Neisti - 10.03.1978, Blaðsíða 1

Neisti - 10.03.1978, Blaðsíða 1
Málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestrí* 1. tölublað Föstudagurinn 10. marz 1978 47. árgangur Munið prófkjörið laugardag og sunnudag %á waamm Forsíöu leiðari Hvað hefur þetta fólk gert ykkur ? Það verður aldrei með réttu sagt að undanfarin ár hafi ekki verið hægt að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar vegna heimtufrekju hinna lægstlaunuðu í landinu. Þetta fólk hefur með réttu ásakað forystumenn sína fyrir linkynd í samningum um launakjör þess. I fyrra tókst í alls- herjarsamningum að fá nokkrar launabætur og kaupmáttar- aukningu fyrir þetta fólk og þótti öllum sanngjörnum mönnum það rétt, enda innan þess efnahagsramma, sem settur hafði verið af reiknimeisturum kerfisins og gjaldþol atvinnuveganna átti að þola. Forsvarsmenn láglaunafólksins lýstu því loksins yfir á margvíslegan hátt, að það yrði ekki þolað að gengið yrði á eða hróflað við þessum samningum. í þessu sambandi er rétt að láta hér fylgja ályktun 8. þings Verkamannasambands íslands um kjaramál: „8. þing Alþýðuþsambands Islands ítrekar þá afstöðu sína að ef ráðist verður á kjarasamningana, þá hrindi verkafólk af höndum sér öllum kjaraskerðingum eða kjaraskerðingará- formum, með hörðustu gagnaðgerðum er verkalýðshreyf- ingin hefur yfir að ráða". Allt láglaunafólk í landinu var hjartanlega sammála þess- ari ályktun. Þessi samþykkt var alvarleg aðvörun til ríkis- stjórnarinnar að rifta ekki gerðum samningum. En Adam og Eva voru ekki lengi í paradís. Fyrir nokkru gerðu Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á Alþingi þessa samninga að engu. Þá voru laun verkafólks í hraðfrystihúsunum kr. 663.00 á tímann eða vikulaunin 26.520.00, eða um 25.105.00, þegar dregið er frá stéttarfélagsgjald og greiðslur til lífeyrissjóðs. Nú eiga laun þessa fólks að lækka um 124 þús. kr. á næstu 10 mánuðum eða um 11.400. kr. að jafnaði á mánuði og í janúar 1979 er kaupránið orðið 17 þús. á mánuði, frá gerðum samningum. Nú er spurt: Hvað hefur þetta fólk gert núverandi vald- höfum íhalds og framsóknar? Er það þetta fólk, sem hefur tekið þátt í fjármálahneyksl- unum undanfarna mánuði? Er það þetta fólk, sem lagt hefur ólöglega hundruð mill- jóna króna í erlenda banka? Er.það þetta fólk, sem stöðugt er að braska með fjármuni þjóðarinnar? Nei, og aftur nei. Hlutskipti þessa fólks hefur verið aó erfiða og halda þjóðarskútunni sjóhæfri á sama tíma og alls- konar brask og misrétti hefur blómgast og dafnað undir stjórn íhalds og framsóknar. Forráðamenn íhalds og framsóknar vilja vafalaust sýna þjóðinni fram á, að þeir séu hinir snjöllu stjórnendur, sem hafi úrræði og þor til að beita þeim. Óhugsandi er að slíkt framferði, sem áður er greint frá, snerti ekki siðferðiskennd almennings og fólk eigi erfitt með að átta sig á klækjúm réttarríkis, þegar unnt er að gera slíkar aðgerðir og allt á að heita löglegt. Eitt hafa öll þessi mál sannað: Núverandi ríkisstjórn er algjörlega ófær til að stýra samskiptum launþega og at- vinnurekenda. Þessi ríkisstjórn má ekki koma nærri vinnu- deilum, smáum eða stórum, án þess að koma af stað illdeil- um. Hún er sönn íhalds- og afturhaldsstjórn. Fyrsta opna prófkjörið í Sigluf irði Prófkjör Alþýðuflokksfélags Siglufjarðar um skipan í 6 efstu sæti á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar í vor fer fram á morgun laugardaginn 11. marz kl. 14 — 18 og sunnudaginn 12. marz kl. 14 — 18. Kjörstaður verður að Borgarkaff I. Atkvæðisrétt hafa allir íbúar Siglufjarðar, 18 ára og eldri, sem ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórnmála- flokkum. Verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Siglfirð- inga við þessari viðleitni Alþýðuflokksins, tll þess að auka hlutdeild þeirra um val frambjóðenda hans. Nokkurrar eftirvæntingar gætir í röðum hinna stjórn- málaflokkana í bænum um úrslit prófkjörsins. NEISTI, hvetur allt alþýðuf iokksfólk að duga sem bezt í þessu prófkjöri, og sanna með því að það sé rétt, að færa ákvörðum um val frambjóðenda meira til fólksins en verið hefur. Siglfirðingar! Ykkar er valið

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.