Neisti - 20.09.1947, Blaðsíða 2
Prír
unáir menn
Ungir Sjálfstæðismenn hafa
mjög gumað af þv'í, að þeir undan-
farið hafi haldið uppi skemmti-
fundum að Hótel Hvanneyri. Það
er rétt, að þeir hafa haft þar að-
stöðu til skemmtanahalda á sama
tíma og öðrum félagssamtökum
unga fólksins, eins og t.d. F.U.J.
hefur verið neitað um húspláss til
félagsstarfa. Það er ekki okkar
ungra jafnaðarmanna að dæma um
það, hvernig þessi starfsemi F.U.S.
hefur tekizt, en hitt vitum við, að
á henni hefur verið fjárhagslegur
hagnaður, hvort sem hann hefur
runnið til félagsins eða einstakl-
inga, enda öllum seldur aðgangur
meðan húsrúm leyfði.
Þrír menn hafa verið uppistaðan
í þessu félagslífi, og þar sem þeir
eru að nokkru leyti persónugerf-
ingar þeirra sundurleitu skoðana,
sem ríkja meðal þeirra, er teljast
til Sjálfstæðisflokksins, er ekki frá
leitt að athuga nokkuð skoðanir
þeirra, eins og þær koma fram í
ritum þeirra og ræðum.
Stefán Friðbjarnarson er full-
trúi hinna einræðissinnuðu innan
Sjálfstæðisflokksins. Þeirra manna
sem Siglfirðingar þekkja vel. —
Mannanna, sem vilja minkandi
gengi Alþýðuflokksins, en vaxandi
kommúnistaflokk. Þessir menn
vilja það, sem þeir kalla „tveggja
flokka fyrirkomulag". Telja þeir
Sjálfstæðisfiokkinn og Kommún-
istaflokkinn eiga að skipa þau
sæti. Þessi hugsunarháttur er
ekki nýr, en hann hefur þó náð
nokkurri festu í Sjáifstæðisflokkn-
um. Það hlýtur að verða nokkuð
áhyggjuefni þeim, sem lýðræði
unna, að þessi einræðisstefna skuli
eiga nokkurt fylgi, ekki sízt vegna
þess, að hið kommúnistiska ein-
ræði sér hér leik á borði til þess að
gera gælur við skoðanabræður
sína, og kalla þá ýmsum gælunöfn-
um, svo sem „frjálslyndasta" og
„víðsýnasta“ hluta Sjálfstæðis-
flokksins. En gælunöfn nota komm
únistar jafnan um þá, er þeir
hyggjast nota.
Málflutningur Stefáns minnir
einnig ónotalega á kommúnista.
Látlaus slagorð, illgirnislegur út-
úrsnúningur, rangfærzlur og get-
sakir. Að dómi lýðræðissinna er
þessi málflutningur óheppilegur til
heilbrigðra rökræðna um Iausn við-
fangsefna og greinarmun milli
stjórnmálastefna.
Eyjólfur K. Jónsson má telja
fulltrúa þeirra fjölmörgu er fylgja
Sjálfstæðisflokknum að málum, án
þess í raun og veru að brjóta til
mergjar á hvern hátt hann ætlar
að leysa þjóðfélagsleg vandamál.
