Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 33

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 33
um en ekki þeirri ímynd sem karlasamfélagið bjó til. „GAY IS GOOD“ Seinni heimsstyrjöldin var tími breytinga á félagslegu umhverfi kvenna. Vegna fjarveru herskyldra pilta losnuftu mörg hefð- bundin karlastörf og gengu konur þannig í störf sem áður voru aðeins talin við hæfi karla. Þessar nýju kröfur, sem voru nú skyndilega gerðar til kvenna sem og bættur efnabagur og aukn- ir menntunarmöguleikar, sköpuðu konum óneitanlega nýja stöðu í samfélaginu. Við þessi breyttu skilyrði konni margar lesbískar konur út úr skápnum og tóku nú í fyrsta skipti að kalla sig lesbíur og skilgreina sig sem slíkar. Eftir stríð breyttust áherslurnar og umsvifalaust voru konur kallaðar lieim svo að fyrrverandi hermenn fengju vinnu sína aftur. Samtímis hófst dýrkun á kvenlegri hlédrægni sem fólst í því viðhorfi að lífsfylling konunnar væri að lifa í skjóli eiginmanns, sem móðir og hús- móðir. Þetta orkaði tvímæhs á lesbíur og konur sem vildu lifa óbáðar karlmönnum. Lesbískar konur sáu nú greinilega hve staða þeirra í samfélaginu var veik og mynduðu þær með sér sín fyrstu réttindasamtök. Réttindasamtök samkynhneigðra fengu þó ekki byr undir báða vængi fyrr en með umróti sextíu- ogátta kynslóðarinnar. Þá tóku hugmyndir um hverskonar frelsi og jafnrétti að blómstra og til urðu ýmsar frelsishreyfingar sem börðust fyrir mannrétt- tndum kúgaðra minnihlutahópa. A þessum tíma komu margir samkynbneigðir úr felum sem létu mikið til sín taka og kröfðust tilveruréttar í þjóðfélaginu. Barátta samkynhneigðra varð fyrir sterkum áhrifum frá hreyfingu blökkumanna en sam- kynhneigðir fundu beina samsvörun með hlut- skipti þeirra og sínu eigin. Til að mynda tóku samkynhneigðir upp slagorðið „Gay Is Good“ í samræmi við slagorð blökkumanna „Black Is Beautiful“. Upp úr þessum hræringum tóku raddir femínista aftur að óma eftir langa |><>gn. Barátta lesbía fléttaðist inn í femínískar hreyfingar Vest- urlanda og voru þær mjög öflugar í baráttu fyrir sjáHsögðum mannréttindum. Það var í raun sjalfgefið þar sem baráttan snerist að miklu leyti U|n það að konur þyrftu ekki að vera karlmanni báðar. En ef luegt var að tengja lesbíur við kvennabaráttuna átti hún það á hættu að vera niöurkegð í opinberri umræðu. Þannig lá sam- kynhneigð kvenna vel við höggi og hafa virtar konur í kvenréttindabaráttunni jafnvel tekið þátt í J)ví að tala niðrandi til lesbía eins og Betty Friedan gerði í upphafi áttunda áratugarins. Hún hélt því fram að leyniþjónustan CIA hefði með skipulegum hætti komið fyrir lesbíum innan hreyfingarinnar til að spilla fyrir hinni femínísku baráttu. LESBÍSKUR FEMÍNISMI Ut frá liinum femínísku hreyfingum myndaðist svokallaður lesbískur femínismi og ]>á bæði sem pólitískt og jiersónulegt fyrirbæri. Þær sem aðhylltust lesbískan femínisma afneituðu algerlega karlasamfélaginu og sýndu fram á að þær þörfnuðust ekki karlmanna á neinn hátt. Lesbískur femínismi bjó til nýja og nuin víðari skilgreiningu á liugtakinu lesbía. „Lesbía er táknræn fyrir reiði allra kvenna sem eru búnar að fá nóg af karlasamfélaginu. lliin gerir það sem hana langar til. Hún er frjálsari og ákveðnari en samfélagið leyfir henni að vera. Hún getur ekki aðlagað sig að þeim þvingunum og takmörk- unum sem á hana hafa verið lagð- ar. Hún getur ekki verið sú kona sem ætlast er til af henni.“ Hluti af lnigmynda- fræðinni var að þær sem tækju málstaðiun alvarlega létu af kynferðissambönd- um við karlmenn og snéru heldur ást sinni til kvenna. Allar konur voru taldar fæðast lesbískar en áður en þær áttuðu sig væri valda- brölt karlanna oft l>úið að eyðileggja þann ]>átt í konum. Konur sem áttu kynmök við karlmenn voru taldar viðlialda kúgun kvenna. Þær sváfu lijá óvininum og þar af leiðandi hindruðu þær femíníska baráttu. Barátta þeirra til að útiloka karlinn var s.s. Thorvaldsensbasar Austurstræti 4 - Sími 13509 Höfum mikið úrval af fallegum íslenskum handunnum vörum prjónlesi, útskurði, silfri, skinni og leir, ásamt alls konar minjagripum. Jólamerki félagsins sem hafa verið gefin út síðan 1913 fást einnig í versluninni. Athygli skal vakin á minningarkortum harnauppeldissjóðs. Allur ágóði rennur til líknarmála 1913 80ár - 1993 i&tóSIANl) BARNAUPPEIi>ISSJt’)t>UK T1IORVALUSEN S FR AGSINS

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.