Neisti - 18.12.1951, Qupperneq 1
t
T
Nokkur orð um för sendinefndar
Siglufjarðar til Reykjavíkur
Nefnd sú, er fór til Reykjavík-
ur á vegum bæjarstjórnarinnar, til
að vinna að hagsmunamálum
Siglufjarðarkaupstaðar, kom heim
hinn 7. þessa mánaðar. Hafði þá
nefndin dvalið í Reykjavík tæpa
tvo mánuði. Ætla mætti, miðað
við þann tima, sem förin tók,
hefði árangur orðið góður. En á
það skal enginn dómur lagður
hér, enda ekki til fulls úr því
skorið enn. Sumt af þeim málum,
sem nefndinni var falið að vinna
að, þurftu að fara fyrir Alþingi,
og þar sem atkvæðagreiðsla um
fjárlögin fer ebki fram fyrr en í
þessari viku, fæst ekki enn séð
hvern enda þau hljóta, þó allir
voni hið bezta, enda gerði nefndin
sitt bezta til að tryggja framgang
þeirra. Hitt er svo á valdi þings
og stjórnar hvaða skiining þessir
aðilar leggja á það ástand, sem
hér ríkir. Hvort þeir vilja veita
Siglfirðingum hjálparhönd til að
byggja upp atvinnulífið, og gera
þeim kleift að lifa mannsæmandi
lífi af sinni eigin framleiðslu, eða
hvort sú verstöðvarhugmynd, sem
skotið hefir upp kollinum hjá ein-
staka mönnum á að flæma menn
frá eignum og átthögum, og knýja
þá til að leita til hinnar yfirfylltu
höfuðborgar.
Mér finnst rétt að skýra frá því
hvað áunnizt hefir.
Bæjarstjórnin gerði á sínum
tíma ákveðnar samþykktir, sem
nefndin skyldi freista að koma í
framkvæmd.
I fyrsta lagi, að komið yrði
á fót hraðfrystihúsi hér á staðn-
um, á vegum SjR. NefndinJ lagði
ríka áherzlu á að koma þessu máli
fram, með tilliti til þess, að hér
var um lífrænan atvinnurekstur
að ræða; rekstur, sem gerði tvennt
í senn, skapaði útflutningsverð-
mæti, og veitti jafnframt mörgu
fólki atvinnu. Verksmiðjustjórn
samþykkti með öllum atkv. þetta
sjónarmið bæjarstjórnarinnar, og
fór fram á við ríkisstjórnina, að
hún fengi lagaheimilid. hjá þing-
inu handa stjórn S.R., að hún
mætti leggja út í þennan rekstur.
Jafnframt yrði á fjárlögum áætl-
að fé til að koma þessu upp. —
Ríkisstjórnin virtist hafa skilning
á nauðsyn þessa, en ýmislegt, sem
ekki verður gert að umtalsefni í
þetta sinn, varð til að tefja málið,
og það var ekki fyrr, en daginn
áður en nefndin fór frá Reykja-
vík, að ótvírætt loforð fékkst frá
ríkisstjóminni um að þessarar
heimildar skyldi aflað hjá þing-
inu. Eins og nú standa saikir er
fyllsta yon til að þetta nái frain
að ganga, og er með því lagður
grundvöllur að uppbyggingu nýs
atvinnuvegar í stórum stíl, sem
ætti að einhverju leyti að koma í
stað þess, sem nú er við það að
hrynja í rúst vegna síldarleysis
s.l. ár.
Annað atriðið var um aukið
tunnusmíði. Erfiðleikar munu
hafa verið á að útvega efni, en
ríkisstjórn tók af velvilja og skiln-
ingi á málinu, og lofaði að athuga
möguleika á að fá meira efni
næsta vetur. Hitt er aftur á móti
,lítt skiljanlegt, að ekki skuli vera
smíðað úr því efni, sem þegar er
komið á staðinn, eða ef eitthvað
vantar til smíðanna, skuli ekki í
tíma, vera gerðar ráðstafanir til
,að fá það, sem vantar, og verður
það að skrifast á reikning þeirra,
sem um framkvæmdirnar eiga að
sjá.
