Freyr - 01.01.1905, Side 11
FEEYE.
7
tún vel í Múlasýslum þar sem þau eru í góðri
rækt. Þótt hesta talan sé lág er ekki að
marka, því bandið er miklu stærra en í Norð-
ur- og Suðurlandi, bagginn 100—130 pd.
Jtbeyskapur er víða allgóður, sérstaklega
á Út-Héraði og í Vopnafirði.
Vatnsveitingar eru nokkrar hér og hvar, en
mættu vera mikið meiri (sbr. skýrslu Sigurðar
Sigurðsson ráðanauts í Búnaðarritinu 16. I.)
Garðrækt er nokkur í Múlásýslum, svipuð
og á Norðurlandi. I landshagsskýrslunum
fyrir árið 1902 er stærð matjurtagarða talin
38 vallardagsláttur alls eða um 46 Q íaðmar
á bæ að meðaltali. Mest er garðræktin á Upp-
Héraði, enda eru þar betri skilyrði fyrir jarð-
rækt en í flestum héruðum þessa lands. Kar-
töflur þrífast þarmæta vel, sérstaklega í Fljóts-
dal, og bregðast líklega aldrei, ef rétt afbrigði
eru notuð og ræktunin að öðru leyti í góðu
lagi. Halldór Benediktsson óðalsbóndi á
Klaustri setti í vor 330 pd, af. kartöflum, sem
allar voru að vísu fremur smáar, um og undir 2
lóðum hver, og íékk í haust 8400 pd. eða rúm-
lega 25 sinnurn meira en sáö var. Slík upp-
skera er víst mjög sjaldgæf hér á landi. Því
miður veit ég ekki hvað stórir garðarnir eru,
sem kartöflurnar voru settar í. — Hjá Sölfa
bónda Vigfússyni á Arnheiðarstöðum viktaði
stærsta kartaflan í haust 1 pund og 50 kvint.
Á Klaustri er venja að fara að taka kar-
töflur til matar strax og kemur fram í úgúst.
Undan hverju grasi eru teknar með hægð 2—3
stærstu kartöflurnar. Á þennan hátt. segist
Halldór fá uægar' kartöflur til heimilisbrúkunar
allan seinni part sumarins, án þess að skerða
neitt — eða að minsta kosti neitt til muna —
aðaluppskeruna. Kartöflurnar sem eftir séu
skilnar vaxi þeim mun betur. Þetta ættu fleiri
að reyna.
Á Út-Héraði og í fjörðunum vaxa kartöflur
vel í góðum árum, en geta alveg brugðist í
vondum sumrum. Rófur bregðast þar á móti
aldrei, sérstaklega ef notuð væru vermibeð.
Ijarðabúar og Út-Héraðsmenn ættu því að
leggja aðaláherzluna á rófnaræktina, án þess
þó að vanrækja alveg kartöflurækt.
Ákaflega mikil framför væri það, ekki sízt
fyrir Héraðsbúa, sem hafa svo langar og erf-
iðar kaupstaðarferðir, ef þeir ræktuðu svo mik-
ið af kartöflum og rófum, að nóg væri til heim-
ilisnotkunar. Með því spöruðu þeir mikið
kornraatarkaup og þar með dýrar og erfiðar
kaup stað arferðir.
G. G.
S m æ I k i.
Hestafjöldinn á jörðinni. Enskt dýralækna-
tjmarit skýrir svo frá, að alls á jörðinni séú
nm 90 miljónir hesta. Þar af era í Rússlandi
22 miljónir eða 10 hestar á hverri enskri fer-
inílu. I Norður-Ameríku eru 18,266,140 hestar
eða 20 á fermílunni. I Þýzkalandi eru 4,200,000
eða 20 á fermílunni. í Erakklandi 3,500,000.
I Þýzkalandi og Erakklandi eru 150,000 hest-
ar hafðir til herþjónustu eingöngu. I Austur-
ríki og Ungverjalandi eru 4,800,000 hestar og
þar af eru 280.000 ríkiseign. Á Bretlandi eru
3 milljónir hesta. I Noregi og Sviþjóð 663,000.
í Belgíu 300,000. í Hollandi 270,000. Á
Spáni 400,000. í Svisslandi 110,000. í Grikk-
landi 100,000. Á Ítalíu 850,000. Á Balkan-
skaganum 1,500,000. (Danmörku 487,000. Á
Islandi 46,000). I Kanada 1 miljón. I Suður-
Ameríku 6Y2 miljón. I Afríkn 5 miljónir.
Eyjaálfn 1,800,000. Á Nýja-Zeclandi 5 milj.
I Asíu 10 miljónir. — Af Osrium eru í Ame-
riku 4,700,000, Evrópu 3,200,000. Afríku
2,000,000 og Asíu 1,300,000. Þeim kvað stöð-
ugt fjölga.
Dýr hrútur. I tvævetran hrút, sem Fjár-
ræktarfélag Suðar-Þingeyinga á, hafa þeir Jón
Bergsson á Egilsstöðum í Suðurmúlasýslu og
Þórður Gunnarsson á Höfða í Suðuf-Þingeyja-
sýslu boðið 100 krónur hvor.
Þetta er meira en helmingi hærra verð, en
oss er kunnugt um að nokkru sinni fýr hafi
verið boðið í eina kind hér' á landi, og gleði-
legur vottur nm vaxandi þekkingu og áhuga á
búpeningsrækt.
Vænt fé. Jósep Jónsson óðalsbóndi á Mel-
um í Strandasýslu, skrifar Frey • að hann eigi