Neisti


Neisti - 23.04.1952, Side 1

Neisti - 23.04.1952, Side 1
Siglufjarðarprentsmiðja h.f. Jón Kjartansson bæjarstjóri, sendir mér kveðju s'ina í Einherja miðvikudaginn 2. apríl s.l. Hann hefur gefið sér tíma' til þessara ritstarfa, þrátt fyrir annríkið við að gera upp tveggja ára saman- dregna reikninga bæjarins. Eins og vænta rná, getur J.K. ekki stungið niður penna án þess að ranghverfa sannleikanum, og er ég þv.í tilneyddur að bera ljós að nokkrum atriðum í grein hans. BROTTREKSTTJR ALÞÝÐI FL,- MANKA tJR STÖRFUM HJÁ BÆNUM 1950. Ekki datt mér í hug, að J.K. hefði það hugrekki til að bera, að hann treysti sér til að minnast á þetta mál. Bezt hefði verið fyrir hann og hinn ofbeldisfulla komm- únistiska bæjarstjórnarmeirihluta, sem hann þjónar, að leyfa tím- anum óáreittum að draga úr áhrif unum af óhæfuverkinu, og því fordæmi, sem þeir hafa skapað, með því að verða fyrstir til að reka menn úr störfum vegna póli- tískra skoðana. Þær eru nú að mestu hljóðar og hóglátar kemp- urnar, sem hæst reiddu til höggs 1 þessu máli og endirinn á þess- ari „herferð gegn óþarfa eyðslu í rekstri kaupstaðarins“ virðist ætla að verða næsta örnurlegur, en hann er í stórum dráttum þessi. Þeir, sem áður höfðu mán- aðarkaup, voru aftur ráonir á föstu t'imakaupi, sem er hærra! Eftir ódæma brölt og átök við að reka stúlku, sem er í Alþýðufl. af skrifstofu rafveitunnar, var hún ráðin aftur og nú vill form. raf- veitunefndar, Kristmar Ólafsson, spara með þvi að fá fjórða mann- inn á skrifstofuna til að ganga frá reikningsuppgjöri fyrir raf- veituna! Bæjarverkstjóri var ráð- inn á ný, en rekinn aftur eftir nokkra mánuði, en núverandi bæj- arverkstjóri ráðinn af bæjar- stjórnarmeirihlutanum ca. 5 mán- uðum áður en staðan losnaði, sem mun vera einsdæmi um manna- ráðningar á Islandi. Samþ. var að leggja niður starf aðstoðarhafnar- varðar, en það framkvæmt á þann hátt, að aðalhafnarvörður var rek inn og settu kommúnistar aðstoð- arhafnarvörðinn í starf hans (sennilega til að tryggja viðskipti við Rússa, eins og síðar kom á daginn). Ekki er ósennilegt, að „sparnaðurinn11 af þeirri ráðstöf- un verði tuga eða jafnvel hundr. þúsunda króna tap fyrir bæinn, til viðbótar við það tugþúsunda tjón, sem þegar er orðið. Þá mun „sparnaðurinn‘ við (bókasafnið vera á iþá leið ,að tjónið af þeirri eyðileggingu á safninu, sem bæjarstjórnarmeiri- 2. tbl. Miðvikudaginn 23. apríl ,52. hlutinn hefur framkvæmt, mun vera þó nokkuð mörgum sinnum nieiri, en þær krónur, sem dregn- ar voru af kaupi bókavarðarins. Það nýjasta, sem skeð hefur í „herferðinni gegn óþarfa eyðslu“ hjá bæjarstjórnarmeirihlutanum er það, að Jón Kjartansson mun hafa óskað ákveðið eftir að fá að ráða fulltrúa fyrir sig á bæjar- skrifstofuna. Yrði það sjötta fast- ráðna persónan á bæjarskrifstof- unni, fyrir utan tvo ígripamenn. Mundi þetta létta nokkuð áhyggj- um af bæjarstjóra, er hann þarf að sitja flokksþing Framsóknar 'i Reykjavík, eða sinna af skyndingu erindum Sildarverksmiðja ríkis- ins, sem oft getur orðið. Þannig er „herferðin gegn óþarfa eyðslu“ hjá bæjarstjórnar- meirihlutanum. Munu ekki vera dæmi fyrir öðrum eins öfugtökum ,í íslenzkum sveitastjórnarmálum, enda ekki við öðru að búast en endemum af þessum mönnum. Og svo er Jón Kjartansson hissa