Neisti


Neisti - 10.03.1978, Qupperneq 2

Neisti - 10.03.1978, Qupperneq 2
o NEISTI Föstudagurinn 10. marz 1978 Frambjóð- endur hafa orðið Anton V. Jóhannsson: Rekstur bæjarfélagsins er mál íbúanna allra og ég hefði eins getað nefnt fyrst þau mál sem ég hef ef til vill hugleitt meir en önnur mál og á ég þar við skóla- og æsku- lýðsmál — þar með talin íþróttamálin, sem er stór liður þessara mála. Þótt margt sé enn ótalið, læt ég nægja að nefna eitt mál í viðbót, sem ég get reyndar ekki þagað um, en það eru sorpmál- in (haugarnir). Ástandið í þeim málum er slík vansæmd, að vart er hægt að una við óbreytt á- stand öllu lengur. Þau mál verða ekki leyst á fullnægjandi hátt nema með sorpeyðingar- stöð. Við höfum að vísu ekki bolmagn til að gera slikt í einni svipan, en það ætti að vera hægt á 2 — 3 árum. Verkefnafjöldinn er mikill og það er ljóst, að við þau verður ekki fengist öll í einu, heldur verður að vega og meta hvað brýnast er, þótf menn verði kannske ekki alltaf á eitt sáttir hvað hafa skuli for- gang og hvað megi helst bíða. í þessum efnum sem öðrum verður að sníða sér stakk eftir vexti. Rekstur eins bæjarfélags er ekki bara mál þeirra manna sem í bæjarstjórn sitja hverju sinni, heldur íbúanna allra. Þeir hafa sínar hugmyndir og skoð- anir á málum, en minni mögu- leika en rétt væri til að koma þeim á framfæri, þar sem of lítið samband er á milli hins ó- breytta bæjarbúa og bæjarfull- trúa. Reglulegir umræðu- eða viðtalsfundir með íbúum hafa á nokkrum stöðum verið teknir upp af bæjarfulltrúum og eru án efa til mikilla bóta. Arnar Ólafsson: Áhugamál mín eru öll þau mál sem eru til hagsbóta fyrir bæjarfélagið og bæjarbúa r:—■” ——V^ aÁhugamál mín eru fyrst og fremst öll þau mál, sem eru til hagsældar fyrir bæjarfélagið og ft bæjarbúa og nefni ég þar t.d. varanlega gatnagerð í bænum. Einnig íþróttamálin, þau mun ég styðja eftir bestu getu, því þau eru orðin á eftir að svo mörgu leyti. Einnig mun ég styðja dagvistunarmál, því ég held að það sé nauðsynlegt í þetta stóru bæjarfélagi, bæði fyrir atvinnuvegina og sérstak- lega fyrir unga fólkið, sem vill vinna úti. Húsnæðismál eru einnig mjög brýn, eins og nú standa sakir og hef ég mikinn Af þeim fjölmörgu málum sem mikilvæg mega teljast í hverju bæjarfélagi koma at- vinnumálin fyrst í huga minn. Þau eru sá grundvöllur sem allt annað byggist á og því frum- skilyrði til velferðar að þau mál séu í lagi. Þótt við höfum búið við sérlega gott atvinnuástand s.l. ár og tekjuaukning hafi ver- ið mikil verðum við einnig að vera viðbúin sveiflum í þeim efnum, enda höfum við þar nokkra reynslu að byggja á. Með því að styðja og efla fjöl- breyttara atvinnulíf sköpum við aukið öryggi, jafnframt því sem við styrkjum þann þátt at- vinnulífsins, sem er og mun verða okkur mikilvægastur, — sjávarútveginn. { stuttu spjalli er þess enginn kostur að gera málum skil og verð ég því að láta mér nægja að nefna mál eins og skipulags- mál, hafnarmál, hitaveitu, vatnsveitu, gatnagerð o.fl. Annars er erfitt að taka eitt nauðsvnjamál fram vfir annað Björn Þór Haraldsson: Brýnasta verkefni jafnaðarmanna í bæjarstjórn er félags- og umhverfismál. Undanfarið hefur hitaveitan verið okkar stærsta mál og er nú innan tíðar að komast í höfn. Enn skortir töluvert á, að nægi- legt heitt vatn sé fyrir hendi. t Halda verður áfram að gera allt sem hægt er til þess að fá meira heitt vatn, en fara þó að öllu með gát, því miklir fjármunir eru þar í húfi. Sorphaugamál okkar Sigl- firðinga eru fyrir neðan allar hellur og þarf að gera stórt átak þar til úrbóta. Stórt og brýnt verkefni er að koma vatnsmálunum í viðun- andi ástand, en eins og þau