Þessir menn trúa því í bljndni, að
fylgi flokksins sé sterkt og öruggt,
og að hann geti sameinað hags-
muni og sjónarmið hinna ýmsu
stétta. Þessir menn trúa því, af því
þeim hefur verið sagt það, að hægt
sé að tryggja forréttindi auð-
manna, án þess að ganga á hlut
hinna fátæku. Að hægt sé sam-
tímis að tryggja atvinnurekendum
arð af framleiðslutækjunum og
vérkamönnunum réttláta hlutdeild
í afrakstri atvinnuveganna. Svo
bjartsýnn er þessi ungi maður, að
hann telur Sjálfstæðisflokkinn
hafa möguleika til stórra kosninga
sigra og jafnvel meirihluta á Al-
þingi, enda þótt flokkurinn hafi
nýlega tapað þingsæti við auka-
kosningar. Þessir menn trúa því,
að Ólafur Thors hafi átt frum-
kvæði að, og sé faðir nýsköpunar-
innar, vegna þess, að það féll í
hans hlut að veita þeirri stjórn
forystu og kunngera áform hennar,
sem að mörgu leyti voru knúð
fram gegn vilja Sjálfstæðisflokks-
ins. Eða hvernig heldur þessi ungi
maður, að ástatt hefði verið með
gjaldeyri til nýsköpunarinnar, ef
ekki hefði verið gengið að þeirri
kröfu Alþýðuflokksins, að 300
milljónir yrðu lagðar til hliðar af
erlendum gjaldeyri, til þess að
greiða þessi atvinnutæki ? Ætli þær
hefðu ekki annars fokið eins og
hinar? Meðan þessir mörgu menn
fást ekki til að hugsa málin, at-
huga þau og kryf ja til mergjar, en
trúa því, sem að þeim er rétt,
fylgja þeir Sjálfstæðisflokknum,
en ef augu þeirra opnast og hugs-
unin skýrist, munu vakna hjá þeim
ýmsar efasemdir.
Vilhjálm Sigurðsson má skoða
sem fulltrúa þeirra, sem viður-
kenna lýðræðið og eru reiðubúnir
að léggja fram krafta sína til þess
að verja það. Þessir menn viður-
kenna þær þjóðfélagslegu umbætur
sem gerðar hafa verið á seinustu
árum, fylgja þeim margir, og
skammast sin fyrir, að flok'kurinn
skuli áður hafa verið á móti þeim.
Þessir menn eru margir hverjir
frjálslyndir í hugsun og umræðum,
enda þótt þeir standi fast á þeirri
skoðun sinni, að kapitaliskt þjóð-
skipulag sé heppilegra heldur en
sósíalistiskt, óg vilji ekki viður-
kenna rök þess eða gagnsemi. —-
Flestir þessara manna hafa snúist
á sveif með borgaralegu frjáls-
lyndi, virða prentfrelsi og mál-
frelsi, og kjósa oftast að verja
flokk sinn með opinberum rökræð-
um. Er þá oft seilst langt til raka,
eins og t.d. þegar V.S. heldur þvi
fram í 16. tbl. Siglfirðings, að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki
verið til, þegar kosningaréttur
unga fól'ksins var í lög leiddur.
Ymsir' forustumenn Sjálfstæðis-
flokksins eru þeir sömu menn,
sem á sínum tíma, sem forystu-
menn Ihaldsflokksins, börðust
gegn þessumannréttindamáli æsk
unnar. Það var Alþ.fl., sem fylgdi
því máli fram til sigurs, en vitan-
lega fékk hann ötula liðveizlu unga
fólksins, hvar í flokki, sem það
stóð. Þannig s'kapast oft góðu máli
fylgi. Þá þora hinir flokkarnir oft
og einatt ekki annað en að veita
þeim stuðning, og vilja stundum
eigna sér þau síðar. Jafnaðarstefn-
an hefur oft verið mistúlkuð. T.d.
hefur því þráfaldlega verið haldið
fram, að allar eignir ætti að setja
í einn allsherjar sjóð, sem skipta
ætti síðan upp, jafnt til allra. —
Enginn mætti eiga neitt; ekki hús,
ekki húsgögn, engin þægindi. Nú
vita allir, að þetta er rangt. Eðli
jafnaðarstefnunnar er að byggja
upp sósíalistiskt þjóðfélag, þar
sem öllum sé tryggt öryggi gegn
skorti, ófrelsi og ánauð. Alþýðu-
flokkarnir vilja gera þetta án bylt-
inga og byggja á þeirri reynslu,
sem til staðar er. Alþýðuflokkarnir
Lítið hefir Mjölni farið fram
með sannleíkann, þrátt fyrir nýja
ritstjórann. Mjölnir, sein út kom
17. sept. s.l. flytur meðal annars
grein, sem nefnist: „Reykjavíkur-
bær segir upp samningum við
„Dagsbrún“. — Undirfyrirsögn:
Aljiýðuflokkurinn krefst grunn-
kaupslækkunar.“
I þessari grein segir nieðal
annars:
„Annar fulltrúi Alþýðuflokks-
ins og bæjarráðsmaður, Jón Axel
Pétursson, kvaddi sér hljóðs og
sagðist vera samþykkur þéssari
tillögu, því nauðsyn væri að
koma á almennri grunnkaups-
lækkun —Og enn segir í sömu
grein: „— — Jón Axel lét hins-
uegar elcki bóka neinn fyriruara
fyrir sínu atkuæði og lét ekki af
skoðun sinni um nauðsyn grunn-
kaupslækkunar, enda er hann
einn af fremstu liðsforingjum
Stefáns Jóhanns og „góður Al-
þýðuflokksmaður“ eins og suona
sinnaðir menn eru kallaðir í þeim
herbúðum. Verður þuí uarla í efa
dregið, að Jón hafi talað þarna í
um boði flokksforustnnar.“*
Svo sjúklegt er hatur komm-
únista i garð Álþýðuflokks-
manna, að þeir víla ekki fyrir
sér að fara með bláköld ósann-
indi, ef ske kynni að einhver
legði trúnað á þau, sbr. undir-
striliuð ummæli Mjölnis um af-
stöðu Alþýðuflokksmanna í bæj-
arstjórn Reykjavíkur um upp-
*) Leturbreyting hér.