á, að á það skuli minnzt, þegar hann cg félagar hans eru að beita póli- tískum atvinnuofsóknum og skapa fordæmi um sl'ikar aðíerðir síðar meir. Honum finnst að.um þetta eigi að þegja, af því að hann um svipað leyti þarf að ræða við vitamálastjórnina og Tryggingar- stofnun ríkisins. Ef lýsing á verk- um hans hefur orðið honum til óþæginda, getur hann sjálfum sér um kennt. Það er ekki mín sök, þótt hann húðstrýki sig með eigin vendi. TOGARAKAUPANEFNDIN „FRÆGA“. Þá getur J.K. um grein, er ég ritaði I Alþýðublaðinu 6. des. ’50. Er Jón undarlega fáorður urn grein þessa, segir einungis að til- gangurinn með henni hafi verið sá, að gera bæjarstjórnarmeiri- hlutan tortryggilegan í augum ríkisstjórnarinnar. En þar sem bæjarstjóri er að jafnaði ekki til- takanlega spar á málskrúð í deil- um við okkur Alþýðufl.menn, verður að álykta, að sérstök ástæða sé fyrir hógværðinni. Og ástæðan er þessi: I grein þessari í Alþýðublaðinu birtist úrskurður frá Félagsmálaráðuneytinu, sem slýsti ógildar ofbeldisaðgerðir bæj- arstjórnarmeirihlutans. Saga þessa máls er í stórum dráttum þessi. Haustið 1950 fór að líða að þvi, að ákveða um hverjir kaupa skyldu hina 10 ný- sköpunartogara, er ríkisstjórnin hafði í sm'iðum í Bretlandi. Leit fremur illa út í byrjun með að kaupendur fengjust, af því að togararnir höfðu hækkað í verði af völdum gengislækkunarinnar 20. árgangur. og fleiri ástæðum. Leit því vel út um tíma, að Siglufjörður gæti orðið eigandi að einum þessara togara, og kom jafnvel til tals að selja Elliða og kaupa tvo hinna nýju nýsköpunartogara, þótt ekkert yrði úr þeirri fyrirætlun. Bæjarstj.meirihlutanum mun hafa verið ljóst, að það mundi teljast allmikið afrek og verða áberandi skrautfjöður í hatti lians, að fá einn þessara nýsköp- unartogara og frá byrjun litjð á þetta sem sitt einkamál, og talið sjálfsagt að útiloka Alþýðuflokk- inn frá þátttöku í afgreiðslu þess. Hafa þeir meirihlutamenn vafalaust brotið heilann um hvernig sú útilokun ætti að fram- kvæmast, og hvort sem þær vanga veltur hafa verið langar eða skammar, þá varð niðurstaðan sú, að þeir lögðu í að þverbrjóta grundvallarreglur lýðræðislegra kosninga og skipuðu og kusu menn úr sínum flokkum eingöngu í nefnd til að vinna að þessu máli. Vitanlega gátu fulltrúar Alþ.fl. ekki látið þetta viðgangast átölu- laust, þar sem slíkt gerræði hefði verið einkar heppilegt fordæmi fyrir ofbeldisseggina um fleiri álíka óhappaverk s'iðar meir. — Þetta var því sent Félagsmála- ráðuneytinu til úrskurðar, og féll sá úrskurður á þá leið, að nefndar kosning þessi, eins og hún var framkvæmd, væri lagabrot og því ógild. En Framsóknarmaðurinn Jón Kjartansson bæjarstjóri ,í Siglu- íirði var ekki á því að fara eftir úrskurði Framsóknarmannsins Steingríms Steinþórssonar, for- sætis- og félagsmálaráðherra. — Hefur hann talið sigurvænlegra fyrir pólitiska framtíð sína að blíta þar frekar ráðum kommún- istans Þóroddar Guðmundssonar, hafa að engu úrskurð Félagsmála- ráðuneytisins og standa ber að þvi fyrir alþjóð að hafa brotið þau lög, sem honum bar fyrst og fremst skylda til að vernda. Enda hældist Þ.G. mjög yfir því í Mjölni, er heim kom, að þeir fé- lagar hefðu framkvæmt eitt og annað þrátt fyrir lögbrotið, og leyndi sér ekki ánægjan yfir því. Skrif mín