Neisti - 05.09.1947, Page 2
2
NEI S T I
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
£igluföariarkíc
sýnir föstudaginn kl. 9:
OG DAGAR KOMA
Síðasta sinn!
Laugardaginn, sunnudaginn
og mánudaginn kl. 9:
VERÐLAUN HANDA BINNA
Aðalhlutverkin leika:
DOROTHY LAMOUR
ARTHURO De CORDOVA
J. CARROL NAISH
Fiskyfirtökumaðurinn
(Framhald af 1. síðu)
við löngum lista yfir íslenzkar af-
urðir, sem til sölu voru. Kvaðst
hann á förum héðan, en lofaði að
koma síðar til áframhaldandi við-
ræðna, að þvi er tilkynnt hefur
verið. Fór hann burt við svo búið
eins og fyrr segir. Ekkert var á
þeim tíma ritað um mann þenna
eða samtöl hans og eigi fjrrr en
um hálfi ári síðar eða ríflega það.
Þessvegna vekur það nokkra furðu
þegar Mjölnir telur, að svo illa hafi
verið tekið á móti þessum manni
og hann svo óvirðulega meðhöndl-
aður, að hann hafi orðið allskostar
feginn að leita skjóls hjá ,,'krötun-
um“ í Englandi.
Kemur hér tvennt til. Annað
hvort hefur Áki og fyrrgreindir
nefndarmenn, sem voru þeir einu,
er afskipti höfðu af þessum manni
og viðræður áttu við hann, verið
slæmir við þennan einstæðing og
ekki kunnað þá háttvisi, sem hæfir
gerzkum mönnum, eða þá hitt, að
fiskyfirtökumaðurinn hefur verið
forvitri og séð 6 mánuði fram í
tímann eða rúmlega það, hve illa
slæmar tungur töluðu um þann
veglynda umboðslausa mann, sem
ætlaði að bjarga þjóðinni fjárhags-
lega og skaffa Áka meira eyðslu-
fé. Þv'i varla kemur það til mála,
að Mjölni skjátlist, og ekki beri að
taka alvarlega skrif hans um
þennan dánumann og þá ,,kurteisi“
er honum var sýnd hér á landi.
Að' vísu er margt fleira hjákát-
legt í þessari grein. T.d. það, að
Rússar hljóti að vilja kaupa salt-
fisk, þar sem þeir framleiði hann,
og tæplega noti þeir slíkt sælgæti
til skepnufóðurs. Það mætti
kannske alveg eins benda á það, að
við íslendingar framleiðum lamba-
kjöt, sem er notað til manneldis
en ekki skepnufóðurs, og erum þó
ekki kaupendur að erlendu lamba-
kjöti. En af hverju er Mjölnir að
véfengja skýrslur og orð trúnaðar-
manna ríkisins, þar á meðal Ársæl
Sigurðssonar ? Ekki- geta allir hafa
verið vondir við. yfirtökumanninn,
a.m.k. ekki þeir, sem aldrei hafa
séð hann, eða hvað?
ÖTDREGIN SKULDABREF
Notarius publicus í Reykjavik hefur annast útdrátt á eftirtöldum
skuldabréf um:
Af 4% skuldabréfaláni Sigluf jarðarka upstaðar 1943:
Litra Á (Kr. 5000) 30 (1947) 86 87 145 153 154 (1947) 184 189
191 (1947) 193 227 267 344 357 398.
Litra B (Kr. 1000) 11 37 54 (1947) 95 129 130 147 159 211 236
276 306 329 343 374 382 479 537 571 (1947)
573 (1947) 578 579 595 596 739 779.
Litra C (Kr. 500) 3 (1946) 10 42 67 78 100 101 (1946) 112 125-
(1947) 139 (1946) 161 (1947) 189 202 240
(1947) 254 (1947) 313 (1947) 359 370 390.
Af 4% skuldabréfaláni Siglufjarðarkaupstaðar 1944:
Litra A (Kr. 5000) 19 40 103 120 176 200.
Litra B (Kr. 1000) 91 123 133 143 211 228 233 242 244 258
353 363 387 397 404 422 484 505 622 671 715
791 821 861 896 940 953.
Af 4% skuldabréfaláni Siglufjarðarkaupstaðar 1945:
Litra A (Kr. 5000) 4 5 80 128 129 137 176 235
Litra B (Kr. 1000) 107 166 224 225 385 386 446 447 470 474 488
521 540 542 611 652 653 662 663 664 748
(1947) 776 805 817 909 (1947) 914 944 951.
Andvirði skuldabréfa þessara verður greitt eigendum þeirra
2. janúar 1948 á skrifstofu bæjargjaldkerans á Siglufirði og
í Landsbanka íslands, Reykjavík og útibúum bankans. — Þau
númer, sem svigtala er aftan við, hafa verið dregin út áður, en
ekki innleyst enn. Svigtalan á eftir númeri bréfanna táknar árið,
sem bréfin átti að innieysa. Verða þau bréf greidd, þegar er þau
koma fram. — Athygli skal vakin á því, að vextir verða ekki
greiddir af skuldabréfunum eftir gjalddaga þeirra.
