Freyr - 01.01.1905, Síða 10
6
PREYE.
Með réttu má gjöra þá athugasemd við
þennan samanburð, að þar séu aðeins taldar
þær jarðabætur, sem gjörðar eru af þeim, sem
félagar eru í einhverju búnaðarfélagi. En þó
vér hefðum allar jarðabætur fyrir oss, sem
gjörðar hafa verið, mundi það ekki breyta
til rauna hlutfallinu, þvi síðan landssjóður fór
að styrkja jarðabætur, hafa verið mynduð bún-
aðarfélög alstaðar þar sem nokkur áhugi á
jarðabótum hefir vaknað, til þess að geta orðið
landssjóðsstyrksins aðnjótandi.
Skýrslan sýmr ljóslega að áhugi á jarða-
bótum hefir vaknað mikið seinna í Múlasýsl-
um en á Norðurlandi. En hún sýnir jafnframt
að árið 1902 hafa Austfirðingar lagt fram ríf-
lega sinn skerf til að rækta landið borið sam-
an við Norðlendinga. Sunnlendingar byrjuðu
fyrst og eru enn drýgstir, enda hafa þeir bezt
skilyrðin.
Elestir bændur í Múlasýslum bera á tún sín
að vetrinum eða á vorin. Þetta er áreiðan-
lega skakt. Alstaðar þar sem ekki er mikið
vatnsrensli á tún eða aðrar sérstakar ástæður
fyrir hendi, á að bera á að haustinu áður en
jörð frýs. Um leið og borið er á, á að moka úr
sem allra jafnast, og láta svo áburðinn liggja
hreyfingarlausan fram á vor, er ávinsla byrjar.
JÞegar þannig er farið að, fer megnið af jurta-
nærandi efnum áburðarins ofan í jörðina með
haustrigningunum, en af því lltið kemur á
hvern stað, heldur gróðrarmoldin þeim föstum,
þar til jurtirnar þurfa þeirra með. Kögglarnir
liggja á yfirborðinu og hlífa nýgræðingnum
fyrir vorkuldunum. Sé þar á móti ekki mok-
að úr, sígur svo mikið af áburðarlegi ofan i
jörðina undir hlössunum og í kringum þau, að
gróðrarmoldin, getur ekki haldið þvi öllu.
Nokkuð fer því niður i neðri lög jarðvegsins
og tapast. Sumstaðar verður altof mikið af
áburði, en víðast hvar of lítið, nema að því
meira sé borið á, en á svo miklum áburði hafa
fæstir ráð.
Þegar ekki er borið á fyr en eftir að jörð
er orðin' freðin, skolast næringarefni áburðar-
ins, sérstaklega kalíið og saltpétursýran, burt
með snjóvatninu í vetrar- og vorhlákunum, en
kemst ekki ofan í gróðrarmoldina af því rótin
er freðin. Sumt tapast alveg, fer í læki og
gil, en nokkuð staðnæmist í lautum og lægð-
um á túnunum, og verður þar þá oft ofmikið
af áðurnefndum næringarefnum.
Voráburður er líka óheppilegur, sérstaklega
á Austur- og Norðurlandi, af því að þar er
venjulega þurkasælt á vorin. Haugar eru oft-
ast freðnir lengi frameftir, og tún blaut, svo
ekki er hægt að bera á fyr en seint, og ef þá
ekki rignir,, sem oft vill verða, kemst áburður-
inn ekki niður í gróðrarmoldina en liggur ofan
á grasinu. Saltpétursýran breytist í ammoniak
og önnur loftkend efni, sumt fýkur í burt með
vindinum, og nokkuð verður að bera burtu —
afrakstur. A þennan hátt tapast eigi sjaldan
meiri hluti verðmætustu efna áburðarins.
Haustbreiðslan er ekki einungis bezt að því
leyti að á þann hátt verður áburðurinn að öllum
jáfnaði að langbeztum notum, heldur er einnig
ávinsla auðveldust og ódýrast með því móti.
Þar sem tún eru greiðfær, er ávinslan ekki
önhur, þegar haustbreiðsla er yiðhöfð, en að
slóðdraga á vorin, þegar áburðar-köglarnir eru
orðnir hæfilega harðir, sem er bæði létt verk
og skemtilegt, og að hreinsa nokkru fyrir
sláttinn, sem venjulega er nafnið eitt, sé
slóðadregið á réttum tíma.
Áburðarhús eru mjög óvíða í Múlasýslum,
eins og yfir höfuð á öllu landinu. Páeinir
bændur hafa þó komið þeim upp seinustu árin.
Það er sorglegt hvað seint gengnr að boma
bændum í skilning um, hversu afarnauðsynleg
áburðarhúsin eru. Eyrir 3 árum tók þingið
þau á skrá með jarðabótum þeim, sem styrkt-
ar eru úr landssjóði, en lagði svo mikið í
dagsverkið — líklega af óaðgætni — að lítið
gagn varð að.
Réði ég yfir rentunum af Ræktunarsjóði Is-
lands, skyldi ég verja allmiklum hluta þeirra
í næstu B ár eingöngu til þess að verðlauna
vönduð og eftir ástæðum hæfilega stór haugs-
hús. Eg er í engum vafa um að slikt fyrir-
komulag væri landbúnaði vorum hollara en
það sem nú er — að skifta öllu verðlaunafénu
millum kraftmestu og efnuðustu bændanna fyrir
allskonar jarðabætur, sem surnar alls ekki eru
til frambúðar, og erfitt er að fá fulla trygg-
ingu fyrir að séu rétt taldar.
Eftir þeim upplýsingum sem ég fékk, spretta,