Neisti


Neisti - 25.10.1947, Blaðsíða 3

Neisti - 25.10.1947, Blaðsíða 3
NEI S T I i 3 I AUGLÝSING nr. 18 1947 frá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara hefur Viðskiptanefndin samþykkt að gera þá breytingu á inn- kaupaheimild stofnauka nr. 13, að eftirleiðis skuli verzlunum heimilt að afhenda út á hann efni og tillegg samsvarandi því, seni þarf til þess ytri fatnaðar, sem heimilt er að selja gegn stofnauka nr. 13, fyrir alit að krónum 350.00 gegn heilum stofnauka eða krónum 175.00 gegn hálfum stofnlauka, miðað við smásöluverð- mæti, að því tilskyldu, að verzlunin geri sérstök skil á þessum stofnauka til skömmtunarskrifstofu ríkisins eða trúnaðarmanni hennar, og láti fylgja þeirri skilagrein nótu yfir hið selda efni og tillegg, kvittaða af kaupanda. . Gegn stofnauka no. 13 til sliiimmtunarskrifstofuiuiar eða trúnaðarmanni hennar, skal vera heimilt áð afhenda verzluninni sérstaka innkaupalieimild fyrir vefnaðarvörum til jafns við það smásöluverðmæti er umrædd nóta greinir, enda sé nótan tekin gild af skömmtunarskrifstofimni eða trúnaðarmönnum hennar. Reykjavík, 17. október 1947 SKÖMMTUNARSTJÖRINN AUGLÝSING nr. 17 1947 frá skömmtunarstjðra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara hefur Viðskiptanefndin samþykkt að heimila skömmtunar- skrifstofunni að gefa út skiptireiti fyrir stofnauka nr- 13, þannig, að afhentir verði tveir skiptireitir með árituninni „V2 stofnauki nr. 13-“ Skiptireiti þessa skal heimilt að afhenda hvort heldur er verzlunum eða einstaklingum, gegn skilum á stofnauka nr. 13, tvo reiti fyrir hvern stofnauka. Reykjavi'k, 17. október 1947. SKÖMMTUN ARST JÓRINN | TILKYNNING Unglingspiltur 12—14 ára, óskast til að far,a nokkrar sendiferðir daglega fyrri part dags fyrir Sjúkraliús Siglufjarðar. Upplýsingar gefur ráðskona Sjúkraliússins. BÆJARSTJÓRI MIÐSTÖÐ TIL SÖLU Ketill, ofnar og rör úr Alþýðuhúsinu til sölu. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Þróttar fyrir 31. þ.m. Nánari upplýsingar gefur Þórliallur Björnsson- Réttur áskilinn til þess að hafna eð taka tilboðum. HUSNEFNDIN Fyrirspurnir Enn um opnun m.iólkurbúðarinnar. Orðrómurinn. Þórður jíögli. I síðasta tbl. Neista birti þú bré’f frá húsmóður um opnun Hólsbúð- arinnar kl. 8,30 á morgnana. Enn- fremur ás'korun frá þér sjálfum til mjólkurbúsnefndarinnar um að verða við þessari réttmætu áskor- mi. Mjólkurbúsnefndin virðist ætla að hundsa þessa áskorun og er það illa farið. Ég er einn af þeim verka- mönnum, sem hef með mér mjólk- urbrúsann á morgnana til þess að taka hlaupin af konunni. Eg ætla að segja þér lítið dæmi um tíma þann, sem fer í það að fá mjólk- ina afgreidda í Hólsbúðinni. Það skal tekið fram, að afgreiðsla stúlknanna í búðinni er góð en þrengslin eru oft það mikil um níu leytið, að þau tefja mikið fyrir. Ég og samverkmaður minn fórum samtímis í kaffi. Ég lagði leið mína inn í mjólkurbúðina með brúsann en félagi minn hélt áfram. Þegar ég loksins fékk afgreiðslu í þrengsl unum var orðið svo áliðið, að ég mætti félaga mínum og var hann þá að 'koma úr kaffi. — Það er trú mín, að mjólkurbúsnenfdin kippi þessu í lag hið bráðasta og opni búðina kl. 8,30 f.h. Að lokum þetta. Getur þú, Þórður, upplýst mig um það, hver sé form- mjólkurbús- nefndarinnar. Verkamaður. Eins og ég sagði s'iðast er það almenn áskorun bæjarbúa, að mjólkurbúðin verði opnuð kl. 8,30 á morgnana. Form. mjólkurbús- nefndar er Gunnar Jóhannsson. Ég ætla e'kki að ræða um þetta meira að