Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1920, Side 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1920, Side 6
2 TÍMARIT V.F.Í. 1 920. að fá menn til vinnu inni við Elliðaár, yfir siunar- tímann. — Sökum þess hve gröfturinn á frárenslisskurðinum var afardýr, var ákveðið að færa sjálfa aflstöðina 12 metra nær ánni, en upprunalega var lil ætlast, þar eð það, sem sparast við að stytta frárensJis- skurðinn, er meira en kostar að lengja pípuleiðsluna. Til þess að spara, hefur líka verið ákveðið að sleppa lóðrjetta múrnum, sem ráðgert var að hafa við hlið frárenslisskurðsins, efst við húsið. Sömuleiðis hrúnni yfir neðri enda skurðsins, sem vegurinn heim að stöðinni átti að liggja yfir. Nú á að lcggja hann austan við stöðvarhúsið, yfir þrýstivatnspipuna, sem þar er grafin i jörð niður. pað, sem sparast alls við þessar breytingar, mun nenia yfir 20 þús. kr. í janúarlok var boðið út smíði á íbúðarhúsi gæslu- manna aflstöðvarinnar, en að eins þrjú tilboð komu, er öllum varð að hafna. Nú hefur verið gerð önnur áætlun um timburhús, sem hefur þessa dagana ver- ið boðið út að nýju; er það nú í sambandi við bygg- ingu sjálfs stöðvarhússins, Túrbinurnar voru boðnar út í lok janúarmánaðar. í því úíboði var vikið talsvert frá upprunalegu til- ætluninni, þar eð auk tilboðs í 2 túrbínur 500 hest- afla, var jafnframt leitað tilboða i eina 500 hestafla og aðra 1000 hestafla. pá er tilboðin voru athuguð kom það í ljós, að síðarnefnda útboðið reyndist að eins 20—30% dýrara en hið fyrra, í flestum tilboð- unum. Bæjarstjórn ákvað svo, eftir tillögum raf- magnsnefndar. á fundi 19. þ. m„ að taka síðara til- boðinu. Við það vinst, að töluvert auðveldara og betra vcrður að stækka stöðina, því að strax þegar stíflunni hefur verið breytt, og nýjar pípur lagðar í viðbót, má að fullu færa sjer í nyt 1500 hestöfl, svo að breyting slöðvarinnar verður án þess nokk- uð þurfi að vinna að, eða breyta stöðinni hið ytra. Auk þessa mun það víst, að með þessari breytingu, að hafa túrbinurnar tvær, aðra 500 hestafla, en hina 1000, verður strax hægt að framleiða töluvert meira en 1000 hcstöfl í stöðinni, þó ekki sje ncma ein pípa. Tilboðin, sem bárust, voru 15. Voru 2 frá Dan- mörku, 2 frá Noregi, 4 frá Svíþjóð, 4 frá J?ýska- landi, 1 frá Frakklandi og 2 frá Sviss. J?egar við fyrstu athugun koxn það í ljós, að hafna mátti f jölda tilboðanna, ýmist vegna ]>css, að verksmiðjurnar höfðu ekki reynslu i því að gera svona stórar túr- bínur, eða þá að of Jangs tíma var krafist til smíð- anna. Sænsku tilboðin urðu best, og af þeim hefur nú verið ákveðið að taka tilboði frá A/B. Karl- stad Mekaniska Verkstad, þar eð fjelag þctta hefur mesta reynslu á þessu sviði, enda hafa túrbínur frá þvi annarsstaðar reynst mjög vel. Nú með næstu skipum er búist við tilboðum í pípumar og þá verður ákveðið, að hve miklu leyti þær verða hafðar úr járni, eins og áætlað var, eða hvort timbur verður notað. Um þann hluta vinnunnar, sem að rafmagninu lýl- ur, er það að segja, að G. J. H 1 í ð d a 1 verkfræð- ingur fór utan í febrúarmánuði s. 1. með framboð þeirra hluta. Nú er búist við verkfræðingnum heim með fyrstu ferð frá Kaupmannahöfn. Rvik, 2% 1920. A. Broager Christensen. Yfirlit yfir helstu mannvirki á íslandi 1919. Vegir og brýr. Til vegabóta, að meðtöldum brúargerðum, hefur verið varið úr ríkissjóði um 250 þús. kr. Vegabætur. — Vinna að framlialdslagningu nýrra ákbrauta var með minsta móti; að eins unn- ið að Stykkishólmsvegi og Norðurár- dalsvegi i Borgarfirði fyrir rúmar 7 þús. kr. á hvorum staðnum. Viðhald og umbætur á þjóðveg- um og flutningabrautum þeim, sem rikissjóður held- ur við, hefir kostað tæpar 100 þús. kr. Til ruðnings og vörðuhleðslu á f j a 11 v e g u m var eytt 6 þús. krónum. Til þess að gera a k f æ r a ýmsa innansýsl u- v e g i hefur verið veitt um 47 þús. kr., gegn jafn- miklu tillagi frá hlutaðeigandi sýslufjelögum. Brúargerðir. — Brú yfir H n a u s a k v í s 1 (Vatnsdalsá) í Húnavatnssýslu, sem byrjað var á siðari hluta sumarsins 1919, var fullgerð. Er hún 70 metra löng, úr járnbentri steinsteypu, og liefur kostað tæp 80 þús. kr. Á vestari kvísl Elliðaánna innan við Reykja-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.