Freyr - 01.08.1910, Blaðsíða 7
FREYR.
101
þeirra manna, sem lítil líkindi eru til að gott
skyn beri á þá hluti, þótt að öðru leyti séu
færir og mætir menn.
Og það er landstjórninni innan handar.
Sigurður Stefánsson. .
*>
Minningarrit Hólaskóla.
„Hólamannafélag11 nefnist félag, er eldri og
yngri nemendur búnaðarskólans á Hólum í
Hjaltadal hafa stofnað. — Að tilhlutun þessa
félags var það, að haldinn var 15. júní 1907,
tuttugu og fimm ára minningarhátíð B.ólaskóla.
Þetta sama félag hefir nú gefið út á sinn kostn-
að bók er nefnist „Minningarrit Hólaskóla“.
Sýslunefnd Skagfirðingu veitti 75 kr. styrk til
útgáfunnar.
Bókin byrjar á ritgerð eitir Jösep Björns-
son kennara, um Hólaskóla 1882—1907. Er þar
sagt frá stofnun skólans, fyrirkomulagi hans,
kenslunni við hann, nemendunum og fram-
kvæmdum skólabúsins á þessu tímabili. — Um
nemendur skólaus segir, að þeir hafi verið fiestir
árið 1898—94; þá voru þeir 23. Annars var
nemendatalan oftast 10—14.
Framkvæmdir skólans i jarðabótum hafa
verið þetta tímabil 5094 dagsverk.
Næsta greinin er um áhrif skólans, eftir
Jakob Líndal. — Þá er grein um bókasafn skól-
ans og kensluáhöld, og önnur um núverandi
fyrirkomulag hans og ástand, báðar eftir Sig.
Sig. skólastjóra. — Þá lýsir. Jakob Líndalj'órð-
inni Hólum í Hjaltadal, og skólanum, og í öðru
lagi skrifar hann um skólastjórana og kennar-
ana, er verið hafa við skólann.
Lýsingin á jörðinni er stutt, en laglega
sögð, það sem hún nær. En æskilegt mundi
mörgum hafa þótt, að lýsingin á henni befði
veríð ýtarlegri.
í greininni um skóiastjórana er þess getið,.
að Jósep Björnsson sé frá Miði í Miðfirði.
Kunnugur maður segir mér, að hann sé fædd-
ur á Torfastöðum í Núpsdal í Miðfirði. — Um
Þórarinn Jónsson er það sagt, að hann hafL
verið annar kennari við Hólaskóla 1895—96.
Sami kunnugi maðurinn skýrir mér svo frá, að
Þórarinn hafi verið kennari 1893—96 eðajafn-
lengi og Aðalsteinn Halldórsson var þriðji
keunari.
Því næst kemur skrá yfir nemendur Hóla-
skóia frá 1882—1907. Eru þar nokkrar villur
— sumar sennilega prentvillur — og ónógar
upplýsingar um heimilisfang ýpnsra, er verið
hafa á skólanum. — Jónas. Asmundsson (bls.
66) á heima í Reykjarfirði í Arnarfirði. —
Kristján Kristjánsson frá Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal er sagður vera bóndi á Vestfjörðum
(bls. 67). Það er vitanlega rétt, að hann býr
þar vestra. En hálf óviðkunnanlegt er það um
mann, sem er alt í öllu í skmþsveit, og við
margt riðinn innan sinnar sýslu, svo sem er
um Kristján, að vita ekki hvar hann á heima.
— Kristján býr í Eyrarhúsum í Tálknafirði i
Barðastrandarsýslu.
Þá er það leiðinleg villa á bls. 68, er segir,
að Ólafur Jónsson frá Skógum sé bóndi í Land-
eyjuin. Hann býr í Eystri-Sólheimum í Mýr-
dal, og er fyrirmyndarbóndi.
A eftir nafnaskránni er grein umminniug-
arhátiðina eftir Sig. Sigurðsson kennara laglega
sögð og málið gott. — Loks eru aftast 1 bók-
inni nokkur kvæði, er ort voru við þetta tæki-
færi.
Framan við bókina eru myndir af Gunnl.
Briem, síra Zófoníasi, Jósep kennara, Hermanni
Jónassyni, Páli Briem, Sig. Sig. skólastjóra og af
Hólum í Hjaltadal. Eru allar mannamyndirnar
mjög góðar, og eins myndin af Hólum að öðru
leyti en þvi, að kirkjan sést ekki á henni, og
er það stórgalli.