Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 51 lagt skurðaðgerð, sem lengi síðan var aðallækningin við fistla. Brúnir fistilsins voru særðar og síðan saumaðar sam- an. Fyrsti sjúklingurinn, sem tókst að lækna á þennan hátt, var skorinn af svissneskum lækni, Fatio 1752. Hversu lé- legur árangurinn var enn um miðja 19. öld, má ljóst sjá af skýrslum þýzka skurðlæknisins, Wutzer’s. Til ársins 1852 hafði honum aðeins tekizt að lækna 11 sjúklinga af 35, sem hann hafði þá skorið upp. Sú skýring virðist hendi næst, að þessi lélegi árangur sé því að kenna, að nýtízku sótthreinsun, dauðhreinsun og deyfðingaraðferðir voru þá ókunnar. Vissulega er lækn- ing á fistli mjög undir því komin, að sköpuð séu sem allra bezt lækningaskilyrði, og þá ekki sízt hvað hreinlæti snert- ir. Samt er það að vissu leyti aukaatriði í samanburði við sjálfa skurðtæknina, og vel er hægt að framkvæma skurð- aðgerð á fistli án nokkurrar deyfingar, þótt meiri óþæg- indi og erfiðleikar séu því að sjálfsögðu samfara. Blöðrufistlar, sem opnast inn í leggöngin, koma annað- hvort eftir langvinnan þrýsting fyrirliggjandi fósturhluta eða eftir áverka frá töng eða öðrum læknisáhöldum. Þeg- ar mjúkur vefur verður fyrir þrýstingi milli fyrirliggj- andi fósturhluta (sem oftast er höfuðið), og nárabeinsins, veldur það blóðskorti í vefnum, svo að hann skaddast og drep myndast. Þegar hinn dauði vefur losnar, verð- ur fistillinn eftir. Oftast verður það eftir 4—6 daga. Það er því þegar líður á sængurleguna, að þvagið tekur að renna. Ef fistillinn stafar frá sárum eftir áhöld, sem not- uð voru við fæðinguna, kemur þvagrennslið þegar í stað. Oft verður læknirinn þessa ekki var, vegna legvatns og blóðrennslis, en taki hann eftir því, er hægt að gera við það um leið. Bezta ráðið til þess að forðast skemmdir af völdum þrýstings, er að flýta fæðingunni í tæka tíð. Oft verð- ur þá að grípa til tangarinnar eða opna höfuðkúpuna, en þá er kominn tími til aðgerða, ef sviði gerir vart við

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.