Neisti


Neisti - 25.10.1947, Blaðsíða 4

Neisti - 25.10.1947, Blaðsíða 4
'tt NEISTI i ' 1 •íw ■yrfw-fqjtm'.'l'W ............... Koma togarans (Framhald landsins, drýgsta björg í bú, að minnsta kosti á hinum síðari ára- tugum, og þróunin virðist ganga í þá átt, að svo muni verða um hríð. En velmegun íbúa þessa kaup staðar má ekki eingöngu verða háð þeim atvinnuvegi, sem gert hefur Siglufjörð frægan, sem sé síldarútgerðinni. Það er of áhættu- samt, veitir ekki nægilegt öryggi. Síldarútgerðin, síldarbræðslan, síld arsöitunin, og ytfirleitt síldariðnað- urinn þarf að blómgast hér á Siglu- firði, og það þarf að skapa skil- yrði til þess að svo geti orðið, með bættum hafnarskilyrðum og aukn- ingu vatns og rafmagns- Þetta er almennt viðurkennd staðreynd og að þessu þarf að vinna. En eng- um er það ljósara er ykkur sjálf- um, borgurum bæjarins, verka- mönnum og verkakonum, hvar skórinn kreppir að. Og ég er ekki í neinum vafa um hver er ykkar skoðun á því efni. Það vantar auk- ið atvinnuöryggi með traustri at- vinnu allt árið. Síldin kemur og fer, kemur meira að segja stund- um alls ekki eða illa, en stendur í MARVIN LÁRUSSON DANARMINNIHG Föstudaginn 10. okt. s.l. var til moldar borinn Marvin Lárusson, verkamaður, Lindargötu 3. — Banamein hans var hjartaslag. Er andlát Marvins barst um bæinn setti marga hljóða, svo skjótt var Marvin kallaður burt úr þessum heirni. Þessum fátæku línum er ætlað að minnast verkamannsins, sem alltaf var boðinn og búinn til að hjálpa samferðamönnum sínum — verkamannsins, sem vann starf sitt af frábærri trúmennsku og samvizkusemi. Það fara ekki margar sögur af fáskiptum verka- mönnum. Þeir unnu störf sín í kyrrþey, en þeir vinna sín þýð- ingarmiklu störf fyrir þjóð okkar. Marvin. Lárusson var góður drengur og duglegur, hjálp samur svo af bar og ósérhlífinn og á þann liátt til fyrirmyndar. Því hverjir eiga að vera hjálp- samir og ósérhlífnir hvorir við aðra, ef ekki verkamennirnir. — Hafðu beztu þakkir fyrir við- kynninguna og samverustund- irnar, Marvin. Samverkamaður. af 1. síðu) að minnsta ‘kosti ávallt stutt við. Þessi atvinnuvegur veitir Siglfirð- ingum ekki nóg öryggi. Það þarf með einhverjum ráðum að bæta úr því. Til þess eru að mínu áliti eink- um tvær leiðir: Önnur er síldariðn- aður yfir veturinn, t.d. lýsisherzla og annar iðnaður með hert lýsi sem hráefni, svo sem sápugerð, smjörlíkisgerð o. s. frv. Hin er þorskveiðar. Fram að þessu höfum við verið eftirbátar annarra kaup- staða hvað þorskveiðar snertir. Á því þarf að verða breyting. Reynsl- an mun leiða í ljós, hvort togara- útgerð hentar okkar staðháttum. Verði sú reynsla jákvæð, þarf að halda áfram á þeirri braut. Sam- tímis þarf að efla hag smábátaút- vegsins og skapa honum aðstöðu. Með því verður dregið úr þeirri hættu á atvinnuleysi, sem yfir vof- ir að vetrinum, að óbreyttum kring umstæðum. Siglfirðingar! Við skulum vona, að skipið, sem við hyllum í dag, Elliði, verði upp- hafið að blómlegri útgerð frá Siglu firði, með auknu atvinnuöryggi. — Við skulum sameinast í þeirri ósk til handa þessu glæsilega skipi, að blessun Guðs fylgi því ávallt, hvar sem leið þess kann að liggja; að blessun Guðs fylgi ávailt þeim, sem þar eru innanborðs; að það verði gæfuríkt og farsælt, og stuðli að efnalegri velmegun þessa kaupstaðar og íbúa hans. Ég óska skipstjóra þess til ham- ingju með þennan glæsilega far- kost, sömuleiðis öðrum yfirmönn- um þess og áhöfn allri. Til hennar er borið hið fyllsta traust. Ég lýsi „Eiliða“, hjartanlega velkom- inn til heimahafnar sinnar, Siglu- fjarðar. Ég veit, að allir Siglfirð- ingar gleðjast yfir komu hans og biðja honum allrar blessunar, fiskisældar og farsældar. Verði þær bænir okkar heyrðar munu rætast þær vonir, sem við þetta skip og önnur af sömu tegund eru tengdar um bætta afkomu borgara þessa bæjar og þjóðarinnar allrar. Við móttökuathöfnina barst „Elliða“ vísa frá gömlum verka- manni, Hjálmari Kristjánssyni, sem ailir Siglfirðingar þekkja. Hún er á þessa leið: ÓSK. Þú ert í augum fagurt far, fínt að okkar dómi. Farðu heill um f jörð og mar, fylgi þér gæfan allsstaðar. 