Freyr - 01.08.1910, Qupperneq 5
FREYR.
99
uppruna sinn. Síra Guðm. Eiuarsson talar
i riti sínu „Um sauðfénað“ á bls. B2 og54um
vænleik þess, og þótt hann taki ekki fram, að
það hafi verið kollótt, þá veit eg það, því eg
talaði við E. J. og mintist eg á það við hann,
og sagði hann mér, að það hefði einmitt verið
hið kollótta fé sitt, sem G. E. hefði átt við, og
sem hjá sér hefði náð vænleik mestum. Mun
síra G. E. ekki hafa athugað, að hér væri um
sérstaka fjártegund að ræða.
Erá Kleifum hefir fé þetta mjög breiðst
út um alt Vesturland og austur í Húnavatns-
sýslu, og nú siðast hefir það verið flutt austur
í íJingeyjarsýslu. Fé þetta hefir sem óræktað
fé ýmsa góða kosti; það er hraust og harð-
g;jört, hefir góð þolsþrif og sæmileg söfnunar-
þrif, einkum á kjöt, (litinn mör), sivalan jafnan
vöxt, langan beinan hrygg, það er fremur há-
fætt, hefir grófa ull; oft smáhrokkinn toglagð,
sjaldan siðann, það er oft grófhært og stríhært
um höfuðið, hefir stórt höfuð og ber það hátt,
engin vangaskegg og snöggan hnakka; en þetta
eru mjög glögg Cheviot einkenni, og hefi eg
séð þessi einkenni einna gleggst koma fram á
hrútum af þessu kyni. Eg hika ekki við að
telja Kleifarféð afspreng hins enska Cheviotfjár,
«g sé það rétt, sem E. J. áleit, að það væri
komið út af hinu útlenda fé, sem sagt er
að Bogi á Staðarfelli hafi flutt inn, þá hlýtur
það að hafa verið Cheviot-fé. En samt er eng-
an veginn ómögulegt, að einhver annar, sem ekki
fara sögur af, hafi flutt inn útlent sauðfé, sem
svo hafi breiðst út, en það þarf ekki að raska
réttmæti þeirrar skoðunar, að Kleifarféð sé kyn-
folendingur af Cheviot-sauðfé. [Niðurj.
Á H óIu m.
I>egar bændaskólalögin komu til fram-
kvæmda hafði búnaðarskóli verið á Hólum í
Hjaltadal í fjórðung aldar.
Kenslan var lengstum bæði verkleg og
bókleg, og skólinn naut síðustu árin allríflegs
styrks úr landssjóði, en um fjárþröng var þó
jafnan kvartað, með því að skólinn hafði fyrstu
árin átt allerfitt uppdráttar.
Til þess mátti þó ætlast, að Hólar væri
eftir þetta árabil ein með bezt reknu bújörðum
á landinu.
Það mun og meðfram hafa vakað fyrir
mörgum, er afráðið var að láta bændaskólann
standa framvegis á Hólum, að þar væri einna
bezt undirbúið bændaskólasetur.
Þótt bændaskólarnir séu vetrarskólar, er
veita aðeins bóklega mentun, er engu að síður
afaráríðaudi, að skólajarðirnar séu vel setnar,
svo að nemendurnir megi þar sjá sem flest, er
teljast má til fyrirmyndar í ábúð og allri um-
gengni og hirðing á hverju bóndabýli.
Og hvar var fremur við því að búast en
á 2B ára gömlu búnaðarskólasetri.
Samkvæmt skýrslu um verklegar fram-
kvæmdir á Hólum í tuttugu og fimm ára minn-
ingarriti skólans, hafa verið gjörðar þar nokkr-
ar jarðabætur á þessu tímabili eða til ársins
1902, en ein sjálfsagðasta, arðvænlegasta og
prýðilegasta jarðabótin á hverju bygðu bóli,
góð og varanleg túngirðing, virðist hafa setið
þar ofmjög á hakanum.
Um húsabæturnar er það að segja, að
þeirra sér ótrúléga lítinn stað, enda eru sum af
húsum þeim, er bygð hafa verið þar á þessurn
árum fallin, sem óneitanlega bendir á, að þau
hafi verið alt annað en fyrirmyndar bygging í
fyrstu.
Gesturinn, sem kemur að Hólum með þeirri
von að sjá flest það, er til fyrirmyndar má vera