Freyr - 01.04.1910, Side 3
Um kartöflur.
Erindi flutt á aðalfundi Jarðræktarfélags Reykjavíkur, 30. marz þ. á.,
af Einari Helgasyni.
Hálf önnur 'feld er nú liðin síðan að kart-
öflur fluttust liingað fyrst til lands, það var
árið 1758. Að vísu er þetta ekki langur tími,
en þó svo langur, að fyrir þær sakir ættu þær
að geta verið almennar og meir ræktaðar en
gert er.. Kartöfluræktin á ekki að þurfa að
bregðast hér sunnan lands, eu nokkru öðru
máli er að gegna um aðra landsfjórðunga,
en út í það fer eg ekki frekar i þetta
sinn, heldur ætla eg mér að tala um karöflu-
ræktina með Reykjavík fyrir augum.
Kartöflurækt Reykvíkinga hefir alt af
verið lítil og er það enn, þótt vaxandi fari hún
að vísu, eftir því sem skýrslurnar segja.
Árið 1853 var tala kálgarða í Reykjavík
156, ón ekki er getið um stæið þeirra. 1867
voru þeir 444 að tölu og um 27 dagsláttur
alls.
Aldamótaárið voru þeir orðnir 34 dagsl.
og árið 1907 um 47 dagsláttur.
' Árið 1804 voru garðar á öllu landinu 293
að tölu. 1854 6007, af því rúmur helmingur í
Suðuramtinu. Árið 1900 var flatarmál kálgarða
á öllu landinu 780 dagsláttur. Af því kemur
meir en helmingur á Suðuramtið. Árið 1907
340 dagsláttur á öllu landinu, af því kom nær
því 8Á á Suðurland.
Kartöfluuppskeran í Reykjavik var árið 1907
608 tn. Árið þar á undan var flutt til bæjar-
ins frá útlöndum 1943 tn. Uppskeruna meg-
um vér því fjórfalda áður en hægt er að út-
rýma útlendum kartöflum, ef gert er ráð fyrir
líkum mannfjölda í bænum og nú er og álíka
aðflutningi innlendra kartaflna til bæjarins og
nú er.
Hversu niiklar kartöflur Reykjavíkurbúar
kaupa úr nærliggjandi héruðum, er engin skýrsla
um. Eg er ekki að amast við þeim kaupum og eg
er heldur ekki að amast við kaupum á útlend-
um kartöflum í sjálfu sér, en eg vildi reyna að
hvetja til að sýna nú meiri rögg af sér, meiri
framkvæmdir en verið hefir.
Að vísu er það satt að Reykjavíkurland
er ekki sem bezt fallið til kartöfluræktar, en þó
er reynsla fyrir þvi, að þar má fá dágóða kart-
öfluuppskeru. Landsins vegna er ekkert því
til iyrirstöðu að fjórfalda megi uppskeruna frá
því sem er.
I nærliggjandi héruðum er víða gott kart-
öfluland, t. d. víða í eyjunum, fram á Seltjarn-
arnesi, suður á Álftanesi, upp í Mosfellssveit og
á Kjalarnesi og eins og allir vita, upp áAkra-
nesi. Það væri fallega gert af Reykjavíkur-
búum að hjálpa til að gera arðberandi sem
flesta bletti sem nú eru ónotaðir. Þegar til
framkvæmdanna kemur verður aðal-vandaspurs-
málið það, hvernig eigi að fá áburðinn. Út i
það ætla eg ekki að fara hér, það er svo marg-
rætt og flestum þeim, sem hér eru viðstaddir,
mun vera það nokkurnvegin kunnugt.