I þriðja lagi um fjárhagslega
aðstoð til að bæta að einhverju
leyti úr því neyðarástandi, sem nú
ríkir.
a) Til stofnunar og reksturs
samvinnufélags um bátaútgerð.
Nefndin athugaði um möguleika
á útvegun nothæfra báta með
hentugum greiðsluskilyrðum. —
Reynslan varð sú, að allir þeir
bátar, sem möguleikar voru á að
fá voru gamlir eða að öðru leyti
óhæfir til þorskveiða fyrir Norður-
landi. Athugun þessi heldur áfram
og mun bæjarstjórn taka málið í
sínar hendur. Eitthvað af tilboð-
um mun hafa borizt síðan nefndin
kom heim.
b) Til framkvæmda á innri höfn-
jnni. Á fjárlögum 1952 hafði verið
áætlað 100 þúsund krónur. Sú
upphæð var greidd samkvæmt til-
lögu vitamálastjóra, skömmu eftir
að nefndin kom suður, og' hefir
sem kunnugt er verið unnið fyrir
hana að einhverju leyti. Þessu til
viðbótar samþykkti ríkisstjórnin,
isamkv. tillögu fjármálaráðherra,
að láta í höfnina 150 þús. kr. Sú
upphæð mun væntanleg á næst-
íunni. Hvort það verður reiknað
sem framlag til hafnarinnar, eða
lán til bæjarsjóðs, er ekki út-
kljáð enn.
c) Til flóðvarnargarðs norðan
Siglufjarðareyrar. Fjárveitinga-
nefnd var skrifað um málið af
þingmanni kjördæmisins, þar
sem farið var fram á 100 þúsund
kr. á fjárlögum í því skyni, gegn
sama framlagi frá bænum. Tillaga
þessi kemur nú til atkvæða við
3. umræðu fjárlaganna og gefst
mönnum kostur á að fylgjast með
afgreiðslu hennar þar.
d) Til ræktunarframkvæmda og
landbrots. Það mál er í athugun,
og sama má segja um vatnsveitu-
framkvæmdir. í sambandi við þær
kom fram sú skoðun hjá ríkis-
stjórninni, að heppilegast mundi
að hafa um þær samráð við stjórn
S.R.
I þriðja 'lagi um rekstrarfé
handa Bæjarútgerð Siglufjarðar-
kaupstaðar. Þrátt fyrir allmikla
erfiðleika í sambandi við lánsfé
til útgerðarinnar tókst að útvega
600 þús. kr. lán hjá Útvegsbanka
íslands, sem tryggt er með 3.
(veðrétti í Elliða, og hluta útgerð-
arinnar til björgunarlauna m.s.
Adruity. Það var öllum ljóst, að
þetta var engan veginn nægjan-
legt, meðal annars með tilliti til
þess ,að viðgerð Elliða mun hafa
verið um V2 milljón, en meira var
ekki hægt að fá. Fjárfestingin
virðist vera svo mikil, að við ligg-
ur, að framleiðslutækin stöðvist
vegna þess.
1 fimmta lagi. Aflétting veð-
banda vegna Skeiðsfossvirkjunar-
innar, og afborgun afvéla til Bret-
landlands að upphæð 7000 £. Lán-
beiðnin fékkst, en veðsetningin
heldur áfram. Má vera, að það sé
meðal ánnars orsök þess, að henni
fæst ekki aflétt, að stöðugt hækk-
ar skuld rafveitunnar hjá ríkis-
sjóði, og mun nú komin á 5. millj.
þarf að stefna markvist að því
að rafveitan hafi í framtíðinni
allar sínar tekjur handbærar, og
mun hún þá sjálf geta staðið
straum af vöj.tum og afborgun-
um lána. Þegar hún getur það, er
kominn tími til að krefjast aflétt-
ing veðbanda vegna hennar, með
tilliti til breytt gengis og verð-
hækkunar fasteigna frá því hún
var byggð.
