Freyr - 01.04.1910, Qupperneq 15
FREYft.
6t
Og verða svo ef til vill af þessari dýrmætu
hjálp, einuru mestu og gleðilegustu framförum
í sauðfjárræktinni.
Það er þjóðarsmán.
Sigurður Stefánsson.
Búnaðarritið,
Útg. Búnaðarfélag íslands XIII. ár, 1909.
Árgangurinn er 4 hefti, 23 arkir alls.
Margt er nytsamt og íróðiegt í ritinu eins og
vænta má og langar mig til að dreppa á hið
helzta af því. Fylgi eg sömu röð og er á rit-
inu. Sleppi þó ýmsum skýrslum vegna rúm-
leysis hér.
Jón Jónatansson: Verkíæri og verkfæra-
kaup. — Ritgerðin byrjar með upphvatning til
hænda til þess að nota hentugri og betri verk-
færi, en títt ér og spara með því mannsaflið.
Hún skiftist 4 kafla: jarðyrkjuáhöld, heyskapar-
áhöld, flutningsakfæri, útbreiðslu verkfæra.
Vil eg ráða mönnum til að kynna sér
þessa grein rækilega í henui eru margar góð-
ar bendingar.
Helgi Jónsson: Gróðrar- og jarðvegsrann-
sóknir. — Ritgerðin hljóðar um gróður i Ár-
nessýslu, er það skýrsla um rannsóknir Helga
á ferð hans þar sumurin 1906 og 1907.
Höfundurinn getur nokkurra hinna helztu
plöntufélaga. Aðalgrastegundin í túnunum er
snarrótarpuntur, þá túnvingull og vallarsveif-
gras. — Mýrunum skiftir hann í venjulegar
mýrar, með mýrastör sem aðalgróðri, og gul-
stararmýrar. — Á mosunum eru raklendismos-
ar hinn upphaflegi gróður; en þar er nú ríkj-
andi vetrarkvíðastör, flóastör, horblaðka, klófífa,
mýrarstör, hengistör og tjarnarstör. —- Á fióun-
um er mest af klófffu, vetrarkvíðastör og mýra-
finnungi. — í tjarnargróðri er mest af tjarna-
st.ör, vatnsnál, fergini o. fl. — Skógana nefuir
höfundurinn einu nafni kjarr. Undirgróðurinn
er venjulega samsettur af lyng- og grastegund-
um. — Á lynglieiðunum er mest af beitilyngi,.
krækiberjalyugi, bláberjalyngi, fjalldrapa og
viði. - í vallendisgróðri er mest af snarrótar-
punti, hálíngresi og túnvingli.
Annar kafli ritgerðarinnar er um jarðveginn
í móum og mýrum. Er þar skýrsla um efua-
sambönd i mörgum jarðvegssýnishornum, er
Helgi safnaði, en Ásgeir Torfason rannsakaði.
Bezt leizt Helga á mýrarnar milli lngólfs-
fjalls og Olfusár.
Einar Hjörleifsson: Heimflutningur Vestur-
íslendinga. — Telur hann líklegra að ameriskir
bændur mundu koma hingað og setjast hér að
heldur en verkafólkið.
Alfred Kristensen: Sveitalíf á Islandi. —
Hugljúf grein, sem allir ættu að lesa.
Fundargerð um gróðurtilraunir. Skýrt frá
fnndi er forstöðumenn gróðrarstöðvanna héldu
með sér til að ræða um fyrirkomulag tilraun-
anna.
Annað hefti ritsins er ura búnaðarþingið.
Skýrslur sem lagðar voru fyrir það og það
sem þar gerðist.
Torfi Bjarnason: Landpiágan mesta. —
Þörf og rækileg hugvekja um heyásetning. Hor-
fellir hefir átt sér stað alt af við ctg við hér á
landi, alt frá dögum Hrafna-Flóka og fram að
siðustu 20 árunum, þá stóð hungurdauði fyrir
dyrum, alt fyrir þetta eina, að menn gleyma
því allajafna að „mögru kýrnar koma á eftir
hinum feitu,“ eins á íslandi og á Egyptalandi.
Oss gengur illa að muna að vér búum norður
á íslandi en ekki suður á Sjálandi eða Eng-
landi.
Orsakir til horfellis telur höf. að ávalt hafi
verið þessar þrjár: