Neisti - 28.11.1947, Blaðsíða 3
LEYNIHEItDEILDIN
En það er ekki nóg með það, að
kommúnistarnir telji á byltingar-
tímunum óhjálkvæmilegt að vernda
það frelsi, sem þeir þykjast játa
trú s'ína á, með því að kúga það.
Á alla baráttutælkni kommúnist-
anna hefur sem sé þessi kenning
þeirra hin mestu áhrif, hún stjórn-
ar aðferðum þeim, sem þeir beita
við að ná völdunum í auðvalds-
þjóðskipulagi'pg framkomu þeirra
þar sem þeim hefur tekizt slík
valdataka. Það er vart hægt að
ý;kja þá iðni og þann dugnað, sem
kommúnistar sýna við áróðurs-
starfið. Það eru engu líkara en
þeir séu gagnteknir af hugarfari
krossfaranna, sem geisast fram
gegn fylkingum heiðingjanna. En
hið samsæriskennda hugarfar
þeirra þroskar með þeim eigin-
leika, sem grípur þá stöðugt sterk-
ari tökum: Þeim finnst þeir ávallt
standa andspænis ósýnilegum
óvini, harðvítugum og tillitslaus-
um, sem fyrr eða síðar óhjálkvæmi-
lega vérður að leggja til úrslita-
orrustu við. Og þessi óvinur skýli
sér bak við hina lýðræðissinnuðu
vinstri flokka. Að baki þeirra bú-
ist þessi óvinur til þeirrar orrustu.
Þessvegna sé kommúnistum
óhjákvæmilegt að eyðileggja ein-
mitt þá sömu flokka, sem þeir
þykjast leita samvinnu við, og
búast í þeirra eigin vígjum til úr-
slitaorrustunnar. Til þess að slík
eyðilegging verði möguleg verða
kommúnistarnir með vörunum að
játast vera eitt með þeim; þykjast
hollir þeirra stefnu, þykjast fúsir
til að hlýða lögum þeirra og regl-
um; þykjast fúsir til að hlýta
þeirra forystu. En það eð hinir
lýðræðissinnuðu flokkar eru nú
samkvæmt kenningum, sem í aug-
um kommúnistanna eru falslkenn-
ingar, megi þeir samtímis neita að
hlýða lögum þeirra, nema á yfir-
borðinu, og gera allt, sem í þeirra
valdi stendur til að gera þá for-
ystumenn tortryggilega, sem þeir
þykjast hafa svarizt í trúnað við,
og þegar slíku moldvörpustarfi
hefur nógu lengi verið haldið
áfram og jarðvegurinn undirbúinn,
reyna þeir við fyrsta tækifæri að
ná undir sig völdum þeirra for-
ystumanna, sem þeir þykjast hafa
svarið hollustu.'
Þeir hegða sér eins og leyniher-
deild falllilífarm,anna innan sama
herflokksins, þar sem allir hafa
undirgengist sama agann. Þeir
starfa leynilega fyrir sínum eigin
stefnumiðum. Þeir hlýta innbyrðis
reglum, sem eru gjörólíkar þeim,
sem gilda fyrir aðra en meðlimi
4. grein
EILDIN
leyniherdeildarinnar. Þeir eru
skipulagðir til s'amsæris, og æðsta
ósk þeirra er elkki sú, að til for-
ystunnar veljist hinir traustustu
menn, svo takmarki sós’íalismans
verði náð. Takmark kommúnist-
anna í þeim flokkum, sem þeir
óska, að nota í sína þágu, er að fá
þá menn í áhrifaaðstöðu, sem þeir
mega treýsta á gegnum þykkt og
' þunnt, sem hlýða þeim í blindri
undirgefni. Andstæðan milli yfir-
varpsins og tilgangsins gerir þá
fúsa til að fórna sérhverju tilliti
til sannleika og hverjum votti af
siðferðilega viðurkenndu fram-
ferði, einungis ef þeir halda, að
þeir með því geti náð aðstöðu, sem
styrki vígstöðuna fyrir framtíð-
ina. Af meðlimum s'inum krefjast
þeir algjörrar og auðsveiprar fórn-
ar á því, sem samvizka heitir, ef
sjálfu takmarkinu kann að vera
hagur að. Neiti einhver að hlýða,
er það næg sönnun þess, að hann
sé uppreisnargjarn og hættulegur
málstaðnum. Hans bíður ek’kert
annað en útskúfun úr samfélagi
hinna trúuðu.
