Freyr - 01.01.1908, Blaðsíða 20
16
PREY ft.
ur af saltkjöti voru fluttar frá Reykjavík til
útlanda það haust.
Sláturstaðir voru í Reykjavík haustið 1901
14 og kjötsalar jafnmargir.
Freyr hefir aflað sér upplýsinga um slátr-
un sauðfjár í Reykjavík seinast liðið haust, og
hirtum vér hér nöfn kjötsala og tölu sláturfjár
er hver um sig hefir látið slátra:
Nöfn kjötsala. Tala sláturfjár.
1. Brydesverzlun ........................ 173
2. Gunnar Einarsson, um................ 3,500
3. G-unnar Gunnarsson.................... 560
4. íshúsið, tæp........................ 5,000
5. Jón Þórðarson....................... 3,282
6. Sigurgeir Torfason.................. 2,369
7. Sláturfélag Suðurlands.............. 9,300
8. Thomsens-verzlun.................... 1,500
Samtals................................ 25,684
Auk þess sláturfjár sem hér er talið, hefir
verið slátrað talsverðu á heimilum eins og að
undanförnu, en nokkuð er það þó að minka.
Sláturfélag Suðurlands sendi í haust til út-
landa 273 tunnur af saltkjöti; hitt hafa Reykja-
víkurbúar keypt. Kjötneyzlan er því fullum
þriðjungi meiri i Reykjavík nú en fyrir 6 ár-
um síðan, enda bæjarbúar nú 10,300 en 1901
aðeins 6682.
Sláturfé mun hafa verið sent til Reykja-
víkur með mesta móti í haust, bæði vegna þess
að heybirgðir voru með minsta móti, en hins-
vegar verð á sláturfé gott. Eftirleiðis þarf því
naumast að gjöra ráð fyrir að meira sláturfé
komi til bæjarins en þörf er á handa bæjarbú-
um. Að vísu mætti reka mun fleira sláturfé
úr Borgarfirði til Reykjavíkur en gjört hefir
verið að undanförnu, og er mjög líklegt að
sláturhúsið hér og slátrunarsamtök bænda stuðli
til þess. Á því er líka full þörf, haldi Reykja-
vík áfram að stækka eins ört og undanfarin ár,
ef ekki á að verða hér kjötekla, þvi litlar lík-
ur eru til að sauðfé fj'ólgi verulega næstu árin
hér Sunnanlands, bæði vegna fólkseklunnar, og
svo eru margir bændur farnir að leggja meiri
áherzlu á nautgriparæktina en áður var gjört,
einkum í Árnes- og Rangárvallasýslum.
$>
Verzlunarfréttir.
Innlendar.
ReykjavíJc. Verðlag í janúar 1908 (Verzl*
unin Godthaab). Rúgur 100 pd. 8,75 kr.
Rúgmél — 9,00 _
Hveiti nr. 1 — 12,00 -
Do. - 2 — 10,00 —
Do. - 3 — 9,00 _
Baunir — 12,00 —
Hrísgrjón heil — 13,00 —
Bankabygg — 12,00 —
Kaffibaunir nr. 1 — 55,00 —
Export kaffi — 42,00 —
Kandis — 25,00 —
Hvítasykur — 24,00 _
Púðursykur — 21,00 _
Verðið er miðað við sölu i sekkjum og
kössum, með þeirri stærð, sem að ofan er
greind, mót peningum.
10/
/10
17/
/10
24/
/10
3!/
/10
7/
/11
14/
/11
2!/
/11
28/
/11
5/i2
12/l*
Verðlag smjörmatsnefndarinnar.
’07. Bezta smjör 102 kr. 100 pd.
_ _ _ 106 — — —
— — _ 107 — — —
— — — 105 — — —
— _ _ 105 — — —
_ _ _ 105 — —
— _ _ 105 — — —
— — _ 105 — — —