Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1920, Síða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1920, Síða 10
6 TÍMARIT V.F.Í. 19 20. En hugsanlegt væri uni aðrar leiðir, t. d. að fast- ar reglur verði gefnar um einkaleyfin, þannig, að sókt verði til Stjórnarráðsins, sem svo ef til vill leggur málið fyrir nefnd af hæfustu verkfróðum mönnum hjer; nefnd þessi gefur svo álit sitt um það, hvort að hún álítur uppfindinguna þess verða, að hún sje tekin til nánari rannsóknar i þeirri er- Icndu einkaleyfisnefnd, sem stjórnin hefur samið við, og þar sem vissa er fyrir, að liinir sjerfróðustu mcnn á ölllum sviðum ciga sæti — Eða þar geta verið aðrar leiðir. En jeg tel það ósamboðið sóma ríkisins, að innleiða stofnanir, sem engin brýn þörf er á, og sem ekki geta orðið ncma — „húmbúk“! Hitt aðalatriðið i brcytingum efri deildar, um af- gjaldið, skiftir að mínu áliti litiu. En best tel jeg að hafa það hátt, sjerslaklega seinni árin; en yfir höfuð hátt, vegna þess, að hátt gjald mun hræða all- ar ónýtar uppfindingar, en fyrir góðar uppfinding- ar munar það engu, þótt borgaðar sjeu 1100 kr. á 15 árum, enda býst jeg við, að gjald það, sem nefnd- in vitnar i, og tekið er í Danmörku og Noregi, sje frá eldri tið, áður en peningar lækkuðu, svo að i raun og veru eru þessar 1100 kr. alls ekki of mik- ið; það cru liin gjöldin, sem eru orðin of lág! — F r u m v a r p t i 1 laga u m s k i p u 1 a g kauptúna og sjávarþorpa lagði stjórnin fyrir Alþingi; það fór þar bcint í nefnd og síðan heyrðist ekkcrt um það, og er það þó mikilsvarðandi mál, sem átti betra skilið. Frumvarpið var samið eftir tillögum G u ð m. próf. Hannessonar, sem kom með frumvarp i sömu átt á þingi 1917, G u ð j ó n s húsameistara Samúelssonar og Geirs G. Zoega vegamálastjóra. I. kafli frum- varpsins ákveður, að öll íslensk kauptún og sjávar- þorp, sem hafa 200 íbúa eða fleiri, skuli mæld vand- lega bæði á landi og sjó (höfnin), og uppdráttur skal gerður af höfninni, bænum og nágrenni hans, í mælikvarða ekki minni en 1 :1000. Kostnaðinn greiðir bæjar- eða brcppssjóður, og skulu allir upp- drættir fullgerðir fyrir 31. desember 1926. — II. kafli er um skipulagsuppdrætli, sem stjórnin lætur sjer- fróða menn (húsameistara, verkfræðinga) fram- kvæma í samráði við bæjarstjórn eða lireppsnefnd, o. fl. Skipulagsuppdrættir allir skulu fullgerðir i síðasta lagi 1. jan. 1932, og skiftist kostnaðurinn jafnt milli ríkissjóðs og bæjar- eða hrcppssjóðs. — III. kafli er um breytingar á skipulagi bæja og eftir- lit með skipulagsuppdráttunum, skal skipuð fimm manna nefnd í Reykjavik, og sje í henni einn full- lærður liúsameistari, einn verkfræðingur (sem lik- lega þarf að vera full-lærður), einn kaupmaður eða útgerðarmaður og kennarinn í heilbrigðisfræði við háskólann. — IV. kafli er um eignarnám og skaða- bætur, ef þörf gerist. — Skyldi ekki tími vera kom- inn til þess að koma almennum eignarnáms- og skaðabólalögum á, í staðinn fyrir að þurfa að gefa út sjerstök lög fyrir hvert einstakt mannvirki eða fyrir hvern flokk af mannvirkjum? Úr athugasemdunum við þetta lagafrumvarp er ástæða til að taka upp nokkra kafla, enda hafa þær margan sannleika inni að halda. „Tilgangur frumvarps þessa er að tryggja belur en nú er nauðsynlegar endurbætur á skipulagi kaup- túna og sjávarþorpa. Mörg lagaákvæði hafa verið gerð í þessu augna- miði, en aðallega koma nú íil greina lögin um bygg- ingarsamþyktir frá 20. okt. 1905. I 6. gr. þeirra er falið byggingarnefndum bæja, að láta gera skipu- lagsuppdrætti af bæjunum „svo fljótt sem verða má“, og yfirleilt er ætlast til þess, að bæjarstjórnir sjái algerlega um skipulag bæjanna. J?ótt lög þessi sjeu betri en ekki neitt, sjerstak- lega hafi komið því til leiðar, að nokkrir bæir liafa gert byggingarsamþyktir, þá eru þau að miklu leyti bygð á röngum grundvelli. pau leggja bæjarstjórn- um starf á herðar, sem þær eru alls ekki vaxnar, því að það mun sanni næst, að fæstir bæjarstjórnarmenn vita meira um skipulag bæja en t. d. úrsmíði cða læknisfræði. Hefir þetta leitt til þess, að þær hafa algerlega lcilt það hjá sjer, að láta gera skipulags- uppdrætli af bæjunum, þótt örfáar undantekningar sjeu (Akurcyri og að nokkru lcyti ísafjörður), og lögin bafa að þessu leyti eigi náð tilgangi sínum. Lakast er þó, að cngin minsta von var um það, að skipulag bæjanna kæmist í viðunandi horf, þótt lög- unum liefði verið stranglega framfylgt, því að það er áreiðanlega ofvaxið hverjum manni, sem ekki liefir staðgóða sjerþekkingu á málinu, að ráða stór- lýtalílið fram úr skipulagi bæjar. Reynslan í Reykja- vík er órækur vottur þess, og er þar þó um fleiri menn að velja en víðast annarsstaðar. prátt fyrir lög þessi, er skipulag bæjanna enn á ringulrcið. Byggingarnefndir bæta götum við og marka liúsa- stæði eftir því sem augnabliksþörf kallar að, án þess að í fullu rækilega hugsuðu sambandi sje við heild- ina. Verður þá oft erfitl að komast hjá því í smá- bæjum, að hending ein, eða hagur einslakra manna, ráði miklu um skipulagið. Að lokum má geta þess, að svo má segja að nú sjeu s í ð u s t u f orvöð lil þess að koma máli þessu í gott horf án stórtjóns fyrir bæina. Enn eru flest bús úr timbri, bolræsi óvíða í götum og göt- ur óvandlega gerðar. Meðan svo stendur, má margl laga kostnaðarlitið, en nú er húsa- og gatnagerð að breytast, og úr því fjöldi steinhúsa er bygður og vandaðar götur gerðar, er bæði afar erfitt og dýrt að breyta skipulagi.“

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.