SIÐFRÆÐI KOMMÚNISTANNA
Hér er fyllilega rökréttur hugs-
unarháttur á bak við. Ef frelsi og
lýðræði er óhugsandi nema í sósíal-
istisku þjóðfélagi, ef slíkt þjóð-
félag verður einungis stofnað
með blóðugu ofbeldi, þar
sem verkálýðurinn tekur völdin og
kemur, á alræði öreiganna, þá
hvorki geta né vilja kommúnist-
arnir náð því mahki, nema éftir
' leiðum, sem þeir hafa sjálfir trú
| á. Þetta skýrir hin kyndugu banda
lög, sem kommúnistarnir stofna
stundum til, hinar undarlegu
{ sveiflur í stefnu þeirra, tvískinn-
unginn, sem þeir eru svo marg-
frægir fyrir, og fyrst rök sögunn-
ar benda til þess, hvernig fram-
tíðarþróunin verður 'i stórum drátt
um (þótt leiðirnar kunni að vera
óljósar) þá eiga kommúnistarnir,
þegar þeir hyggjast þjóna mál-
staðnum, einkar auðvelt með að
réttlæta í eigin augum framkomu,
sem þeir réttilega myndu fordæma
harðlega ef aðrir ættu í hlut.
Söguskoðun kommúnistanna
gefur þeim rétt til að leggja
annan mælilivarða á hegðun
sína en á hegðun annarra. Þeir
gefa sjálfum sér leyfi að semja
víðtæka og flókna skýringu á,
hvað sé rétt og hvað sé rangt,
og gefa sjálfum sér rétt til að
gera samninga, eða taka á sig
skuldbindingar, sem þeir geti
brotið hvenær sem er, aðeins ef
málstaður þeirra krefst.
Geri maður sér grein fyrir fram-
kvæmdinni á alræði öreiganna og
því harðræði, sem í kjölfar þess
fylgir, þarf enginn um þetta að
efast. Þv'i hversu gagnlega lær-.
dóma sem verkalýðurinn fær- af
byltingarstarfseminni, þá er nú
eigi að síður óhjákvæmilegt til við-
halds lífinu, að tekið verði til fram-
leiðandi starfa. En skipulágning
þeirra starfa er ekki öllum hent-
Hún er á alltof fárra færi. Alltof
mar«ga vantar til þess nauðsynleg-
an viljafcraft. Þessvegna verður
það „flok;kurinn“, sem hlýtur að
taka forystuna undir alræði ör-
eiganna. Það er einmitt forystan,
sem ríkt hefur frá tímum október-
byltingarinnar; ekki einn einasti
flokkur hefur nokkru sinni fengið
að rísa gegn hinum rússnesíka
kommúnistaflokki. Hann hefur
ráðið yfir öllum stöðum í stjórn-
arkerfinu. Hann hefur haft yfir-
stjórn blaða og allra annarra á-
róðurstækja. Hann hefur stjórnað
hernum, lögreglunni o-g verkalýðs-
hreyfingunni. Hann hefur haft
yfirráð yfir dómstólunum. Komm-
únistaflokkur Rússlands hefur í
einu orði sagt verið stjórn lands-
ins, og hann hefur notað ríkis-
valdið á þann hátt, að hið lítilf jör-
legasta frávik frá hinni fyrirslkip-
uðu stefnu ber ekki einungis að
skoða sem gagnrýni á flokkinn,
sem drottnað hefur í fjórðung
aldar; hvert einasta frávik hefur
verið skoðað sem samsæri gegn
ríkisvaldinu og hegningin farið þar
eftir.
