Neisti - 12.06.1978, Blaðsíða 3

Neisti - 12.06.1978, Blaðsíða 3
Mánudagurinn 12. júijí 1978 NEISTI Lög á lög ofan Bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar um að skila launþegum af tur nokkrum hluta af samn- ingsbundnum kjarabótum, • sem þeir voru sviptir með lagaboði á siðustu dögum þingsins, hafa ekki vakið neina sérstaka athygli meðal almennings. Þessi lög lykta af þvi langar leið- ir, að einn mánuður er til kosninga. Fremur en nokkuð annað sanna þessi lög hvilikt stjórnleysi rikir hér á landi. Rikis- stjórnin efndi til mikilla illinda og deilna við launþega, þegar hún ákvað að skerða verulega gerða kjarasamninga. Laúnþegar höfðu sýnt ótrúlega þolinmæði i samskiptum sinum við stjórnvöld og lögðu þunga áherzlu á, að samn- ingaleiðin yrði farin. En rikisstjórn íslands, sem er úr öllum tengslum við launþegahreyf ingarnar i landinu, setti lög i andstöðu við mikinn meirihluta þjóð- arinnar. Nú hefur þessi sama rikisstjórn sett bráðabirgðalög til skerðingar á þeim lögum, sem hún setti á þingi fyrir nokkrum vikum. Hún hefur að hluta viðurkennt réttmætar kröf- ur launþega, en leiðréttir þó ekki mikilvægan þátt kjaraskerðingarinnar. Likur eru á þvi, að snemma á þessu ári hefði verið hægt að semja við launþega um það, sem nú hefur verið lögboðið. Með nokkrum skilningi á högum láglaunafólks á íslandi hefði rikis- stjórnin getað komið i veg fyrir átök á vinnu- markaði, sem kosta þjóðfélagið óþægindi óg fjármuni. En skilninginn skorti! Viðbrögð forystumanna launþega við bráða- birgðalögunum hafa verið nokkuð misjöfn. Þeir viðurkenna eðlilega, að rikisstjórnin hafi bætt launþegum að nokkru kjaraskerðinguna. Enn skorti þó verulega á, að hún sé að fullu bætt, og varnarstriði verður haldið áfram. — Rikisstjórnin hefur forklúðrað málinu i heild. Launþegar eiga vart annarra kosta völ en að berjast áfram. Vera má, að ekki verði hleypt af fallbyssum fyrir kosningar. Bezta vörn launþega i þessu máli er að beita kjörseðlunum i þingkosningunum. Það væri jafnvel réttlæt- anlegt að slá öllum aðgerðum á frest fram yfir kosningar til að geta hnykkt á áliti þjóðarinnar á rikisstjórninni. Siðustu misseri hafa verið óvenjulega lær- dómsrik fyrir launþega i landinu. Þeim hefur orðið rækilega ljóst, að rikisstjórn, sem engin tengsl, enga samvinnu og engan skilning hefur á þörfum og kjörum launþega, getur ekki stjórnað þjóðfélaginu. í samskiptum sinum við þá gerir hún litið annað en að stofna til átaka. Á sama' hátt hefur orðið ljóst, að meiri sam- staða. islenzkra launþega er nauðsynleg, um leið og launþegahreyfingarnar þurfa að huga að endurskipulagningu alls starfs sins. Sam- einihg ASl og BSRB er eitt aðal-verkefnið. Leita þarf nýrra baráttuaðferða, stefna að kjarasáttamála launþega og rikisvalds og end- urskipuleggja allt innra samstarf samtaka launamanna. -AG- Ssgifirðingsr Athygli er vakin á því, að algjorlega er bann- að að brenna sorpi á öskuhaugunum í Innrt höfninni. Siglufirði 13/2 1978 Bæjarstjórinn Afnám „öruggra" þingsæta í vetur hafa orðið nokkrar umræður um kjördæmamál á Alþingi og í fjölmiðlum. Á það hefur veið sótt fast af þing- mönnum af Suðvesturlandi að þar yrði fjölgað þingmönnum sökum þess hve fjöldi kjósenda hefur aukist þar. Þær kröfur náðu ekki fram að ganga að sinni, enda málið lítt undirbúið. Enda þótt á það megi fallast að rétt sé að draga úr misvægi atkvæðanna skiptir miklu hvernig að því máli er staðið. Þannig er það bæði óraunhæft og óþarft að jafna þann mun með því að fækka þingmönn- um landsbyggðarinnar. Allir sem eitthvað þekkja til starfa Alþingis vita að landsbyggðar- þingmenn hafa miklu meiri störfum að sinna en þingmenn þéttbýlisins, Landsbyggðar- þingmenn eru að jafnaði önn- um kafnir við hin ýmsu hags- munamála kjördæma sinna, en það verður alls ekki sagt um alla þingmenn Reykjavíkur t.d. Þá er ljóst að sá aðstöðumunur, sem er á íbúum landsbyggðar- innar og þéttbýlisins sökum nábýlis við stjómarstofnanir og þjónustumiðstöðvar, verður að einhverju leyti að jafnast með meiri fjölda þingmanna. Önnur hlið umræðu um kosningalög snýr að kosninga- aðferðinni sem beitt er. Sú hlið hefur verið minna rædd enn sem komið er. Eins og kunnugt er þá er hér við haft listafram- boð. Kjósendur kjósa um lista en ekki menn. í kjördæmum þar sem flokkur á fleiri en einn kjörinn þingmann, eru efstu menn listans að jafnaði öruggir. I mjög stórum