sinni, en læt mjólkurbúsnefnd- ina um það, hvort hún ætlar að verða við þessari sanngjörnu áskorun fjöldans. „Skugga Sveinn‘‘ skrifar: 1 blaðinu „Mjölni“ birtist fyrir stuttu í Bæjarpósti blaðsins pistill um orðróm, sem gengið hefir um bæinn um það, að tilraun hefir verið gerð til þess að smygla út síld. Blaðið reynir að þagga þenna orðróm niður. Af hvaða ástæðum veit ég ekki, nema ske kynni, að því væri illa við slúðursögur (!!!) Nú langar mig til þess, Þórður minn, að spjalla dálítið við þig um þetta mál Það hefur þótt æði tor- tryggilegt að stór hópur manna hafi haft nógan gjaldeyri til ferða- laga erlendis. Sumir hafa fengið gjaldeyrisleyfi en aðrir ekki þurft þeirra með, og virðast því hafa átt gjaldeyri úti. Fyrir stuttu sagði einn félagi minn mér frá því, að hann hefði unnið við út- skipun síldar að næturlagi og mikið legið við, að útskipuninni yrði lok- ið fyrir kl. 7 um morguninn vegna bilunar um borð í skipinu tókst þetta ekki. S'iðan þetta var hefur sá orðrómur breiðst út, að þarna hafi verið gerð tilraun til þess að smygla út síld, og að kært hafi verið út af þessu til bæjarfógeta. Þeim mönnum, sem tekst á annað borð að smygla út síld eignast þar auðvitað góðan gjaldeyri. En þetta er nokkuð, sem mjög þarf að taka strangt á. Þjóðin á við að búa gjaldeyrisörðugleika, og hefur ekki gjaldeyrir nema til þess að kaupa hið nauðsynlegasta. Getur þú ekki Þórður upplýst mig um eftirfar- andi: 1. Hafa ekki réttarhöld farið fram út af útskipun á síld í Trinite á dögunum. 2. Hafa þeir, sem unnu við út- skipunina ekki verið kallaðir til yfirheyrslu. 3. Er hægt að fá upplýsingar um það á hverjum forsendum kær- an var send. 4. Veizt þú, hvort nokkuð sé satt í því, að enn frekari tilraunir hafi verið gerðar til þess að smygla út síld í hálftunnum. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, en vonast eftir upplýsingum. Skugga Sveinn. Út af þessu bréfi vil ég taka fram eftirfarandi. Mál þetta, sem „Skugga Sveinn“ getur um, hefur verið 'í rannsókn, hvort henni er nú lökið veit ég ekki, en ég skal lofa „Skugga Sveini“ því, að ég skal kynna mér þetta svo sem kostur er á og segja_ frá því í pistlum mínum næst. Á öllum til- raunum til þess að afla sér er- lends gjaldeyris á ólöglegan hátt, duga nú engin vettlingatök, þetta verða yfirvöldin að athuga. Satt er það, að ýmislegt bendir til þess. að sniðugleg tilraun hafi verið gerð hér fyrir stuttu til þess að smygla út síld. Nánar í dálkum mínum næst. Sjómaður skrifar. — Þórður þögli. Nú er svo komið vegna beitu- leysis, að illmögulegt er að fá beitu í róður- Hins vegar hefur það átt sér stað 'í sumar og í haust, að hrað'frystihúsin hafa seld erlend- um skipum beitusild. Þetta finnst mér nökkuð langt gengið og ekki sýna mikinn þegnskap þeirra, sem hafa haft umráð yfir beitusíldinni. Getur þú Þórður minn, upplýst mig um það, hvernig sé hægt að koma fyrir þetta óþjóðlega háttar- lag hraðfrystihúsaeigendanna. — Ennfremur hvort hér í bæ sé engin samtök um það að ráða bót á beituleysinu. Með ~ þökk fyrir birtinguna og væntanlegar upplýs- ingar. Sjómaður á smábát. Því miður mun þetta, -sem sjó- maður talar um, um sölu beitu- síldar til Færeyinga hafa átt sér stað og er það fyrir neðan allar hellur, á sama tíma sem sigl- firzkir smábátar fá ekki beitusíld. Um samtök til þess að afla sér beitu eru mér eigi kuun, en mér finnst tími kominn til þess að eitthvað verði gert i þeim efnum.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.