalín 1.343 Söltunarstöðin Drangey .... 1.549 Söltunarstöðin Nöf ........ 1.847 Söltunarst. Ól. Ragnars .... 1.902 Sölt.st. Sigf. Baldv....... 2.919 Sunna h.f.................. 3.727 Samtals 42.993 K.S.-ingar! Fundur í 'kvöld kl. 8,30 í Suðurgötu 10. Mjög áríðandi STJÓRNIN

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.