Neisti


Neisti - 05.09.1947, Blaðsíða 3

Neisti - 05.09.1947, Blaðsíða 3
NEISTI t HAROLD LASKE: 1. greln LEYNIHERDEILDIN Hér hefst í lauslegri þýðingu ritgerð fyrrverancli formanns Verka- maxmaflokksins brezka, Harold Laski, sem skrifuð [var í apríl 1946 sem svar við umsókn brezka kommúnistaflokksins um að verða tekinn sem heild upp í brezka verkamannaflokikinn. Kitgerð ]>essi hefur hvarvetna vakið hina mestu athygli. I. KAFLI Einræðissósíalismi og lýðræðissósíalismi Upp úr október-byltingunni í Rússlandi var alþjóðasamband kommúnista stofnað árið 1919. — Allatíð síðan hefur gagnger klofn- ingur átt sér stað innan hinnar sósíalistísku verkalýðshreyfingar um allan heim. Kommúnistaflokk- k ar allra landa hafa álitið fram- kvæmd rússnesku kommúnistanna á sósíalismanum, og fræðikenning- um þeirra um hann, hinn eina sanna sósíalisma. Þeir fullyrða, að aðeins ofbeldis-bylting geti koll- varpað borgaralegu þjóðfélags- formi og skapað sós'íalistiskt í þess stað. Þeir ríghalda sér í kenn- inguna um þörfina fyrir flokk, sem stjórnað er af fáum, þaulæfð- 4 um byltingasinnum, þar sem járn- harður agi ríkir, flokk, sem hefur þaðhlutverk, aðsafna um sig skara verkamanna, fræðandi, skipuleggj- andi, leiðandi. Þegar svo fylling tímans kemur, á svo Kommúnista- flokkurinn að færa ríkisvaldið í hendur verkamannanna: Hann stofnar til alræðis öreiganna og hrindir öllum þeim gagnárásum, sem auðvaldið vafalaust mun gera til að koma í veg fyrir að komm- ' únistarnir geti styrkt aðstöðu sína. Með því að kæfa alla mót- spyrnu, >og jafnvel Iþótt beita þurfi ofbeldi og harðýðgi, með því að br jóta niður áður rík jandi stjórnarform, með því að byggja her og lögreglu upp af traustum meðlimum flokksins, hyggjast þeir skapa sér aðstöðu, til að stofna sósíalistískt þjóðfélag í k stað þess kapítalistíska. Röksemdafærsla kommúnist- anna er þannig: Það verður löng barátta, hörð og löng barátta. Bngin drottnandi stétt hefur nokkru sinni sleppt völdummi án þess að berjast eins og Ijón til að halda þehn. Það verður ekki hjá komist að afnema eignarétt- inn, ]>að kemur til blóðugra bar- dagá, fólk flýr úr landi; það *' Verður hætt við, erlendri íhlut- un; en ef Kommúnistaflokkur- inn er þess megnugur, að útfæria fræðikenningar sínar þannig í verki að svarar til reynslu múgs- ins, verður honum kleift að við- halda aðstöðunni til að koma alræðinu á. Þetta verður þeim mun auðveldara, sem skipuleggj- endur sósíalistískrar byltingar hafa nú eignast hina dýrmætu reynslu frá Sovét-Rússlandi og lært þar af. Sem stendur er það skyMa hvers einasta Kommún- istaflokks lað vígbúast — bæði fræðilega og skipulagslega i— með þeim krafti, sem igerir hon- um mögulegt að inna af hönd- rnn hið sögulega hlutverk sitt í fyllingu tímans. Umfram allt eiga brezku komm- únistarnir að læra af fyrri heims- styrjöldinni og af hinum „dökku árum“ næst á undan þeirri fyrri. Eftir að þeim hefur vaxið fiskur um hrygg, eftir „barnasjúkdóma kommúnismans," sem Lenin for- dæmdi svo harðlega árið 1920, eiga þeir að troða sér inn í fagfélögin og Alþýðuflokkinn, þannig að þeir komist í lykisaðstöður í verkalýðs- hreyfingunni; hafandi þaðan í hendi sinni að móta áhrif verka- mannanna í þessum samtökum. — Þeir eiga að láta kjósa sig á þing og nota það á sama hátt og bolsé- vikarnir rússnesku notuðu þing keisarastjórnarinnar, „Dúmuna“, til að fletta ofan af hinu borgara- lega sýndarlýðræði. Ef þeir vinna með umbótasinnuðum sósíalistum, eiga þeir ekkert tækifæri að láta ónotað til að afhjúpa spillingu þeirra og óheiðarleika. Þeir eiga að innræta verkamönnum og verka konum það hugarfar, að þeim beri að gera kröfur á öllum sviðum þjóðlífsins, í þeim tilgangi að fá fólkið, þegar ekki er við kröfunum orðið, til að viðurkenna, að hið borgaralega lýðræði sé aðeins form hins skipulagða, kapitaliska arð- ráns. Þannig vakin vaxandi rót- tækni á að gera verkamenn fúsari til að hlýta leiðsögn kommúnista- flokksins, þegar hinar arfgengu mótsetningar kap'italismans hafa lagt slikar