kjördæmum eins og t.d. í Reykjavík er mikill meirihluti þingmanna í örugg- um þingsætum. Þeir eru nánast óháðir valdi kjósenda. Þetta fyrirbrigði „örugg þingsæti", eru ólýðræðislegt og kemur í veg fyrir að ábyrgðar- tengsl kjósenda og þingmanna séu nægilega bein og virk. Því er ekki að neita að prófkjör hafa mjög bætt úr þessum ág- alla, en þegar betur er að gáð, ná þau oft skammt. Má fyrst nefna að engin almenn skylda er til að halda prófkjör, né heldur nýtur almennra reglna um hvernig skuli heyja þau í þessu efni ráða duttlungar stjórnmálaflokkanna. Þá geta fiokkarnir ráðið því hverjir hafa þátttökurétt. Síðast en ekki síst er hætt við því að hin raun- verulegu stjórnmálaátök færist yfir í prófkjörin og hinar al- mennu kosningar verði smám saman formið eitt. Miklu heppílegri leið er að breyta svo kosningalögum að val á mönnum fari fram í kosn- ingaathöfninni í almennum kosningum, þannig að menn velji í senn menn og stjórn- málaflokka. Með því er tryggt að reglur allar eru vandaðar og framkvæmdar undir öruggri stjórn. Kosningaathöfnin held- ur gildi sínu og fólk þarf ekki að óttast að gefa upp skoðanir sín- ar með þátttöku. Ungir menn úr þrem stjórn- málaflokkum kynntu fyrir rúmu ári síðan hugmyndir um þetta efni og gerðu tillögur um kerfi sem nefnt hefur verið „persónukjör með valkostum" Samkvæmt þeirri aðferð ber kjósendum að tölusetja frarn- bjóðendur svo marga sem kjósa á og í þeirri röð sem kjósandi kýs. Honum er heimilt að velja menn af hvaða lista sem er og af fleiri en einum lista. Ekki er að^ sinni tóm til að lýsa reglum þessum nákvæmlega, en einn höfuðkostur þeirra er að nyting atkvæða verður betri en í nokkur öðru kerfi. Persónukjör með valkostum virðist henta mjögvel hér á landi, en mikíl og góð reynsla er þegar komin a þetta fyrirkomulag erlendis. ¦/•: Siglufjörður: Nýr meiri hluti myndaður Hin nýkjörna bæjarstjórn Siglufjarðar hélt sinn fyrsta fund s.l. fimmtudag. Á þessum fundi lýsti Kolbeinn Friðbjarn- arson þvi yfir að Alþýðu- bandalagið, Alþýðuflokkurinn pg Sjálfstæðisflokkurinn hefðu náð samkomutaei um mvndun meirihluta bæjarfulltrúa þess- ara flokka. ,A fúndinum var Bjarni Þór Jónsson endurráðinn bæjar- stjóri, kosnir voru forsetar og kosið í nefndir. Föfseti var kosinn Jóhann G. Möller. 1. varaforseti Vigfús Þ. Árnason og 2. varaforseti Kol- beinn Friðbjarnarson. Helstu nefndir hinnar nýju bæjarstjórnar eru þannig skip- aðar: Bœjarráö: Jó'hann G Möller Björn Jónasson GUnnar Rafn Sigurbjörnsson Varamenn: Jón Dýrfjörð • . Vigfús Þór Árnason Kolbeinn Friðbjarnarson Hafnarnefnd: Hörður Hannesson Ómar Hauksson Hafþór Rósmundsson Sveinn Björnsson Hinrik Aðalsteinsson Varamenn: Páll Gíslason Steingrímur Kristinsson Anton V. Jóhannsson Jón H. Pálsson Kristján Rögnvaldsson Rafveitunefnd: JónDýrfjörð Knútur Jónsson Hannes Baldvinsson Varamenn: Arnar Ólafsson Runólfur Birgisson Kolbeinn Friðbjarnarson Skólanefnd: Anton V. Jóhannsson Vigfús Þ. Árnason Einar Albertsson Skúli Jónasson Syava Baldvinsdóttir Varamenn: Viktor Þorkelsson Markús Kristinsson Karl Pálsson Kristín Arnadóttir Guðmundur Lárusson íþróttaráð: Reynir Árnason Jóhannes Egilsson Þorsteinn Haraldsson Magnús Eiríksson Varamenn:. Biígir Guðlaugsson Asgrímur Pétursson Guðmundur Lárusson Rögnvaldur Gottskálksson Leiguíbúðanefnd: Viktor Þorkelsson Hreinn Júlíusson Sigurður Hlöðvesson Varamenn: Bjarki Árnason Ólafur Baldursson Kári Eðvaldsson Stjórn verkamannabústaða: Ragnar Hansson Steingrímur Kristinsson Guðmundur Lárusson Varamenn: Sigfús Steingrímsson Jón Ö Sæmundsson Guðmundur Þ. Kristjánsson. Nýr stöðvar- stjóri í vor lét af störfum stöðvar- stjori pósts og síma á Siglufirði, Haukur Jóhannesson. 1 hans stað hefiir •:, x verið skipaður nýr stöðvarstjóri. Er það Guðmundur Árnason sem verið hefur stoðvarstjóri í Kópavogi nokkur undanfarin ár. Guðmundur er heirnamaður sem ekki þarf að kynna enda starfaði hann hér á pósthúsinu um langt árabil. Han'n mun taka við störfum um næstu mánaðamót. Ráðinn að- stoðarmaður Fyrir alllöngu var auglýst starf aðstoðarmanns fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss Siglufjarðar. Um starfið bárust alls 11 umsóknir, Nokkur bið hefur orðið á ráðningu í starf þetta en riú hefur stjórn sjúkra- hússins ákveðið að ráða Skarp- héðin Guðmundsson trésmiða- meistara til starfsins'. - ; ^: xA

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.