Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1910, Síða 14

Freyr - 01.04.1910, Síða 14
60 FREYR. Það er talin þjóðarsmáQ að þegjaogþjóð- arsmán að tala um það mál. Það sem einn kallar þjóðarsmán, kallar anuar þjóðarheiður. Svo sammála eru menn um þessar mundir. En mitt í öllu þessu smánarrifrildi birtist dálítil grein í 12. tölublaði Ereys í. á. eftir dýralækninn okkar, stillileg og hógvær grein og að öllu leyti ólík þjóðarsmánarleiðurunum, en segir þó frá þeim atburðum í búnaðarsögu vorri síðustu mánuði ársins sem leið, er flestir geta liklega orðið sammála um að sé þjóðar- smán. Það er áhugi sanðfjáreigendanna mældur í aurum. Með stakri elju og atorku hefir erlendur visindamaður árum saman unnið að því að út vega bændum örugga vörn gegn einni verstu plágu sauðfjárræktarinnar, bráðapestinni. Honum hefir tekist það svo vel, að öllum kemur saman um, að þessari plágu muni að inestu aflétt í framtíðinni, ef ráð hans sé rétti- lega notað. Hagurinn fyrir íslenzka landbúnaðinn óút- reiknanlegur i krónum, auk heldur að hann verði mældur í aurum. Hann veltur á hundruðum þúsundum, já miljónum króna er tímar líða, ef miðað er við það voðatjón, sem bráðapestin hefir hingað til gjört á Islandi. Þótt hinn margumræddi varasjóður lands- bankaus týndist allur, væri það litilræði eitt móts við það tjón sem bráðapestin hefir bakað landbúnaðinum okkar. Uppgötvun bráðapestarbóluefnisins er ó- metanlegt hagræði fyrir sauðfjárræktina, og hið mesta kærléiksverk fyrir sauðfénaðinn. Feginslætin yfir þessari uppgötvun hafa gengið ijöllunum hærra meðan vér nutum góðs af henni sem ölmusumenn annarar þjóðar. Meðan bóluefnið fekst gefins. Nú er tekio í mál aö hætta að gefa okkur þetta dýrmæta meðal. En hvað skeður þá ? Hámark verðs á bóluefni telja bólusetjar- arnir langflestir 1 — einn eyri í kindina, segir dýralæknirinn, ef bændur eigi alment að líta við því, eftir að farið sé að selja það. Hámarkið hjá langflestum einn eyrir, en margir, sem telja það geipiverð og nefna l/i — einn fjórðapart úr eyri. Eftir þeirn svörum bólusetjaranna, mann- anna, sem langbezt ættu að þekkja áhuga bænda á útrýming bráðafársins, vill almenning- ur því ekki líta við því að forða bústofni sín- um frá kvalafullum dauða og sjálfum sér frá fjárhagslegu stórtjóni, fáist bóluefnið ekki sama sem gefins. Miklir búmeun erum vér íslendingar í byrj- un 20. aldarinnar, og heldur • er oss ant um vel- líðun skepnanna, sem við lifum mest á (!) 10—15 aurar fyrir bóluefnið í kindina var hið minsta sem vér gátum boðið oss að vansa- lausu og ekki horfandi í hærri borgun heldur en að verða af þessu meðali. Þvi yrði margur góður maður feginn, ef þessi skýrsla bólusetjaranna reyndist ekki á rökum bygð, en því miðnr er hætt við, að þeir hafi alt ofmikið til síns máls. Hér vestra hafa bændur í nokkrum hrepp- um mist fé sitt unnvörpum i haust og vetur úr bráðapest. Bólusetjarinn sem eg veit ekki betur en hafi jafnan bóluefni á reiðum höndum, er búsettur í miðju héraðinu, en hans hefir ekki verið leitað svo eg viti, þótt sumir bændur hafi mist nær helming fjár síns. Þetta dæmi bendir því miður á, að skýrsla bólusetjaranna sé á nokkrum rökum bygð. Það er þjóðarböl meira en tárum taki, ef bændur á íslandi tíma ekki að sjá af einu kindarverði til að tryggja líf 100 sauðkinda í búi sínu.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.