Neisti


Neisti - 12.08.1949, Blaðsíða 2

Neisti - 12.08.1949, Blaðsíða 2
3 NEISTI Rökþrota Framróknar unglingi svarað 19MB I -NEISTI- | VIKUBLAÐ Crtgefandi: Alþýðufl.fél. Sigluf j. Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSON Áskriftagjald kr. 20,00 árg. — Gjalddagi blaðsins er 1. júlí Afgr. bl. er í Aðalgötu 22 'rrr^rNrrrvrrrsrrrNrrrrsrrrvrvrrrrsrrsrrsrrrvrr Hvorki kommúnisti né ihaldsmaður Það er almennt vitað I bæmim, að síðan Aage Schiöth tók við formennsku íhaldsins hér og hr. „Bróðir“ varð hinn „andlegi fóður- meistari“ þess hefur íhaldið alltaf verið að tapa. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ins þeir Pétur Bjömsson, EgiII Stefánsson og varaf ulltrúi Páll Erl- endsson hafa starfað með ágætum í bæjarstjóminni, enda eru Jæir að mörgu leyti ágætir menn, sem gott er að hafa samráð við. Þrátt fyrir ábyrgð þessara bæjarfulltrúa í mál efnum bæjarins hefur „Siglfirðing- ur“ stöðugt verið að svívirða bæj- arstjórnina og hafa þessir bæjar- fulltrúar ekki verið imdanskildir. Þetta sýnir vel að sundrunginn í Sjálfstæðisflokknum heldur áfram. Atkvæðatala Sjálfstæðisflokksins hér mun því við næstu kosningar aldrei fara yfir 300 atkv. Nú er vitað mál, að Áki heíur tapað hér stórlega fylgi síðan 1946. Baráttan um þingsætið mun því verða á milli jafnaðarmanna og kommúnista. — Á baJk við þingmannsefni Alþýðu- flokksins, Erlend Þorsteinsson, stendur óskippt flokksfélag. Á bak við Erlend Þorsteinsson stendur fjölmennasta sósíalistíska æsku- lýðsfélagið í bænum, Félag ungra Jaifnaðarmanna. Á bak við Erlend Þorsteinsson stendur hópur af frjálslýndum kjósendum er fyrir- líta eimræðis- og kúgunarstefnu kommúnista og eru hatrammir and stæðingar íhaldsins. Þessi samtök munu nú hef ja baráttu fyrir kosn- ingu þingmannsefnis jafnaðarm. — ílialdið kemur ekki til greina með sín 300 atkvæði. Baráttan er við kommúnista. Fram til baráttu Alþýðuflokks- fólk. Fram til baráttu ungir jafn- aðarmenn. Frjálslyndir menn í Siglufirði mimu styðja jafnaðar- menn í þeirri baráttu, að næsti þingmaður Siglfirðinga verði jafn- aðarmaðurinn Erlendur Þorsteinsson TIL LESENDA! Nokkuð efni verður að bíða næsta blaðs, þar á meðal grein, er néfnist „Hvað skilur Jafnaðarmenn og kommúnista?“ 1 26. tbl. Neista var ifrá því skýrt, að „Einherji“ hefði fengið „sendingu“ frá Reykjavík, og væri það framsóknarunglingur að nafni Skúi Benediktsson. Drengur þessi hefur verið áll ráðamikill við blaðið síðan. Neisti veitti fram- sóknarsnáða þessum nokkrar ákúr ur fyrir óvandaðan málaflutning, þar sem hann hafði lagt St. Jóh. St., form. Alþýðuflokksins, orð í munn, er hann hafði aldrei viðhaft, og farið með ýmsar bábyljur inn Alþýðuflokkinn, eins og þær, að hamn væri „hægri flokkur“ og ,, auðvaldsf lokkur ‘ ‘. Nú er kunnugra en frá þurfi að greina, að upp á síðkastið hafa borgaraflokkarnir í ríkisstjórninni — framsókn og íhaldið — viljað hvað eftir annað ganga á rétt al- þýðunnar í landinu, en Alþýðu- tflokknum hefur hingað til tekizt að koma í veg fyrir þetta ger- ræði íhalds og framsóknar. Þetta veit allur almenningur, og er þvi reyndar óþarfi að svara Fram- sóknarunglingnum frekar, er hann hyggst að sverta Alþýðuflokkinn, vegna stjómarforustunnar i ríkis- stjórninni. Ennfremur veit íslenzk alþýða, að bjargráð Framsóknar- flokksins hefur verið lögfesting kaups og hækkandi verð á land- búnaðarvörum, og er aðabnaður þessarar stefnu einræðissinninn, Hermann Jónasson. Alþýðufiokk- urinn þarf áreiðanlega ekki að ótt- ast Framsókn eða rithöfunda hennar. Hinsvegar er það á'kaflega leiðin- iegt fyrir málsvara Framsóknar að þurfa.