Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1910, Page 7

Freyr - 01.04.1910, Page 7
FREYR. 53 minsta kosti ber sú skýrsla með sér, að okkur vantar mikið til að kunna að haga verkunum svo að þau verði eins ódýr. Það er mjög svo mikilsvert að rækta góð afbrigði, bæði þau sem spretta vel og þau sem eru góð til matar. Hingað til höfum vér að- eins ræktað kartöflur til matar og útlit er fyrir að þess muni langt að bíða að þær verði rækt- aðar i öðru axignamiði en því eiuu. Þessvegna eru góðar matarkartöflur i hærra verði en þau afbrigði, sem ekki þykja eins ljúffeng. Satt. er það að kartöflurnar verða beztar á bragð úr leirkendum sandi, en sum afbrigði verða þó aldrei bragðgóð hvernig sem jarðvegurinn er. Síðan gróðrarstöðin í Reykjavík var stofn- uð hafa allmörg afbrigði verið ræktuð þar ár- lega, og mismunurinn á arðsemi afbrigðanna er mikil-1. Bráðþroska og miðlungi bráðþroska afbrigði spretta betur en hin seinvöxnu og mjög seinvaxin afbrigði virðist ekki tiltök að rækta hér á landi. Þetta er óheppilegt, vegna J)ess fyrst og fremst, að seÍDvöxnu afbrigðin verða þroskameiri en hin, ef þeim endist tími. Og í öðru lagi er það óheppilegt af því, að bráðþroskaafbrigðin ná ekki svo fljótum þroska hér, að þau verði hæf til að takast upp fyr en seint á sumri. Því er þannig varið, að jafn- vel hin bráðþroskuðustu afbrigði verða sjaldan fullþroska hér á landi. En þrátt fyrir þetta er kartöfluræktin’ eins arðsöm eins og vér allir vitum. Það er svo lítið sem vantar á þroskun fjölda margra afbrigða. Hér á landi eru ræktuð ýms kartöfluaf- brigði; sum þeirra eru rauð, sum blárauð, sum gul og sum hvítleit. Vór getum sannfært oss um, að ef vér setjum niður rauðar kartöflur, þá verður uppskeran rauð, setjum vér bláar, fáum vér bláar, og setjum vér gular fáum vér gular o. s. frv. Samskonar á sér stað með lögunina, út af aflöngum koma aflangar, og út af hnöttóttum hDöttóttar. Eins og það er með lit og lögun, þannig er það og með aðra eiginleika kartaflnanna, t. d. gæði þeirra og þroskunar- eðli. Vitanlega er það hvorttveggja háð jarð- vegi og tíðarfari. Hin ýmsu afbrigði hafa mis- jafna möguleika í sér fólgna til að þróast. En í þessu efni getur þó breyting frá aðalreglunni átt sér stað, eins og seinna verður vikið að. Þegar vér höfum komist yfir kartöflur, sem spretta vel og eru bragðgóðai-, þá er að halda í þær, en þó jafnframt að leita fyrir sér með hægð og gætni hvort ekki fáist aðrar betri. Ýmsir bændur þykjast hafa tekið eftir því, að betra sé að skifta um útsæði við og við; sama skoðun er allmjög ríkjandi í Baudaríkj- unum; En vísindamenn hafa ekki, svo eg viti til, fært rök fyrir þessu. Þetta atriði er því eitt af þeim, sem ekki skyldi leggja ofmikinn trúnað á, en er þó þess vert, að því só gaumur gefinn. Þeir sem hafa gott kartöflukyn ættu að halda í það og þó svo fari að það virðist sem rýrnun sé að koma í það, þá ætti samt ekki að eyðileggja það. Reyna mætti að koma því í fóstur tveggja ára tfma, í annari sveit, eða að mÍDsta kosti í öðrum jarðvegi og taka það svo heim aftur. Eg veit til þess að bænd- ur í Ameríku gera það stundum. Það mundi nú minna bera á þessari hnign- un i kartöflunum, ef hægt væri að skifta um gróður í görðum. Hér á landi er erfitt að koma þeim skiftum við vegna þess hve fáar nytjaplöntur eru ræktaðar, en meira mætti þó að minsta kosti skifta á um rófur og kartöflur, en það hefir minDÍ þýðingu heldur en skifti á á öðrum gróðri, vegna þess, að þær tvær plöDt- ur hafa svo svipuð áhrif á jarðveginn. Því er rauoar þannig varið að kartöflur má rækta ó- trúlega lengi í sama garðinum ef nóg er í hann borið. Sumir tala um það, að „hvíla“ garðana við og við, ár og ár í senn, en slíkt er ekki rétt

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.