Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1910, Síða 11

Freyr - 01.04.1910, Síða 11
, í'REYR. 57 korn, mun vafasamt, eD heldur bendir það á það. Annars voru orsakirnar til þess að laud- búnaðurinn fer svo mjög hnignandi á 14. öld ýmsar; miklu munu drepsóttir (svartidauði 1402) og harðindi hafa valdið, eu þó hefir hitt, ómenska og sundrung, ánauð og kúgun, valdið meiru og orsakir þess orðið víðtækari. Ræktarleysi við land og þjóð fór þá mjög í vöxt, og varð það ait og íleira orsakir þess, að hinn mikli blómi, sem hvílt hafði yfir landbúnaðinum á 10. —11.—12. öld smá-minkaði og hvarf loks að fullu. Þegar Eggert Ólafsson ferðaðist hér um 1752—57, þá segir hann, að ekkert svinahald sé hér annað en það, sem kaupmenn hafi og hafi flutt með sér frá Danmörku. Síðan hefir iítið verið .gert til að koma á. svínahaldi hér á landi. I sambandi við Hval- veiðastöðvarnar fyrir austan, hafa verið haldin svin, og að sögn hafa þau útbreiðst nokkuð um Austfirði, þó ekki sé það mikið. Eins eru nokkur svfn í Dalasýslu, þar hafa þau breiðst út frá Sauðafelli, en þar hafa þau verið í nokkur ár. A Akureyri og i Reykjavík hafa líka ein- staka menn fengið eitt og eitt svín, en altaf var það fátt og aðeins hjá einstöku mönnum, þar til nú síðustu árin að þeim hefir ögn fjöig- að. í Reykjavík er það Sláturfélag Suðurlands, sem hefir haldið svin í sambandi við slátur- húsið, og á Akureyri hefir Sigurður Sigurðsson, skólastjóri frá Hólum, komið upp svínastofni. Og það er fyrst nú á síðustu 3 árum að eigstaka bændur hafa fengið sér svín. Eins höfðu örfá mjólkurbú svín nú á síðasta sumri. Hér sunnanlands er það einkum frá Sláturfél. að bændur hafa fengið grísi. Deir bændur sem hafa reynt að hafa svín láta vel af þvi. En þeir eru enn fáir, euda er ekki von á öðru, því ekki geta allir feugið sér svin frá þeim fáu mönnum, sem nú hafa svín, og það því síður sem það eru fáir aí þeim, sem ala svín upp. Alment hafa bændur engin svin, og því er ekkert svfnahald álslandi núsem stendur. Viðþví er líka- varla að búast, þar sem allur þorri manna hefir megna óbeit á svinakjöti, og margir vilja alls ekki sjá það, þó þeim stæði það til boða. Svínið var iyr talið „óhreint dýr“ og enh eidir eftir af því. Það er með svínakjöt nú eins og það var með hrossakjöt fyrir nokkrum árum, þá vildi enginn borða það, eu nú eru það flestir sem borða hrossakjöt, og það er hlegið og hæðst að hinum, sem enn hengja sig í garnlan vana og siðvenjur, og ekki vilja borða það. Alveg eins verður það eftir nokkur ár með sviuakjöt- ið, menn munu fljótt komast að raun um það, að svíuakjötið er eitthvert bezta kjötið, sem maður fær; og fleskið —- feitakjötið af svíninu — er lika gott, sé það vel og rétt matreitt. Svína- kjöt er sannkallaður herramauusmatur. Þessi óbeit á svínum og svínakjöti stafar víst að nokkru leyti af því að svínið var álitið, — og er víst víða enn, — eitthvert sérstakt. ó- þrifadjlr. Þessi skoðun er röng, sé svínið vel hirt er langt frá að það sé óþrifið. Þvert á móti er svinið hreinlegt dýr, sem ógjaruan vill vera skitið. Af því að það samkvæmt eðli sinu er gjarnt til að róta til í mold og öðru og leita að pöddum og öðru sér til fæðu, þá er það oft skitið um trýnið, en sama geta önn- ur dýr einnig V6rið. Af því að svínin eru gis- hærð ber einnig meira á þeim, ef þau skitna en öðrum dýrum, en þó sjást t. d. oft brÍDgu- skófir á því sauðfé, sem illa, er hirt, og skitna ekki hestar á lærunum ef þeir eru illa hirtir? Jú, eg held það, og það er alveg eins með svínin, séu þau illa hirt, hafi þau lítið rúm, og séu þau látin liggja í bleytu, þá skitna þau líka. En séu þau hirt vel, og eins og ber, þá eru þau hrein og þokkaleg, eins og hin dýrin.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.