Freyr - 01.01.1905, Blaðsíða 8
4
FREYR.
þess er gjörð, unz alt vatn, sem er í henni, er
gufað burt. Að lokum verður eftir hvítt duft,
er nefnist mjólkurmjöl.
Mjólkurmjöl úr undanrenningu heldur sér
mikið vel og þolir geymslu. Það má láta það
í poka og tunnur og flytja það langa vegi, úr
einu landi í annað. Fyrirferðin er lítil, og
kostnaðurinn við flutninginn þar af leiðandi
tiltölulega lítill. Sama er að segja um um-
búðirnar; þær geta verið einfaldar ogkostnað-
arlitlar. Þetta mjöl má geyma og nota það
svo smátt og smátt. Til þess að fá pott af
mjólk úr þessu mjöli, þarf eina teskeið, er leyst
sé upp í potti af hreinu vatni.
Það gekk lengi vel mjög erfitt að húa til
þetta mjöl. Aðalerfiðleikinn var í því fólginn,
að það leystist ekki upp í vátni nema að
nokkru leyti. Nú hefur þessi erfiðleiki verið
yfirunninn, og það er fullyrt, að mjólk sem
er tilbúin úr þessu mjöli, með því að leysa
það upp í vatni, sé eins góð að öllu leyti og
vanaleg mjólk.
Yélin sem notuð er við tilbúning mjölsins,
og þykir hafa reynst betur én allar aðrar sams-
konar vélar, er uppfundin af sænskum manni
að nafni Ekenberg. Þessi vél nefnist „Exsic-
cator“ og þurkar upp eða býr til mjöl úr 800
pottum af mjólk á klukkustund.
Vélin, ásamt tilheyrandi áhöldum, sem not-
uð eru við verkið, og húsi, kostar 15,000 kr.
Starfskostnaðurinn getur að sjálfsögðu orðið
minni, ef fengin er minni vél en þetta, og hús
og önnur áhöld sniðin þar eftir. En tiJ þessa
hafa eigi verið búnar til litlar vélar af þess-
ari gerð; en eigi þessi iðnaður framtíð, þá
þarf ekki að efa það, að vélar af mismunundi
stærð verða á boðstólum áður langt um líður.
Reksturskostnaðurinn við framleiðslu mjöls-
ins er lítill, einkum ef unt er að setja aðal-
vélina í samband við mjólkurbú, sem rekið er
með gufuafli. Telst þá svo til, að hann sé
eigi roeiri en */2—1 eyriráhvern pott mjólkur.
t Svíþjóð hafa verið settar á fót nokkrar
verksmiðjur, er búa til mjöl úr mjólkinni og er
þeim larið að ganga vel. í Noregi eru þær
2—3, en hafa átt erfitt uppdráttar. t Ame-
riku eru og slíkar verksmiðjur, þar á meðal
ein, er býr til mjöl úr 200 þúsund pundum á
dag. -— Mjólkurmjölið er notað aðallega við
súkkulaðitilbúning.
Sig. Sigurðsson.
Búskapurinn í Múlasýslum.
Jarðrækt.
aumast er nokkur efi á því, að jarðrækt
er nokkuð skemra á veg komin í Múla-
sýslnm en í flestum öðrum héruðum landsins,
að útkjálkum frátöldum.
Sérstaklega á þetta þó við túnræktina.
Hvergi þar sem ég hefi ferðast um hér á
landi, hefir mér virst tún eins jafnlftil og í
Múlasýslum. Olíklegt þykir mér að þau séu
stærri en svo sem 10—12 dagsláttur að með-
altali. í búnaðarskýrslunum fyrir árið 1902
er meðalstærð túna 1 Múlasýslum talin 6,3
vallardagsláttur, eða þriðjungi minni en í
Norðuramtinu, þar sem meðal tún er talið hér
um bil 10 dagsláttur. Þessar tölur eru áreið-
anlega alt of lágar. * Hlutfallið þykir mér þar
á móti líklegt að fari eigi mjög fjærri sanni,
þ. e. að tún á Norðurlandi séu alt að þriðj-
ungi stærri en á Austurlandi.
í samanburði við þetta get ég ekki stilt
mig um að minna á þann sorglega sannleika,
að eigi alllftill hluti af hagfræðisskýrslum þeim,
sem gefnar eru út árlega á opinberan kostnað,
eru svo óáreiðanlegar, að lítið eða ekkert er á
þeim byggjandi. Hvað lengi eigum vér að
láta þetta viðgangast. Er ekki korninn tfmi
til að ráða bót á þessu?
Ræktun landsins er með réttu talin undir-
staða þjóðmegunar vorrar. Væri því ekki
rétt að byrja með að láta rannsaka hvað mikið
ræktað land vér eigum — tún og matjurta-
garða? Eins og nú er ástatt, er naumast hægt
að segja, að vér vitum neitt um, hvað stórt
ræktaða landið er, og þar af leiðandi ekki
hvað oss miðar áfram í að rækta landið, eða
hvaða héruð leggja drýgstan skerf til þess.
Eins og allir hljóta að sjá er þó þekking 4
þessum atriðum alveg ómissandi, ög ósamboðið
hverri mentaðri þjóð að vera án hennar.