byrðar á herðar verka- mannanna, að þeir ekki lengur viija bera þær. Það mun þá koma að því, að ríkisvaldið verður óstarf- hæft, þar eð hin ríkjandi stétt getur ekki lengur treyst hollustu hinna vopnuðu sveita sinna. Þá breiðast út víðtæk verkföll, fjölda- kröfugöngur og uppreisnartilraun- ir eiga sér stað og virðing fyrir borgaralegum lögum stórhrakar. Borgarastéttin missir sjálfs- traustið og upp rís óeining innan hennar, hvernig halda eigi uppi lögum og reglu. Þá er komið að þvi, að kommúnistamir uppskeri laun- in fyrir langa og fómfúsa baráttu og undirbúning. Þá er kominn tími forystusveita verkalýðsins til að leggja til omstu um völdin. HVAÐ SAGHÐI LENIN? Það er mikilvægt að gera sér ljóst, að kommúnistaflokkurinn trúir því ekki 'í reyndinni, að bylt- ing geti átt sér stað fyrir hans til- verknað eingöngu. Kommúnistar undirstrika ávallt að bylting sé af- leiðing ákveðinna sögulegra að- stæðna, sem flokkurinn notfærir með það fyrir augum að koma á al- ræði öreiganna. Kommúnistarnir eru andvígir þeirri kenningu hins fræga, franska sósíalista, L. A. Blanqui, að vel skipulögð samtök geti kollvarpað borgaralegri stjórn og yfirtekið ríkisvaldið. Fræði- kenning marxismans er í andstöðu við þessa kenningu Blanqui’s að því leyti, að samkvæmt þeirri fyrr- nefndu á aðeins að vera hægt að taka völdin ef ákveðnar ytri að- stæður eru fyrir hendi. Lenin sjálfur hefur lýst þessum aðstæðum með þeirri hárfínu ná- kvæmni, er honum var eiginleg, í hinu sígilda • bréfi sínu um „Marxisma og uppreisn": „Til þess að uppreisnin heppnist", segir hann, „má hún ekki eingöngu byggjast á S samtökum og ekki einungis á einum flokki, heldur á hin- um stéttvísu verkamönnum sem heild. Það er fyrsta skil- yrðið. Uppreisnin verður að byggjast á byltingarsinnuðu hugarfari fjöldans. Það er annað skilyrðið. Uppreisnm verður að hef jast á hinu rétta sögulega augnabliki í bylt- ingaröldunni; þvi augnabliki, þegar starfsvilji framsækn- asta hluta f jöldans er á há- marki, en óvissan mest bæði í röðum óvinanna og meðal hinna veikbyggðari, hvarfl- andi og hikandi vina bylting- arinnar. Það er þriðja skil- yrðið.“ Það er augljóst, að Lenin gerði ráð fyrir vopnaðri uppreisn sem lokaþætti sögulegrar þróunar, þar sem rikisvaldið er óstarfhæft; ekki lengur hæft til að halda uppi virðingu fyrir sínum eigin lögum, og þar sem óánægja og reiði múgs- ins er nægileg til að fá hann til að hlýta annarri leiðsögu. Það er nauðsynlegt, að benda vel á þetta, því þar skýrist af- staða kommúnistanna til þingræð- isins áður en bylting brýzt út. Kommúnistar viðurkenna gildi þingræðisins með sínu tiltölulega víðtæka frelsi; það gefur þeim tæki færi til að ná til og stjórna rót- tækasta hluta verkamannastéttar- innar. Þeir viðurkenna líka, eins og Marx, þegar hann lýsti 10 tíma vinnudeginum sem sigri fyrir verkamennina, að öflun þjóðfélags- legra umbóta leiðir til aukinnar stéttvísi og sterkari löngunar verka mannanna til að vinna stærri sigra. En samt'ímis fullyrða þeir, að jafnvel við beztu skilyrði geti sósíalistiskur meirihluti á þjóð- kjörnu þingi, eins og okkar, ekki komizt lengra en að ná þjóðfélags- umbótum meðan stjórnarformið er þingræðislegt. Við slíkt skipulag sé ekki hægt að koma á sósíalisma. Frh. Innilegt þakklæti til allra þeirra mörgu, nær log f jær, sem á ýmsan hátt auðsýndu okluir samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar Stefáns Guðmundssonar múrara. Sér- stiaklega þökkum við Alþýðuflokksfélagi Siglufjarðar fyrir ógleyman- lega vinargjöf. MARGRÉT SIGTRYGGSDÓTTIR og BÖRN ATH. Þakkarávarp þetta barzt blaðinu fyrir mánuði síðan, en vegna mistaka er það ekki birt fyrr en nú. — Eru aðstandendur vinsamlegast beðnir afsökunar á því. — BLAÐNEFNDIN. AUGLÝSING Þeir, sem óska að sækja um starf við að stjórna væntanlegri jarð- ýtu bæj,arins, geri svo vel að senda umsóknir sínar til undirritaðs fyrir miðvikudaginn 10. b. m. Siglufirði, 4. sept. 1947. GUNNAR VAGNSSON

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.