Freyr - 01.01.1905, Síða 6
FREYR.
2
þetta til þess, að minni tegundin sé fénu mun
skæðari en hin stærri og styrkir kins vegar þá
skoðun, að lungnabólgan byrji ekki fyr en
ormarnir eru komnir það langt á þroskaskeið
sitt, að þeir séu farnir að geta af sér yrmlinga.
011 voru lömb þessi fjörleg og ósjúk í útliti,
enda voru skemdirnar í lungunum yfirleitt litl-
ar og örlitlar í samanburði við það, sem þær
verða seinni part vetrar, þegar yrmlingafjöld-
inn er orðinn svo mikill, að hundruðurn skiftir
í hverjum litlum slímdropa, sem skoðaður er.
Auk þessara 45 málbornu lamba rannsakaði
ég 6 sumrunga, sem allir voru á að gizka
fæddir um og fyrir mánaðamótin júlí—ágúst.
Voru 5 af þeim fæddir á afréttum og höfðu
ekki komið í bygðir fyr en í réttirnár. I eng-
um þeirra fann ég lungnaorma og engan vott til
lungnasjúkdóms. Sjötti sumrungnrinn var þar
á móti fæddur í heimalandi (bæ, þar sem orma-
sýkin gerði langmestan skaða í vetur leið) og
haíði gengið þar undir ánni sumarið út. I hon-
um fann ég lungnaorma (minni tegundina) og
voru þegar komnir ofurlitlir bólgublettir í lung-
iin.
í öllum fullorðnu (o: veturg. og eldri) kind-
unum (9) sem ég rannsakaði nákvæmlega, fann
ég lungnaorma; minni tegundina í öllum og
stærri teg. í 5,
Magaorma fann ég í öllum þeim lömbum,
sem ég leitaði í og þar á meðal í öllum sumr-
ungunum, en í þeim var þó miklu minua af
ormum eu málbornu lömbunum. Algengasta
tegundin var str. Ostertagi, — fanst í nær því
öllum; en þar að auki fann ég allar sömu,
tegundirnar og ég fann í vor er leið, þó
að eins lítið af þeim. — Af eldri kindunum (9)
fann ég magaorraa í að eins 4. Bandorma
fann ég í 20°/o af lömbunum (ekki þó í sumr-
Ungunum) og í 1 af 9 fullorðnum.
Rannsóknir þessar hafa þá leitt það í
ljós, að allur íjöldinn af lömbunum, eða 84.4°/0
af öllum málbornum lömbum, voru með lungna-
orma þegar þau komu af fjalli. Að afréttar-
löndin séu ekki hættuleg, að þvl er lungnaorm-
ana snertir eða sýking af þeim, sést af því, að
engir voru lungnaormar í sumrungunum, sem
fæddir voru á afréttum og aldrei höfðu gengið
neitt í heimalöndum. í>ar á móti virðist það
bert, að heimalöndin séu hættuleg í þessu til—
liti og það ekki að eins á vorin i maí og jinír
heldur jufnvel fram eftir sumri, eins og sjötti
sumruogurinn, sem borinn var í heimahögum,.
bar vott um.
Að því er magaormana snertir, er ég ekki í
neinum vafa um það, að lömbin fái þá líka í
sig aðallega á vorin í heimalöndum, en
þar sem ég fann vott í öllum sumrungunum
líka, er það auðsætt, að féð getur einnig féng-
ið þá á afréttum; og mun það þá eink-
um stafa af því, að maga.ormarnir séu fljót--
vaxnari og fyr kynþroska en lungnaormarnir..
Eg skal geta þess, að það er ætlun mín, að
þetta haust eða sumar hafi verið óvenjulega
mikið um orma þe^sa þar eystra og að orma-
sýkin gjöri þar í vetur venju fremur mikinn
skaða, einkum ef bændur gæta ekkí hinnar
mestu varkárni i meðferð gemlinganna. Byggi
ég þessa ætlun mína á því, að veðuráttufari
þar eystra var þannig háttað í maí og júní,
að mjög vel lét í ári fyrir yrmlingana og af-
komu .þeirra utan kindar, þar sem þessir mán-
uðir voru bæði mjög blýir og vætusamir.
Þar sem það er nú vitanlegt, að mikill meiri
hluti allra lambanna í ormasveitunum er bú-
inn að fá í sig sýkina, er þau koma að á
haustin, verður það óhjákvæmilegt, ef vel á að
fara, að farið sé með þau sem sjúklinga strax.
á haustin og framan. af vetri, enda þótt ekkert
kunni á þeim að sjást. Lömbin ganga með
sjúkdómsspíruna leynda í sér og hún bíður að
eins tækifæris til þess að þroskast svo, að sýk-
in komi í ljós. Alt það sem háir lömbunum
veikir mótstöðuafl þeirra, hjálpar sýkinni til að
brjótast út. Það er þegar fengin reynsla fyrir
því að lömb þola mun betur sýki þessa, sé vel
farið með þau framan af vetri. Komist þau.
aftur á móti einhvern tima í hann krappann,
svo að þau missi að mun þrek og þol, leggi
af til muna og missi kvið, getur svo farið að
þaú bíði þess aldrei bætur. Sýkin nær þá opt
svo mjög yfirhönd, að jafnvel bezta atlæti í
fóðrun og hirðingu og hvað annað, sem reynt
er til þess að halda lífinu i sjúklingunum, kem-
ur að litlum eða engum notum. Sé mótstöðu-
áfl lambsins lamað að mun, þarf opt og einatt