1 sjötta lagi: Flugvallargerð í
Siglufirði.
Flugmálastjóri óskaði eftir
frestun á þeirri athugun þar til í
vor, og lofaði að framkvæma hana
þá. Treystist nefndin ekki til að
gera frekari kröfur í því máli.
Þá var rætt um ýms önnur mál
við þingmenn 0g ríkisstjórn.
a) Um gæzluskip fyrir Norður-
landi yfir vetrarmánuðina.
Fyrir Alþingi liggur nú tillaga
flutt af fjórum þingmönnum, ein-
um frá hverjum flokki. Afgreiðsla
þeirrar tillögu verður nú brátt
kunn, en nefndin reyndi að
tryggja framgang hennar svo sem
unnt var.
b) Framlag til landsímans
vegna næturvörzlu á símstöðinni
á Siglufirði að upphæð 20 þús.
c) Heitavatnsrannsóknir í landi
bæjarins kr, 10 þúsund,
S i g 11 i r ð 1 n g a r.
Hefi opnað hárgreiðslustofu að
Suðurgötu 8, upp'.
Gunnlaug Jónsdóttir.
LEIKFÖNG
Mikið úrval af leikföngum
Eldri leikföng seld fyrir hálfvirði.
Verzlun G. Rögnvalds
Báðar þessar tillögur verða
fluttar sem breytingartillögur við
íjárlögin, hvernig sem fer með
þingmeirihluta fyrir þeim. Þá vil
ég að lokum minnast aðeins á
bæjarstjórafundinn, sem af-
greiddi ýmis mál til hagsbóta fyrir
bæjarfélögin og bæjarstjórinn
vann mikið að. Eitt þeirra, sölu-
skatturinn, hefir þegar orðið all-
mikið átakamál innan þingsins,
hversu sem fer um endanlega af-
greiðslu þess.
Að lokum þetta. Eg held, að
nefndin öll, og þá sérstaklega bæj-
arstjóri, sem að vísu hafði bezta
aðstöðuna til þess, hafi unnið að
þessum málum eftir beztu getu, en
þegar um slík mál er að ræða og
þarf að leysa, sem nefndin átti að
vinna að, verður margur þrösk-
uldurinn á leiðinni og sumir eru
óyfirstíganlegir. Að þessu sinni er
það á valdi ríkisstjórnarinnar, að
þeir verði ekki mjög margir. Við
bíðum afgreiðslu fjái’laganna, og
væntum hins bezta.
Gísli Sigurðsson
Ör bænum
Elliði kom af veiðum í gær með
130 tonn. Afli þessi fór í hrað-
frystihúsið Hr'imnir. Er þar nú
unnið að nýtingu aflans á tví-
skiptum vöktum. — Hafliði kom
að utan í gær og mun fara á veið-
ar fyrir hraðfrystihúsið Hrímnir,
en Elliði mun fara á veiðar fyrir
erlendan ísfiskmarkað.
Allmikil vinna hefur skapazt í
Hrímni í kringum hagnýtingu afl-
ans úr Elliða og mun um 60
manns vinna við flökunina og
frystinguna, auk uppskipunar og
ísingar fiskjarins. Má af þessu
sjá, hversu mikil vinna hefði hér
skapazt, ef togararnir hefðu fyrr
byrjað að leggja afla sinn hér
upp.
Er það satt —
— að stjórn Rauðku hafi gefið
leigjanda Tangastöðvarinnar
eftir stóra upphæð að leigu
stöðvarinnar.
— að enn eigi eftir að greiða
verkamönnunum, sem unnu að
uppskipun úr Uranusi á dög-
unum, kaup sitt og að bærinn
verði að öllum líkindum að
greiða það. Hverjum eru þau
mistök að kenna ?
r