1 Önnur vísa barst „Elliða“ í sam- sætinu að Sjómannaheimilinu frá Hannesi Jónassyni. Hún.er svona: Elliða grandi ei Elli, ungur sá verði lungur sævar, mn alla æfi, aflstór í veðratafli. Horskar og haria röskar hetjur, sumar og vetur, stýri þeim stælta knerri, stafnfríðum, alla jafna. Fylgdu henni þau tilmæli höf- undar, að hagyrðingar í' bænum stigi á bak skáldfákinum og sendu bæjarstjórninni eða bæjarstjóran- um stökur í tilefni af komu Elliða. Er hér með eindregið tekið undir þessi ummæli. Það er vitað, að í bænum er allmargt ágætra hag- yrðinga. Ef nógu margar vísur bærust mætti rita þær í sérstaka bók ásamt frásögn af móttöku- hátíðinni og geyma til minja. Væri óskandi, að þeir Siglfirðingar, sem hlotið hafa skáldagáfuna að náðar- gjöf ávöxtuðu hana með þessu móti, því hér gefst alveg sérstakt tilefni. ★ TVÖ SYNISHORN AF FRÉTTAFLUTNINGI KOMMÚNISTABLAÐS Það sem einkennandi er fyrir blöð kommúnista um heim allan er hirðuleysi aðstandenda ])eirra fyrir því, sem rétt er. Mjölnir blað kommúnista hér í Siglufirði er engin undantekning. Mjölnir, sem út kom 15. og 22. okt. s.l. tekst þetta lilutverk vel. Neisti flytur lesendum sínum til gamans tvö sýnisliorn úr fyrr- nefndum blöðum, þó að fleiri séu til. Sýnishorn 1: Mjölnir 15. okt. segir m. a. í grein um útvarpsumræðurnar, er fram fóru þriðjudáginn 14. okt. sl.: „Jón Pálmason var fjarver- andi — mun hafa ncitað að fram- fylgja slíku ofbeldi — og var vindspekingurinn Ásgeir Ásgeirs- son í forsetastóli og úrskurðaði auðvitað eftir óskum stjórnar- innar.“ (Leturbr. hér) Það er þetta með úrskurð Ásgeirs Ásgeirssonar, að hann lcvað aldrei upp neinn úrskurð, því að hann er eins og almenn- ingi er kunnugt, staddur í Amer- íku á þingi Sameinuðu þjóðanna, ásamt þeim Ölafi Thors og Her- manni Jónassyni. Sýnishorn 2. Mjölnir, sem út kom 22. okt. sl. segir i grein er nefnist: „Kosn- ingasigur kommúnista í Frakk- Iandi.“ „— Úrslitin sýna mikla fylgis- aUkningu Kommúnistaf lokksins. Fékk fmnn 30,6% greiddra at- kvæða, en hafði við síðustu þing- kosningar 28%, hefir því aukið fglgi sitt um rösklega 9%“ — (Leturbr. hér). Ef þessar prósenttölur eru rétt- ar hefir Kommúnistaflokkur Frakklands bætt við sig 2,6% en til þess að sýna sem bezt „hina miklu fylgisaukningu“ kommún- istanna í Frakklandi, er fylgis- aukningin sögð „rösklega 9%“ Það er óhætt að segja um þá Mjölnismenn, að það eru karlar sem kunna sitt hlutverk. Hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Stutt svar til ,Mjölnis‘ Mjölni gengur illa að fást við þær staðreyndir, sem fulltrúar Rússa sögðu við sendinefndina, sem fór þangað austur rétt eftir áramótin, enda þessi afstaða „Mjölnis“ ekkert einsdæmi, þar sem kommúnistar hafa gert sig að viðundri í augum þjóðarinnar, fyrir heimsku sína í afurðasölumál unum. Það sem fulltrúar Rússa sögðu, að þeir sem góðir kaupmenn verzl- uðu þar sem hagkvæmast væri, er sæmilegaskynibornu fólki skiljan legt. Ennfremur það ,að verðlags- málin á íslandi væri vandi íslenzku ríkisstjórnarinnar, en ekki ráð- stjórnarinnar í Moskvu. Er þetta einnig rétt og skiljanlegt, þar sem Island er frjálst og fullvalda ríki. Um viðskiptin við Tékkóslóvakíu er það að segja, að í allt sumar hafa Tékkar ætlað að kaupa af okkur 1000 tunnur af síid og höfðu þeir útflutningsleyfi fyrir þeim '1 allt sumar. En Tékkneska stjórn- in vildi ekki veita innflutn.leyfi fyrir þeim á þeim forsendum, að verðið þótti of hátt. Við þetta bæt- ast þær staðreyndir, að íslenzka ríkið á stóra upphæð inni hjá Tékkum og vöruskipti við þá, eru okkur óhagkvæm. Þessar og aðrar staðreyndir í afurðasölum'álunum veit alþjóð, en nátttröllin, sem skrifa Mjölni, þykj ast ekkert vita. Þjóðin bíður þess með óþreyju, að fá að gera upp við þessi tröll íslenzkra stjórn- mála. F.UJ-félagar! Tafl og spilafundur, fimmtudag- inn 30. okt. n.k. kl. 8,30 e. h. — Aðalgötu 22 (Skrifstofu Alþýðufl). — Takið með ykkur töfl og spil.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.