í málefnaundanhaldi sínu, að grípa til þeirra ráða, að gera andstæðingum sínum upp orð, er þeir hafa aldrei umhaft, eins og framsóknarunglingurinn við Ein- herja hefur -látið henta sig. Neisti stimplaði ummæli Skúla Benedikts- sonar, er hann hafði eftir Stefáni Jóhanni strax ósönn. Ástæðan til þess var sú, að framsóknarungl- ingurinn hefði áreiðanlega veríð ibúinn að „slá“ þessu upp í ungl- ingasíðu „Tímans“, eða láta vimun símun, kommúnistum, þessar upp- lýsingar í té. Neisti hefur snúið sér til Stefáns Jóhanns, og innt hann eftir nánari upplýsingum þessu viðvikjandi, og fengið eftirfarandi skeyti frá honum: „Þótt ekki þurfi framtaka, þykir mér rétt eftir beiðni að upplýsa, að ég hefi- hvorki á samkomu alþýðuflokksstúdenta 1945, né endranær ummælt, að „nafnið á Alþýðuflokknum fældi marga kjósendur frá flok'knum, eða, „að enginn vilji nú heita alþýðumaður“. Stefán Jóh. Stefánsson Þetta skeyti form. Alþýðuflokks ins ætti að nægja til þess að sýna, hvemig framsóknarimglingurinn, sem skrifar „Einherja“, hagar málflutningi sínum, þegar forastu- menn jafnaðarmanna eiga í hlut. 1 s'iðasta tbl. Einherja kvartar Frams.unglingurinn sáran yfir því, að „Neisti“ hafi verið með „ósannindi og firrur um sig per- sónulega.“ Aumingja Skúli. Hver voru nú þessi persónuheit Neista. Jú, það er sagt, að hann tilheyri „Hermanns-armi Framsóknar- flokksins“. Heldur þessi brjóstum- kennanlegi framsóknarunglingur, að alþjóð hafi igleymt samstöðu hans við kommúnista, er pólitísku æskulýðsfélögin í Reykjavík ræddu 'í vetur rnn Atlanzhafsbandalagið í Austurbæjarb'íó. Þá var enginn munur á ræðu Skúa Benediktsson- ar og kommúnistanna, og er fram- sóknarunglingurinn varð rökþrota, þóttist þetta ólánssama ungmenni vera þess umkominn að svívirða annan ræðumann ungra jafnaðar- manna, með því, að hann hafi verið „kúasmali austur í Flóa“. Sýnir þetta bezt innræti piltsins, er hann hyggst sv'ivirða andstæð- ing sinn með þvi, að hann hafi unnið sveitastörf. Einkennilegur málsvari fólksins í sveitunmn. Neisti þarf ekki að hafa þessi orð sín lengri til Skúla Benedikts- sonar. Öll hans pólitiska saga minnir helzt á eðli kamelljónsins, en það hefur þann eiginleika að geta skipt um lit eftir umhverfinu. Neista finnst a'lveg sjálfsagt að Skúli Ben. haldi áfram ^ð skrifa í Eihherja. Hann er verðugur mál- svari Framsóknar. i Hvað vill Framsókn? (Framh. af 1. síðu). ganið að hornsteini. En sú al- ■ ræmda skömmtun hélt ég að væri orðin nógu óvinsæl, til þess að allir vildu losna við hana sem fyrst, og finnst mér það heppilegra en að setja allt verzlunarfyrirkomulag landsins 'í það fen. Þegar eftir kosningar mun Fram sóknarflokkurinn sjá sér leik á borði með að koma fram með gengislækkunarfrumvarp, því vel veit hann, að fátt er íhaldinu ljúf- ara en að styðja það nú þegar ef ekki væru kosn. á næstu grösum. Eg fæ ekkert séð ótrúlegt við þann gang málanna, því við vitum öll, að ráðamönnum beggja flokka væri þetta kærkomið. Rökrétt væri af þessu að álykta það, að tflokkariíir fylgdu vel eftir sigrinum, þ.e.a.s. r auðvald til sveita og sjávar, Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn skriðu 'í eina kærleiks- sæng í nýja ríkisstjórn og nytu þess að sjá alþýðu landsins stynja í helgreipum þeirra. Þá hefði sú ósk ræzt, sem átti að rætast með gengislækkuninni s'iðast, gerðar- dómslögunum eða kröfum Fram- sóknarflokksins 1942, er þeir f kröfðust skerðingar á launum allra launþega í landinu. Við mun- um líka öll afstöðu Framsóknar- flokksins til nýsköpunarinnar, þegar fjármálaspekingur þessa flokks vildi fremur eyða innistæð- um íslendinga erlendis til kaupa á enskum ríkisskuldabréfum en nota þær til nýsköpunar atvinnuveg- anna í landinu. Annað hvort skyldi i kalkað bændaafturhaldið ekki, að auður er ekki sparifjárinnstæður, heldur arðbær atvinnutæki, eða þarna var einn liður til að skapa atvinnuleysi hjá verkalýðnum og neyð með þjóðinni allri. Mikil væri dýrð Framsóknar, ef hún gæti bægt vandanum frá dyrum auð- valdsins með því að þyngja klyf j- arnar á verkalýðnum, en er það T ékki einmitt það, sem að er stefnt ? B. N. ÞAKKARORÐ: Stjórnendur Knattspyrnufélags Siglufjarðar, siglfirzkir íþróttamenn og vinir! Innilegustii þakkir mínar til gkkar allra fgrir liðna tíma, trgggð og vináttu og þunn hinn mikla heiður og velvild, er þið auðsgnduð mér á fertugsafmæli mínu. — Guð blessi göfugt starf gkkar. Siglufirði, 8. ágúst 1949. BJORN JÓNSSON, FIRÐI HOS TIL SÖLU Húseign min, Hólavegur 23, er til sölu. — íbúðin getur verið laus 1. október n. k. — Nánari upplýsingar gefur Hjörieifur Magn- ússon, Hjólaveg 25, eftir kl. 8 á kvöldin. . i Ari Bjarnason.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.