Þetta er ástæðan til að komm-
únistarnir rússnesiku hafa í hendi
sinni leynilögreglu, sem allt frá
tímum keisarans hefur haft gífur-
le«g áhrif á líf hins rússneska borg-
ora. Enginn, sem þekkir Rússland,
efast um það eitt augnablik, að
hinir almennu borgarar þjóðfélags-
Þann 10. nóv. s.l. átti Stúkan
Framsókn nr. 187 25 ára starfs-
afmæli. I blaði templara hér í
Siglufirði, er út kom 10. nóv., er
ýtarlegar skýrt frá stofnun stúk-
unnar og hinum margvislegu
menningarmálum, sem stúkan
hefir starfað að síðastliðin 25 ára.
Laugard. 22. nóv. s.l. minntist
stúkan afmælisins með virðu-
legu hófi í húsi sínu. Andrés
Hafliðason, einn af elztu templ-
urum þessa hæjar stjórnaði sam-
ins, menn og konur lifi auðugra
lífi á margan hátt, og 'hafi fleiri
möguleika og finni til þess alveg
greinilega, að hinn nýi heimur tek-
ur þeim gamla fram. En enginn
getur heldur efast um, að hið
raunverulega vald í kommúnista-
flokknum er samanþjappaður, lítill
hópur manna, sem ráða stefnunni.
Þetta er ástæðan til að „habeas
corpus“ fyrirfinnast ekki í Sovét-
ríkjúnum,* lög, sem veita einstakl-
ingnum ákveðið öryggi.
Þeir, sem sköpuðu októberbylt-
inguna, voru atvinnubyltingar-
menn, sem hrifsuðu til sín ríikis-
valdið með vel skipulögðu átaki.
Þeir stofnuðu ekki alræði lýðsins,
sem Marx og Engels skrifuðu um,
en í stað þess flokkseinræði, sem
hmgað til hefur sýnt heldur lítinn
áhuga fyrir pólitísku frelsi. Með
stjórnarskránni frá 1936 er hið
ytra stjórnarform lýðveldi. En
stjórnarskráin er aðeins yfirvarp-
Að balki henni heldur flokkurinn,
sem öll völdin hefur og enginn
þorir að óhlýðnast, áfram að setja
reglurnar fyrir, hvað þegnarnir
megi o«g hvað þeir megi ekki.
Framhald.
* Með stjórnarskrárbreytingu
hafa rússneskir þegnar nú
fengið „habeas corpus“, nokkr-
um mánuðum eftir að ritgerð
þessi var skrifuð. Er þess
skemmst að minnast, að íslenzk-
ir kommúnistar urðu að athlægi
í því sambandi með því að aug-
lýsa fávizku sína. Þeir gerðu
hið mesta veður af því, og átti
það að vera til marks um rúss-
nesku dýrðina, að þegnar Stal-
ins hefðu, að því er virtist þeir
fyrstu af dauðlegum mannver-
um, fengið þessi mannréttindi.
Mesti glansinn fór af fréttinni,
þegar það upplýstist, að þjóðir
Vestur-Evrópu höfðu átt
þessi réttindi (skilyrðislausa
heimtingu á rannsókn hlutlauss
dómstóls í tilfelli af handtöku
•þegns) öldum saman áður en
Stálin þóknaðist að skammta
þau. Englendingar hafa t.d. átt
þennan rétt allt frá árinu 1215,
þegar hin fræga lögbók þeirra
„Magna Carta“ varð til.
kvæminu. Jón Kjartansson rakti
sögu stúkunnar; Hélgi Ásgríms-
son, núverandi Æ.T. lýsti heiðurs-
kjöri stúkunnar og afhenti Hann-
esi Jónassyni og systrunum
Guðrúnu og Þóru, Jónsdætrum
heiðursskjöl stúkunnar fyrir
mikið og gott starf. Aður liöfðu
þau hjónin Barði Barðason og
Ingibjörg Þorleifsdóttir verið
kjörin heiðursfélagar stúkunnar,
en þau voru meðal stofnenda
(Framhald á 4. síðu).
Þýðandinn.
STOKAK FRAHSÖKN nr. 187 25 ARA
10. nóvember 1922 — 10. nóvember 1947