mál eru núna, þykir sýnt, að stefnt er algjörlega að ófremdará- standi, er kann að leiða til stór- kostlegra vandræða. Forráðamönnum bæjarins er skylt að hafa í huga að aldrei má slaka á né gleyma atvinnu- þörfum íbúa bæjarins. Því verður bæjarstjóm að tryggja, að ávallt sé aðstaða fyrir hendi til þróunar og framfara. Áð endingu vil ég láta þá skoðun í ljós, að ekki má á neinn hátt stöðva framkvæmdir á hinu nýja hraðfrystiþúsi Þor- móðs ramma hf., sem nú er í byggingu og kemst vonandi í gagnið nú í haust, ef vel verður að því staðið. Bæinn okkar verðum við að fegra og snyrta. Hörður Hannesson: Uppbygging hafnarinnar er mál málanna í dag Uppbygging hafnarinnar og aðstaða við hana er mái mál- anna næstu 4 — 6 ár. Útgerð og nýting þess afla er berst hér að landi er grunnur- inn að áframhaldandi atvinnu- uppbyggingu bæjarins. Þar sem fiskimið fyrir Norð- urlandi eru friðuð fyrir tog- veiðum, má búast við að afli glæðist fyrir smærri báta. Þetta verður að hagnýta með því að auka útgerð smærri báta frá Siglufirði. Afkoma bæjarins byggist eingöngu á fiskveiðum. Þess vegna verður að hagnýta alla möguleika til að efla þessa at- vinnugrein. • Það hefur ætíð verið mín skoðun og hjartans mál, síðan ég fór að skipta mér af stjóm- málum, að gott atvinnuástand >é undirstaða alls, sem gert verður og'gera þarf í málefnum bæjarins. Án nægrar atvinnu verður kyrrstaða eða jafnvel afturför. Það tímabil þekkjum við Siglfirðingar alltof vel. Blómlegt og gott atvinnulíf leiðir af sér stöðugar framfarir á flestum sviðum bæjarfélagsins. En þá hljótum við að beina huganum að hinum vinnandi stéttum og aðbúnaði þeirra. Margir vinnustaðir hér í bæ eru sóðalegir og illa hirtir og eru því ekki mönnum sæmandi. Einnig vantar að nógsamlega sé tekið tillit til hollustuhátta og full- komins öryggis sé gætt. Bæjar- og heilbrigðisyfirvöld verða því áhuga á að byggð verði fleiri hús á vegum byggingaráætlun- ar, og reynt verði að koma upp hverfum, þar sem menn geta byggt sér hús á einni hæð, t.d. á Leirunum. JÓHANN G. MÖLLER: Blómlegt atvinnulíf ein af frumskyldum hverrar bæjarstjórnar að leggja meiri áherslu á um- hverfi mannsins og hollustu- hætti verkafólks en verið hefur. Uppbygging varanlegra mannvirkja við höfnina, er þjóna hagsmunum þeirra er sjóinn stunda, er eitt af brýn- ustu verkefnum komandi bæj- arstjómar. Stundum finnst unga fólkinu í bænum gæta of mikils tóm- lætis um aðbúnað íþrótta- manna og framkvæmd íþrótta- mála. íþróttimar eru viðfangs- efni æskunnar. Þeim tíma er vel varið hjá ungu fólki, sem fer í iðkun íþrótta og holla útiveru. Það er því skylda bæjarfélags- ins að búa þessu fólki góð skil- yrði. íbúðabyggingar á félagsleg- um gmnni mega ekki gleymast. Ekki má gleyma málefnum aldraðra, öryrkja og ekkna, þ. e. a. s. þeirra, sem minna mega sín. í rekstri bæjarins verður að gæta hagsýni og fara verður betur með peninga bæjarbúa en verið hefur. Við jafnaðarmenn litum á allt fólk sem jafningja okkar. þess vegna vísum við á bug hroka og stærilæti manua, sem eiga að vinna að framgangi bæjarbúa. í stað þess eiga for- ustumenn bæjarfélagsins að hafa það eitt í huga, sem bæj- arfélaginu er fyrir bestu á hverjum tíma. Slík mál eiga að vera hafin yfir flokkadrætti og einstrengingsleg sjónarmið. Sigfús Stelngrímsson: Koma verður á fót léttum iðnaði Atvinnumál verða okkur alltaf aðalmál og þótt atvinna sé góð í dag þá byggist hún að- allega á sjávarútvegi, sem við vitum af reynslu að getur orðið mjög sveiflukenndur og því nauðsynlegt að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið í bænum. Mætti í því sambandi

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.