Freyr - 01.04.1910, Qupperneq 13
FREÝR.
mikið af leifum og ýmsum úrgangi, að það nægir
til að fæða eitt svín. E>að mundi þó oftast
vera rétt að gefa því ögn af korni seinasta
mánuðinn, það gerir fleskið fastara og betra ogþó
það yrði gert, þá mundi þannig löguð svínarækt
marg-borga sig.
A hverjum bæ gæti þá verið 1—2 svín.
Grísina yrði að kaupa, þeir kosta 4—6 vikna
gamlir frá 8— 14 kr. og ætti þá að hagakaup-
unum þannig, að þeir væru orðnir 7—8 mán.
gamlir, þegar ætti að slátra þeim.
Dálitla mjólk þurfa þeir fyrst eftir að þeir
eru keyptir og só mjólk aflögu er ætíð gott að
gefa hana svínum. Annars éta þau alt, garnir,
mysu, fiskiúrgang, og í einu orði sagt alt sem
♦
matarkyns tilfelst á heimilinu.
Svinið eða svínin mætti hafa í tómum fjós-
bás, séu þau vel hirt þarf ekkert óloft af því
að koma í fjósið. Dýrara er að hafa þau í
sérstöku húsi, enda mundi það oftast verða of
kalt. Þau þurfa helzt að hafa 12° C. rainst.
Líka mætti hafa þau afkróuð í öðrum penings-
húsum.
En þó bændur nú alment vildu fá keypta
grísi þá geta þeir það ekki. Eyrst framan af
mundu svínastofnanir varla borga sig, bæði eru
menn óvanir við svínarækt og þess vegnayrði
meiri misbrestir fyrst í stað en vera bæri og
vera yrði, þá menn vendust henni. Eins er
markaðurinn fyrir grísina dálítið stopull fyrst,
meðan menn eru að komast upp á lagið, fyrst
meðan menn eru að komast upp á að borða
kjötið.
Einstakir menn mundi þess vegna varla
fást til þess að ala upp grisi, og ef þeir gerðu
það rauudu þeir vilja setja svo hátt verð á þá
að sumir þess vegna fældust frá að fá sér grísi.
Eg álít því rétt að styrkja einstaka dug-
lega menn til að koma upp svínaræktarstöðv-
um t. d. í hverri sýslu.
Þá ættu bændur hægt með að ná sér i
5&
grísi og þá mundi brátt koma nok-kur svína-
rækt þó ekki væri í stórum stih
Ekki ætti að styrkja þá nema aðeins fyrstu.
eða fyrsta árið, því' þá ættu þeir að vera búnir
að fá þá æfingu, og bændur búnir að fá þá
þekkingu á svínaræktinni, sem nóg væri til
þess að hún héldi áfram.
JÞað yrði þá hlutverk Búuaðarfélags Islands
að styrkjá þessa menn, fyrst mætti gera til-
raun þar sem helzt væri líkur fyrir að vel
gengi, og eg er ekki í efa. um árangurinn.
Hann yrði sá, að bændur, sér kostuaðarlítið, gætu
fengið og alið upp svín, og fengið gott bús-
ílag á þeim tíma er helzt þyrfti. En þá mætti
ekki hver einstakur byrja á að hafa of mörg,
og því þurfa að kaupa meginið handa þeim.
Nei, aðeins 1 eða mest 2, það yrði mátulegt,
og þá væri fenginn sá sár, sem lengi væri hægt
að láta í ýmsan úrgang og sem vel mundi
borga' það, sem í hann væri látið.
Þjóðarsmán.
Andstæðingar stjórnarinnar telja það þjóðar-
smán, að Björn Jónsson lialdi ráðherravöldun-
um til næsta reglulegs alþingis.
Stjórnarblöðin telja það þjóðarsmán, ef
kjósendur láti ginnast til vautraustsyfirlýsinga
gegn ráðherranum út af bankafarganinu.
Áfengisbannféndur telja bannlögin frá síð-
asta þingi þjóðarsmán og bindast samtökum
gegn þeim ófögnuði.
Bannvinirnir telja þau samtök þjóðarsmán
og hervæðast gegn þeim.
Kyrlátu mennirnir í landinu telja usla og
öfgar blaðanna út af bankamálinu þjóðarsmán,
af því að þar sé ekki einu orði að trúa frekar
en verkast vill.