vlija komast hjá því að taka frelsi
af einum til þess að veita öðrum
aukin mannréttindi og telja það
ekki neina lausn vandamálanna. —
Þessvegna fagnar Alþýðufldkkur-
inn því þegar skilningur fólksina
glæðist á umbótamálunum, sem
hann hefur barist fyrir undanfarin
ár. Alþýðuflokkurinn kvíðir því
engu, þótt hann þurfi að deila við
menn, sem hafa lýðræðið í heiðri,
og vilja berjast á móti einræði og
skoðanakúgun. Alþýðuflokkurinn
er þeirrar skoðunar, að málefni
hans séu það góð og sigurvissa
jafnréttis og frelsis það mikil, að
úrslitunum þurfi ekki að kvíða. —
Þessvegna vill Alþýðuflokkurinn,
að fólkið hugsi sjálft og taki málin
til athugunar, en .jafnframt er
honum áhyggjuefni, ef þeim vexi
fylgi, sem vilja andlega einokiux,
ófrelsi i ræðu og riti, en hyggjast
vinna fylgi skoðun sinni, með hróp-
yrðum og yfirborðshætti.
Ungur jafnaðarmaður.
sögn kaupgjaldssamninganna
við Dagsbrún. Á lævíslegan hátt
er reynt að læða jiví inn hjá
lesendum blaðsins, að jafnaðar-
menn vilji grunnkaupslækkun á
kostnað alþýðu þessa lands. —
Sannleikurinn er þessi. Er um-
ræður fóru fram í bæjarstjórn
Reykjavíkur um uppsögn samn-
inganna við Dagsbrún lögðu bæj-
arfulltrúar Alþýðuflokksins fram
ýtarlega yfirlýsingu til bókunar,
þar sem þeir gerðu grein fyrir af-
stöðu sinni.
Jón Axel Pétursson gerði grein
i'yrir afstöðu bæjarfulltrúa Áí-
þýðuflokksins til máls þessa og
kvað þá greiða atkvæði með til-
lögu borgarstjóra á grundvelli
eftirfarandi yfirlýsingar, undir-
ritaðri af honum og Helga Sæ-
mundssyni, er fundinn sátu af
hálfu Alþýðuflokksins:
„I sambandi við uppsögn Dags-
brúnarsamninganna vilja bæjar-
fulltrúar Alþýðuflokksins taka
fram eftirfarandi:
öllum hugsandi mönnum er nú
orðið ljóst, að það er lífsskilyrði
fyrir islenzku þjóðina og nauð-
syn fyrir launastéttirnar fyrst og
fremst, að dýrtíðin verði ekki
aðeins stöðvuð — heldur lækkuð
að miklum mun.
Hvorugt verður gert nema með
róttækum aðgerðum og fórnum
og þá fyrst og fremst með sparn-
aði þess opinbera og þegnanna,
aukinni framleiðslu og auknúm
útflutningi íslenzkra afurða —
(Framhald á 4. síðu)
Sýnishorn af málHutningi
kommúnista