Freyr - 01.08.1910, Page 4
98
JTREYR.
þriía, því, þeim kosti hefðu hlotið að íylgja þeir
ókostir, sem hefðu orðið okkar sauðfjárrækt til
meiri skaða, en ullargæðin hefðu getað hætt
oss. Ullargæðum Merinos fylgir óþol og litlir
framleiðslukostir, eða söfnunarþrif, sem oss eru
meira virði en fín ull. Loftslagið hér og lífs-
skilyrði eru líka gagnólík þeim lífsskilyrðum
og loftslagi, sem hið spánska Merinos hefir
framleiðst við.
Merinos er það sem kallað er landalið fé.
Það er upprunnið frá spánska hálendinu,
þar hefir það til orðið í þurru, hlýju loftslagi,
og lifað á smáum, viltum hálendisgróðri. Það
tekur illa eldi, og hinn eini kostur þess er smá-
ger ull. Tilraun þessi náði ekki tilgangi sín-
um, enda stóð hún stutta stund og má telja
það happ fyrir íslenzka sauðfjárrækt.
2. Önnur tilraun var gerð haustið 1855;
þá komu fjögur lömh ti) Rvíkur, sem fara áttu
að Hraungerði til síra Sigurðar Thorarensen;
það voru tveir hrútar og tvær gimhrar. Af
hvaða kyni þau voru, vita menu ekki, en eg
hygg að þau hafi verið af ensku fjárkyni og
eftir því sem gamall maður i Miðdal í Mosfells-
sveit, sem sá kindurnar, hefir skýrt mér frá,
voru þær kollóttar. Hvað útaf þeim hefir kvikn-
að vissi hann ekki, en líkur eru til að það hafi
verið mjög lítið, því skömmu eftir að þær korau,
kom í ljós að þær höfðu kláða..
3. Sama ár um vorið kom til síra Þórð-
ar Cfrímssonar á Mosfelli 1 Mosfellssveit fjórar
veturgamlar kindur, tveir hrútar og tvær gimbr-
ar. Heimildarmaður minn, hinn sami sem áð-
ur er nefndur, lýsir þeim þannig: TÞær höfðu
sívalan vöxt, jafnhrokkna, þykka ull, voru kol-
óttar og bláar nasir, og kollóttar. Út
af þeim mun allmargt fé hafa komið. Ennfrem-
ur segir hann, að það hafi blandast saman við
kollótt fé upp um Borgarfjörð, sem hafi haft
sömu einkenni, og hafi haft langa rófu. Bendir
það til þess, að það fé hafi verið tiltölulega ný-
lega innfiutt. Hver hefir flutt það inn, hefi eg
ekki getað spurt uppi, en þetta hendir til þess, að'
innflutningur útlendá sauðfjár hefir átt sér stað
oftar en sögur fara af.
í Mosfellssveit og Borgarfirði, er talsvert
af kollottu sauðfé, og hygg eg að það sé kom-
ið út af fyrnefndu fé, og því er fyrir var. Það
er hraustlegt, hefir grófa ull, sívalan vöxt, og
góð þolsþrif, hefir ekki ósjaldan bláleitan og
ýmóttan höfuðlit, fremur stórt hötuð, og oftast
talsvert vangaskegg, og loðinn hnakka, en
sjaldan ennisbrúsk. Eg hygg að það muni
vera af enskum uppruna, helzt Lincoln-kyni.
4. Tilraun gerð af Boga Benediktsen á
Staðarfelli ura 1840 eða fyr.
í æfisögu Boga Benediktsen, er það talið
meðal húnaðarframfara hans að hann hafi „til-
lagt sér hrúta af útlendu fjárkyni,“ og hefi eg
hvergi annarsstaðar séð þess getið, en dreg eng-
an efa á að það muni satt vera að hann hafi
flutt inn útlent sauðfé. En ekki er þess getið
af hvaða kyni þetta útlenda fé hafi verið-
Greindur maður og skýr, Eggert Jónsson bóndi
á Kleifum í Gilsfirði, hefir skýrt inér svo frá,
að tengdafaðir sinn, sira Sigurður Gíslason að-
stoðarprestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd,
er síðar flutti að Stað í Steingrímsfirði, hafi
þá er hann flutti norður að Stað átt mjög margt
kollótt sauðfé, og hafi hann skýrt sér svo frá
að það væri ættað frá Staðarfelli, út af þessu
útlenda fó er Bogi hafi fengið sér. Að vísu sagði E.
J. að gerður hefði verið niðurskurður á sauðfé,.
vegna fjárkláðans, en Breiðafjarðareyjar eru
margar og var víst ekki allfáu fé skotið undan
þeim niðurskuröi, víðsvegar úti um eyjar, en
um það leyti var blöndun sauðfjár, með Stað-
arfellsfó orðin mjög almenn. Síra Guðm. flutti
siðar, þá er hann hafði látið af prestskap til
tengdasonar síns, áðurnefnds E. J. sem þá var
hóndi á Kleifum, og flutti hann með sér fó sitt
alt, og þaðan á hið alþekta kollótta Kleifarfé