og annarra Alþ.flokks manna um þessar v'itaverðu að- gerðir bæjarstjórnarmeirihlutans, vill svo J.K. og meirihlutamenn túlka á þá lund, að við höfum verið andvígir togarakaupunum. Gripa þeir til þessara ósanninda í nauðvörn sinni, þvl af hálfu Ai- þýðuflokksins hefur aldrei verið um annað að ræða en fyllsta fylgi við Jietta mál, sem og allt það annað, er til atvinnuaukningar má verða hér í bænum. ' .... En um það, hvort þetta útilok- unarbrölt þeirra kumpána hefur skaðað álit bæjarins út á við, er ekki gott að segja. En ekki þætti mér ósennilegt, að allir, sem hafa kynnzt þessum málum, hefðu á Framliald á 5, síðu. Umrœður um bæjarmál SVAR TÍL JÓNS KJARTANSSONAR Einn af mikilhæfustu borgurum þessa bæjar Hannes Jónasson bóksali varð 75 ára 10. apríl s.l. Hingað til Siglufjarðar kom hann fyrst á gamíárskvöld árið 1907, og ætlaði aðeins að dvelja hér í 3 vikur. Það var gæfa Siglufjarð- ar, að dvölin varð lengri, og hér hefur Hannes Jónasson starfað í 44 ár og reynzt einn af beztu borgurum þessa bæjar. Er saga Siglufjarðar verður skráð mun nafn Hannesar Jónassonar vera þar skráð með gullnu letri fyrir þau menningar- og framfarastörf, sem hann hefur ynnt af hendi. Pannes Jónasson var einn af rit- stjórum gamla „Fram“. Hann var fyrsti útgefandi blaðsins „Ein- herja og ritstjóri hans á velmekt- ardögum blaðsins. Hannes er skáldmæltur vel. Um áraraðir hefur-hann verið virðulegasti og einn af öruggustu meðlimum Stúkunnar Framsókn nr. 187, og var hann heiðraður af stúkusyst- kinum á síðasta fundi. Neisti flyt- ur Hannesi Jónassyni og fjöl- skyldu hans sínar beztu árnaðar- óskir í tilefni af þessu merka afmæli. Þormoðiir Eyólfsson RÆÐISMADUR — 70 ÁRA Þormóður Eyólfsson, ræðismað- ur átti sjötugsafmæli þ. 15. þ. m. Þormóður er löngu þjóðkunnur ■maður fyrir afskipti sín af at- vinnurnálum. Sat hann lengi í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og var um t.’ma formaður stjórn- arinnar. Þá átti Þormóður sæti í Bæjarstjórn Siglufjarðar um 16 ára bil og var eitt kjörtímabil for- iseti bæjarstjórnarinnar. En einna þekktastur mun Þormóður fyrir \afskipti sín af menningarmálum bæjarins og sem söngstjóri Karla- kórsins Vísir um 23 ára skeið. Þormóði var sýndur mikill og verðskuldaður heiður í tilefni af afmælinu. Vísir hafði afmælis- konsert í Bíó við húsfylli áheyr- enda og hóf á Hótel Hvanneyri á páskadagskvöld. Á afmælisdag- inn heimsótti Þormóð mikill f jöldi manns, þ- á. m. Bæjarstjórn Siglu- /fjarðar, Karlgkórinn V'isir og aðr- ir kunningjar og vinir. Um kvöld- ið var farin blysför að heimili hans og hefur enginn siglfirzkur iborgari verið heiðraður á þann hátt fyrr. Söngmálasjóði, er ber nafn Þormóðs Eyólfssonar, munu (hafa borizt um 20 þús. kr. í tilefni áf afmælinu. — Neisti flytur Þor- /móði Eyólfssyni árnaðaróskir og isérstakar þakkir fyrir giftudrjúg menningarstörf hér í Siglufirði. Páll Ásgrímsson VERKAMAÐUR — 60 ÁRA Páll Ásgrímsson, verkamaður, Mjóstræti 2 átti 60 ára afmæli þ. 26. apríl s.l. Páll Ásgrímsson er vel metinn og samstarfsmaður góður. Hann hefur tekið virkan þátt í störfum verkalýðshreyfing- arinnar hér, og á nú sæti í stjórn Kaupfélags Siglfirðinga. Neisti flytur Páli árnaðaróskir í tilefni af afmælinu.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.