Neisti


Neisti - 23.12.1947, Blaðsíða 1

Neisti - 23.12.1947, Blaðsíða 1
Afmælisrit Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í tilefni af 20 ára afmæli félagsins, fæst á skrifstofu Alþýðuflokksins. Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 26. tbl. Þriðjudaginn 23. des. 1947. 15. árgangur. Enn á ný - Enn á ný kveður friðarhugsjón jólahátíðarinnar sér hljóðs í hjörtum mannanna barna. Enn á ný tendra börnin litlu jólaljósin sín, tákn lotningarinnar fyrir höfðingja friðarins. Enn á ný leggja flestar stritandi hendur frá sér verkfœrin og hvílast, rétta úr þreyttum bökunum, láta þreytuna líða úr lúnum limum. Enn á ný berst hljómur jólaklukknanna út í frost- kalt húm hins nyrzta norðurs og syðsta suðurs, út yfir sólbrunnar auðnir og svöl úthöfin. Enn á ný brœða minningar bernskuáranna klak- ann, sem hörð lífsbarátta, sjúkdómar og sorgir ef til vill hafa lilaðið að hjartanu, og allir verða bórn á ný. Enn á ný fagna ungir sem gamlir komu jólanna. Hversvegna? Vegna þess, að meðan friðarboðskapur jólanna megnar að gera alla að börnum á ný, er enn von um sigur þess góða yfir hinu illa. Vegna þess, að meðan litlu jólaljósin eru kveikt, er enn von um sigur Ijóssins yfir myrkrinu. Vegna þess, að meðan mennirnir gefa sér tóm til að hlýða á jólaboðskapinn, er von um að hið góða nái yfirhöndinni í sálum þeirra. Vegna þess, að meðan jólin megna að brœða klak- ann úr hjörtum mannanna, er enn von um sigur sólskinsins yfir kuldanum. Vegna þess, að meðan jólagjafir eru gefnar, verð- ur kœrleikur, hið göfugasta í heimi, auðsýndur ná- unganum, þótt ekki séu jól. Vegna þess, að meðan jólin fá menn til að gefa sér tíma til hvíldar, tíma til að hugsa um annað en kalt efnið, er von til þess, að ekki verði alveg hœtt að huga að hinu eina nauðsynlega. Hátíð friðarins fer í hönd. En hvar ríkir friður?, Ekki í hugum þeirra, sem þjóðirnar senda til alþjóða- ráðstefna um vandamálin. Þar er ekki friðvœnlegt. Ekki heldur þar, sem svokallaðar kristnar þjóðir berjast leynt og Ijóst stöðugri baráttu um heims- yfirráð, fyrir eigin hagsmunum, að yfirdrottnun. Ekki er heldur friðvœnlegt þar, sem þröngsýni, óbil- girni og öfgar ráða orðum manna og gerðum, hvar sem slíkt kemur fram, og ekki verða áhrif þessa hvað sízt slœm, ef slíkt kemur fram í opinberu lífi. Mennirnir eru breyskir, en þeir geta sem betur fer lœrt. / því trausti, að boðskapur jólanna, boðskapur friðarins og kœrleikans, megni að faera menn nœr því fagra en fjœr því illa, að hvert árið, seiti líður, fjarlœgi smátt og smátt þau öfl, er öllu góðu spilla, en mannkynið vaxi stöðugt til vizku og þroska, í því trausti að hugsjónir beztu manna um friðar- ríki á jörð verði að veruleika, óskum við hvert öðru GLEÐILEGRA JÓLA

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.