Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1905, Síða 5

Freyr - 01.01.1905, Síða 5
Ormasýki í sauðfé, Sýki þá í sauðfé, sem gengið hefir undir nafninu „lungnadrep og skitupest“ ætla ég uú að rétt sé að skíra um og nefna einu orði •ormasýki, enda gefur það nafn betur hugmynd um eðli sýkinnar og orsök, þar sem gamla nafnið eftir almennri málvenju getur átt við um allflesta sjúkdóma í lungum og meltingar- færum. Lungnadrep getur verið margskonar, on það lungnadrep, sem hér um ræðir, stafar af ormum i lungunum og heitir því réttu nafni lungnaormasýki. Skitupestinni valda einnig ormar og mætti þvi kalla hana orma- skitu. í grein þeirri um ormasýkina, sem prentuð or í 7. hefti „Freys“, lét ég það álit mitt í Ijósi, að sýking fjárins, innferð yrmlinganna myndi aðallega eiga sér stað i maí og júní, jþótt líkur séu tii þess, að yrmlingarnir taki sér bólfestu í fénu síðar, þegar tækifæri gefst. Til þess að fá nokkra vissu um þetta, væri nauðsynlegt að rannsaka lömbin að haustinu strax er þau koma af afréttum; findust ormar :i mörgum þeirra þá, væru miklar likur til þess, að þau hefðu fengið þá strax að vorinu í júni- mánuði, meðan þau gengu undir ánum í heima- löndum, en miklu síður inni á afréttum, þar sem fé kemur sjaidnast fyr en ormarnir eru gengnir úr þvi að mestu. Eftir fyrirmælum stjórnarráðsins fór ég því í haust leið austur í Múlasýslur til þess að gjöra rannsóknir hér að lútandi. Gjörði ég mér einkum far um að velja til þeirra lömb, sem vitanlegt var um, að gengið höfðu um sumar- ið í óbygðum og heima áttu í þeim bæjum, þar sem ormasýkin hafði gjört einna mest vart við sig undanfarið. Flestar rannsóknirnar gjörði ég strax upp úr fyrstu skilarétt og sætti lagi að vera viðstaddur á réttunum til þess að ná strax í þau lömb, er mér þótti mestu skifta að fá til rannsóknar. Yfirleitt voru bændur fremur tregir til að lóga lömbum í haust, þar sem heyfengur i sumar hafði verið í mesta og hezta lagi þar eystra og því óvenjulega mikill heyforði til vetrarins. Fyrir því varð tala lambanna, sem ég fékk til rannsóknar, ekki hærri; en hins vegar álít ég hana nógu háa til þess að draga þar af álykt- anir, sem hyggjandi sé á. Öllum lömbunum slátruðu eigendurnir og leyfðu mér að rann- saka endurgjaldslaust, að undanteknum 4 sumr- ungum, sem ég keypti og seldi svo slátrið af. Alls rannsakaði ég 51 lamb og 9 kindur eldri; en auk þess skoðaði ég lungu úr mörgu fullorðnu fé, sem flest voru með meira eða minna af ormum í sér. Af 45 málbornum lömbum, sem fædd voru í maí—júní og gengið höfðu í heimalöndum í vor, fann ég lungnaorma, ýmist eina eða tvær tegundir, í 38 eða 84.4°/0. Af þessum 38 lömbum fann ég minni* lungnaormategundina í 34 eða 89.5°/0 en stærri tegundina í 18 eða 47.4°/0. Báðar tegundirnar fann ég í 14 lömb- um (36.8°/0); minni tegundina eingöngu í 20 lömbum (52.6°/0)og stærri tegundina eingöngu i 4 lömbum (10.59/0). Minni tegundin virðist því vera miklum mun algengari. Hún er og tals- vert bráðþroskaðri, því að í flestum tilfellun- um fannw ég auk fullorðnu ormanna yrmlinga, sem fyrir skömmu voru skropnir úr eggjunum. Þar á móti fann ég aldrei yrmlinga stærri teg- undarinnar; hjá henni var þroskun afkvæm- anna ekki komin lengra en það, að fóstrin voru farin að kvika í eggjunum innan í ormunum. I þeim 4 lömbum, sem ég fann að eins stærri tegundina í, var enginn lungnabólguvottur, en í því nær öllum þeim lungum, sem minni teg- undin fanst i, voru fleiri eða færri, stærri og smærri bólgublettir, og í öllum bólgublettunum fundust yrmlingar undantekningarlaust. Bendir *) Eg gat þoss til i vor, að minni tegundin héti str. paradoxus, en við nánari athugun er ég kom- inn að þeirri niðurstöðu, að rétta nafnið sé str. commutatus, en annars eru nöfn á ormum þessum. nokkuð á reiki.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.