Siglufirði, 22. ágúst 1947
GUNNAR VAGNSSON
Frá Barnaskólanum
Börn, sem fædd eru 1940, mæti til innritunar
þriðjudaginn 9. september kl. 2—4 e. h.
Kennsla hefst miðvikudag 10. sept. kl. 10 f. h.
Börn, sem fædd eru 1938, 1939 og 1940, eru
haustskólaskyid.
Skólastjóri
Ihjja b íc
sýnir föstudag og laugardag kl. 9:
GLAÐVÆRT ÆSKUFÓLK
Aðalhlutverkin leika:
PEGGY RYAN
LEON ERROL
Síldveiðarnar 1947
(Framliald af 1. síðu)
eitt af aðaláhugamálum kommún-
ista að láta rikið taka ábyrgð á
söluverði allra fiskafurða, annara
en síldarafurða, án nokkurs tillits
til þess hvert söluverð var gildandi
á heimsmarkaðnum.
Nokkrir eru þeir menn, sem
halda því fram. að enn sé bjart
framundan og óhætt að lofa gulli
og grænum skógum, ekkert sé að
óttast, aðeins ef ný stjórn taki við
völdum. Það er að vísu rétt, að
vegna fyrirhyggju fyrrverandi
ríkisstjórnar, og þá ekki sízt ráð-
herra Alþýðuflokksins, er nú ör-
uggt, að stórvirk atvinnutæki
verða til staðar í landinu, og eru
þegar nokkur þeirra byrjuð að
táka þátt 'i framleiðslunni. En hitt
er óvitaskapur og allt að því ill-
ræði að segja ekki þjóðinni sann-
leikann eins og hann er. Við íslend-
ingar eigum við örðugleika að etja.
Okkur skortir erlendan gjaldeyri
til þeirra framkvæmda, sem oss
eru nauðsynlegar, og til þess, sem
með þarf handa menningarþjóð,
sem býr á eylandi við einhæfa at-
vinnuvegi. Allar Norðurlandaþjóð-
irnar og Bretar eiga við sams-
konar örðugleika að etja. En þess-
ar frænd- og vinaþjóðir okkar, þær
stinga ekki höfðinu í sandinn og
reyna að leyna erfiðleikunum. Þær
viðurkenna þá og leita af alefli
ráða til þess, að yfirstíga þá. For-
ystumenn og ráðamenn þessara
þjóða predika ekki, að allt sé í
lagi og engu þurfi að kvíða. Þeir
heita á þjóðina til skynsamlegra
ráðstafana og þegnlegra átaka. Þó
er það svo, áð verðbólgan hefur í
engu þessara landa komist á jafn
hátt stig og hér hjá okkur. Allir,
sem nokkuð vilja skilja og skynja,
vita það, að eins ,og nú háttar
getum við ekki framleitt okkar út-
flutningsafurðir fyrir það verð,
sem keppinautar okkar geta boðið
á sömu mörkuðum.
Þegar svo stendur á sem nú í
okkar landi, hlýtur það að vekja
nokkra furðu, að hójour manna
skuli telja þessa tíma hentugasta
til þess að skapa aukna sundrung
og úlfúð meðal þjóðarinnar. Þjóð-
hollir menn mundu telja hitt vitur-
legra að efna til samhugs og sam-
starfs til þess að leysa þau vanda-
mál, sem lausnar bíða, og gera til-
raun til þess með samhentu og
þjóðnýtu starfi að bægja hættum
frá dyrum.
Merkíle^ bók
«_»
Allir þeir, sem fylgdust með er-
lendum fréttum á styrjaldarárun-
um kannast við Paul Winterton,
af fréttum hans til brezka útvarps-
ins. Fyrir stríð átti fólk ekki úr að
velja öðrum fréttum um Rússland
en þeim, sem kommúnistar miðl-
uðu þv'í, eða taumlausan róg fra
fasistum og nazistum, en hvorug-
um fréttaaðlinum var trúandi. Er
fréttir tóku að berast frá Winter-
ton, sagði hann í þeim aðeins það,
sem hann vissi sannast og réttast.
Er styrjöldinni lauk varð hann að
hröklast frá Rússlandi. Nýlega er
komin út bók eftir hann, er nefn-
ist: „Myrkvun í Moskvu.“ — Bók
þessi gefur til kynna á látlausan,
en skýran hátt, hvernig hið raun-
verulega ástand er í Rússlaridi. —
Þessvegna þurfa allir að lesa hana.
I formála bókarinnar segir höf-
undur meðal annars:
„Eg kynntist Rússlandi fyrst
þegar árið 1928, er ég dvaldist um
skeið hjá rússneskri fjölskyldu í
Ukraníu og lærði málið sæmilega
reiprennandi. Síðan hef ég oft ferð-
ast þangað, ætíð í þeim tilgangi að
fylgjast með þróuninni, safna stað-
reyndum og reyna s’íðan að skil-
greina þær og túlka í ljósi rússn-
eskrar sögu, rússnesks lundarfars.
óska rússnesku þjóðarinnar oer
rússneskra stjórnmála. Eg held
því fram að ég hafi gert það í
þessari bók.“
TIL LESENDA !
Vegna rúmleysis í blaðinu verða
nokkrar greinar að bíða næsta
blaðs, þar á meðal grein um
bæjarmál.