Freyr - 01.01.1905, Blaðsíða 9
I’REYR.
5
Landshagsskýrslurnar fyrir árið 1902 telja
öll tún landsins 2,99 □ mílur. Eftir því ætti
meðal túnstærð að vera lakar 8 vallardagslátt-
ur. Þessar tölur eru svo langt frá því að
geta verið réttar, að nærri sanni mun láta að
margfalda þær með tveimur. —- Matjnrtagarð-
ar eru taldir i sömu skýrslu 0,5 □ míla, eða
rúmlega eins stórir og ' i(i hluti túnanna. Hvort
þessi tala er of lág eða of há skal ég láta ó-
sagt, en hitt er mér nær að halda, að þegar
frá eru reiknuð nokkur kauptún og sjávarþorp,
megi ferðast um alt landið til þess að finna
matjurtagarð, sem er eins stór og sjötti hluti
túnsins. Víðast hvar eru þeir aðeins litlar
holur borið saman við túnin, og í heilum hér-
uðum engir eða því sem næst.
-Eins og áður er sagt eru túnin í Múlasýsl-
um yfirleitt litil. Þetta er í fullu samræmi við
það, sem sagt er um nautgripafjöldann í kafl-
anum um búpeningsrækt, því eftir þvi sem ég
fæ hezt séð, er það regla hér á landi, að stærð
túnanna standi íjnokkurnveginn réttu hlutfalli
við nautgripaeignina. Undantekning frá þess-
ari reglu gjöra þó Jþau hygðarlög, þar sem
mikið er af góðum starengjum eins og t. d. í
Ölfusi, Flóa og meðfram Safamýri. Þetta sam-
hand millum túnræktarinnar og nautgripafjöld-
ans verður skiljanlegt, þegar þess er gætt að
túnrækt án áburðar er ómöguleg, og að mykj-
an hefir verið og er aðaláburður túnanna á
öllu landinu. Að vísu getur sauðatað og
hrossatað verið ágætur áburður; gæðin fara
eftir því hversu vel hrossin og sauðféð er fóðr-
að. Hjá oss gengur megnið af hrossunum úti
nær því alt árið, og þegar þau eru inni, er
fóðrið venjulegast lítiðVjg lélegt. Hrossatað er
því viðast hvorki mikill né góður áburður, og
þýðing þess fyrir túnræktina þar af leiðandi
óvíða mikil. Af sauðataði fellur mikið til ár-
lega nær því alstaðar á landinu, og fer það
eftir fjárfjölda, útigangi o. s. frv. En því
miður njóta túnin að eins lítils hluta af þessum
rnikla og góða áburði, megninu af því erbrent.
Og þetta á sér einmitt stað í Múlasýslum, þar
er sauðatað aðal-eldsneytið, og í sumum sveit-
um nær því það einasta. Sjálfsagt stafar þetta
nokkuð af því að sumstaðar er erfitt um mó-
tak t. d. víða á Upp-Héraði. Aðalorsökin er
þó óefað gamall ávani, og það, að bændum er
ekki fullljóst, hvað sauðataðið er afardýrt elds-
neyti. Yæri þeim þetta fuilljóst, er ég í eng-
um vafa um að flestir þeirra mundu alveg
hætta að brenna sauðataði eða þvi sem næst.
Stærst og fallegust tún sá ég á ferðinni
á Höskuldsstöðum í Breiðdal, Brekku í Mjóa-
firði, Dvergasteini, Vallanesi, Klaustri og
Bustarfelli í Vopnafirði, öll um og yfir 30 dag-
sláttur.
Mjög óvíða eru tún girt í Múlasýslum. I
öllum Breiðdalnum t. d. aðeins eitt. A Hér-
aði eru tún girt á stöku stað, þó tiltölulega
mjög óvíða. I Vopnafirði hafa eigi allfá tún
verið girt með torfgarði fyrir mannsaldri síðan.
Nú eru þær girðingar eyðilagðar að mestu.
Á stöku stöðum er farið að nota gaddavír til
túngirðinga að einhverju ieyti, einkanlega í
fjörðunum.
Túnasléttun er skamt, á veg komin, en all-
víða eru tún að meiru eða minna ieyti slétt
frá náttúrunnar hendi. Ahugi á jarðabótum
hefir vaknað mikið seinna á Austurlandi en i
öðrum hlutum landsins. Mestallar jarðabætur
þar stafa frá seinustu 10 árum eða þó öllu
fremur seinustu 7 árum. Til þess að sanna
þetta set ég hér samanburð á jarðabótum bún-
aðarfélaga í Múlasýslum og Norðuramtinu. Eg
hefi valið Norðuramtið tíl samanburðarins, af
því að þar eru hér um bil sömu skilyrði fyrir
jarðabótum frá náttúrunnar hendi og í Múla-
sýslum.
Samanburður á jarðabótum búnaðarfélaga
í Múlasýslum og Norðuramtinu.
6X5 O cð JO ci a -a FQ Pélagatal Jarðabæturí dagsverkum FQ *Cð fi ■s § g s ífri •Cð ■a . GQ 5? 60*° o
Norðuramtið co 538 9627 1690 18 5,7
Múlasýslur . 00 n 35 607 533 17 1,1
Norðuramtið r^* 37 705 18036 1935 26 9,3
Múlasýslur . 00 6 76 1560 682 21 2,3
Norðuramtið CM 36 670 16360 1863 24 8,8
Múlasýslur . 05 **H 15 221 6559 717 30 9,1