Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1910, Blaðsíða 4

Freyr - 01.04.1910, Blaðsíða 4
50 Í'REFR. JÞað er sagl að „margar hendur vinni létt verk“ og oít er það svo; það virðist því svo sem möguleiki ætti að vera til þess að bæj- arbúar gætu myndað sér þarua gróðaveg, stofn- að félag, eða öllu heldur mörg smá félög, er tækju land til að rækta á kartöflur. Eg hefði betri trú á því að félögin væri fámenn heldur en að þau væru margmenn; fáir menn geta fremur verið samhentir og samrýmdir en inarg- ir; því oft ber það við að margar hendur vinna sér verkin of létt. Vildi einn og einn maður gera sér það að atvinnu að ná sér í land og rækta þar kartöflur, þá heíði eg hinabeztutrú á því. Hann findi þá svo vel til þess að vel- gengni hans væri mikið undir því komin að hann stundaði verkið af alúð og hagsýni. Það er enginn vafi á því að margir blett- irnir eru til á landinu sem eru vel fallnir til kartöfluræktar og það er heldur enginn vafi á því, að þeir blettir eru fleiri en alment er álit- ið. Eg hefi þegar minst á að rækta mætti hér bæjarlandinu kartöflur til álitlegs hagnaðar. En hvergi þekki eg jafngott kartöfluland hér nærri bænum eins og fram á Seltjarnarnesi ogþar fylgir sá kostur, að þar má ná í þang og þara. Seltirningar mundu sjálfir vera búnir að taka það land til ræktunar ef ekki væri það ólag á, að landið er óskift og því ekki neins sérstaks manns eign. í>að fyrirkomulag er víðar en hér þrándur í götu fyrir verulegum framförum i jarðræktinni; svo hefir það verið í Færeyjum til skains tíma. Það væri nógu vel til fundið ef Reykvíkingar gætu komið því til leiðar, að þetta land á Seltjarnarnesinn yrði bráðlega tekið i rækt. Þegar talað er um kartöflurækt, þá verður að gera greinarmun á tvenskonar fyrirkomu- iagi, eftir því hvort kartöflulandið er stórt eða lítið. Venjulegast er að landið sé lítið, smá garðar, svo litlir, að það krefur ekki mjög mikla vinnu að hirða um þá með handverkfær- um einum saman. Og þegar garðarnir eru litl— ir geta menn komist yfir að hirða þá vel og hlúa að hverri plöntu. Þá mega plönturnar líka stauda miklum mun þéttara, heldur en þar sem garðar eru svo stórir að taka verður hestana til hjálpar við vinnuna. En litlu garð- holurnar geta gefið mikiu meiri uppskeru að tiltölu en stóru garðarnir, en kostnaðurinn við þær er líka tiltölulega langtum meiri, en þar sem landið er stórt, ef öll vik þarf að reikna. En þvi er nú oft svo varið, að menn gera ekki annað þarfara en að annast dálítinn jurta- garð og arðurinn af þeirri vinnu er ótrúlega mikill. Þá skal eg fara nokkrum orðum um kar- töflurækt í stórum stil. I þvi efni er oss mjög ábótavant, eins og von er til, þvi slík ræktun er að byrja hér allra siðustu árin. Þótt ekki sé um stærra kartöfluland að ræða en eina dagsláttu, þá sjá allir, að það mundi þurfa svo mikinn vinnukraft, ef stunda ætti þá rækt á sama hátt sem gjört er í venju- legum görðum, að það mundi flestum ókleyft, hvað þá ef um stærra land væri að ræða. Svo umfangsmikil kartöflurækt verður að byggj- ast á hestavinnu, að svo miklu leyti sem henni verður við komið. Til þess þurfa nokkur verk- færi: plógur, herfi, hreykingarplógur,v tvenn ak- týgi og vagn. Það eru til vélar, sem nota má við niðursetningu og upptöku kartaflna, en þær eru dýrar í samanburði við notin og eru því mjög lítið notaðar á Norðurlöndum. Að því leyti sem eg þekki til þá eru þær helzt notað- ar í Ameríku og á Þýzkalandi. Eg vil ráða mönnum frá að hugsa um kaup á slíkura vél- um að svo stöddu. Það má setja niður um leið og plægt er og það má greiða fyrir upp- tökunni með því að plægja upp kartöfluraðirnar. En geta vil eg þess, að bezt gerist niðursetn- ingin með spaða og upptakan með þéttyddri kvisl eða kartöflugrefi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.