Einherji


Einherji - 30.03.1944, Blaðsíða 3

Einherji - 30.03.1944, Blaðsíða 3
EINHERJI 3 sjóður fær ekki að kaupa það? Því líklega hefði Rauðka geta keypt það, án þess að þurfa að leita samþykkis vitamálastjóra eða ráðherra? Hversvegna vildi Erlendur ekki reyna að losa Rauðku úr veð- böndum, sem var þó fyrsta skil- yrðið fyrir endurbyggingu? Erlendi verður tíðrætt um af- stöðu mína til endurbyggingar Rauðku og fullyrðir, að ég hafi verið á móti flakskaupunum, ein- göngu af því, að þau hefðu getað tryggt endurbyggingu Rauðku. Ef það er rétt hjá Erlendi, að flakskaupin hefðu að nokkru leyti geta tryggt endurbyggingu Rauðku hefur hann sjálfur, með því að láta Rauðku ekki kaupa flakið, stuðlað að hindrun endurbygging- arinnar. Nú get ég sagt Erlendi það, að ég hefi aldrei greitt atkvæði gegn endurbyggingu Rauðku - í mínum flokki, en ég hefi greitt atkvæði með endurbyggingu Rauðku hér í nefnd. Hinsvegar get ég líka sagt Erlendi það, að þótt ég hefði talið líklegt, að hægt væri að nota flakið fyrir geymir, hefði ég ekki getað samþykkt flakskaupin. Eg álít afgr. bæjarstjómar á því máli vægast sagt til stór vansa fyrir bæinn, og sýna fullkomið ábyrgðar leysi þeirra manna, er samþykktu kaupin eins og málið lá fyrir. Enda hefur reynslan sýnt, að bærinn hefur ekki haft annað en skaða og skömm af því máli og gat þó orðið mikið meiri, eins og til var stofnað. Þá vildi ég gjaman spyrja Er- lend að því, hvernig á því stóð, að hann neitaði um síðustu ára- mót (en hann var þá formaður Rauðku) að vinna að því að losa Rauðku úr veðböndum eftir að bæjarstjórn hafði samþykkt að fela honum að reyna það? Nú er það viðurkennt, að það fyrsta, sem gera þurfti, ef um endurbyggingu á að ræða, sé að losa Rauðku úr veðböndum við Skeiðsfoss, og núverandi formaður og bæjarstjóri eru farnir til Rvík í þeim erindum. Var Erlendur, með því að neita að gera þetta, að reyna að hindra stækkun Rauðku? Þá þykist Erlendur vera alveg hissa á því, að ég skuli minnast á það, að bærinn geti orðið skaða- bótaskyldur út af kaupunum. Eg hefi aldrei sagt, að bærin myndi verða skaðabótaskyldur. En ég taldi rétt að skýra frá því, að eig- endur hefðu gert kröfu til bæjar- ins um rétt til skaðabóta í all- ítarlegu bréfi til bæjarstjóra. I bréfinu er tekið beint fram, að fulltrúi eigenda hafi haft samband við bæjarfulltrúa Þórodd Guð- mundsson og hann talið lengi sjálf sagt, að af kaupum yrði, en á síð- ustu stundu tjáð fulltrúa eigenda, KHJNNAR- skór á karla og börn nýkomnir. Kaupféiagið. (Skóbúð) TVÖ HERBERGI óskast til leigu nú þegar eða í sumar fyrir einhleypa menn. O. OLSEN að hann (Þóroddur) teldi nú von- laust um, að bæjarstjóri stæði við gefin loforð og gerða samninga. Ef bæjarfulltrúi Þóroddur Guð- mundsson lítur svo á, að bæjar- stjórn hafi svikið gefin loforð og gerða samninga, þá finnst mér ekki undarlegt þótt eigandi haldi skaðabótakröfunni fram. Að end- ingu vil ég segja það, að ég tel vel farið, að flakið er selt og þótt núverandi kaupendur hafi keypt flakið fyrir 120 þús. kr. er það engin sönnun þess, að neitt vit hafi verið fyrir Siglufjarðarbæ að kaupa flakið, hingað komið fyrir 180 þús kr., til eins eða neins. Jóhann Þorvaldsson. ATVINNA Á m.b. Mjölnir vantar mig sjómann nú þegar. Skafti Stefánsson. Trésmiðir—járnamenn — verkamenn. Faglærðir trésmiðir óskast t il vinnu við Skeiðsfossvirkj- unina nú í vor. — Vinna ca. 6 mánuðir. — Mikil yfirvinna. — Einnig vantar nokkra menn vana járnvinnu (mikil og endurtek- in jámbinding, tilvalin fyrir ákvæðisvinnu). Enfremur er æski- legt, að þeir verkamenn, er hafa í hyggju að vinna við virkjun- ina, gefi sig fram hið fyrsta, svo að síður verði leiteð til ann- arra staða. Upplýsingar gefur skrifstofa Skeiðsfossvirkj- unarinnar í bæjarskrifstofuhúsinu, niðri. — Sími 169. TILKYNNING Með tilvísun til tilkynningar frá 3. nóv. 1943, varðandi flutn- ingskostnað á ölföngum og gosdrykkjum, tilkynnist hlutaðeig- andi aðilum, að 3. liður B. breytist þannig, að í stað 40 aura koma 45 aurar. Breyting þessi nær til þeirrar vöru, sem flutt liefur verið eftir 29. febrúar 1944. Reykjavík, 13. marz 1944. Verðlagsst jórinn. TILKYIMIMIIMG Hér með tilkynnist, að frá og með 1. apríl n. k. verður breytt úthlutun Hólsmjólkurinnar þannig, að hún verði í sem beztu sam- ræmi við þörf bæjarbúa, miðað við barnafjölda heimilanna. Jafnframt falla úr gildi öll fyrri loforð um fasta mjólk. Upplýs- ingar þessu viðvíkjandi gefur undirritaður. f. h. Mjólkurbúðar Sigluf jarðar: *rsrsrr\rrsrsr<rs#srrsr>rsrsrsrsrsrsrsrsrsrsr'rsrsrsr'rrsrsr<r'rsr BÆJ ARFRETTIR rsrsrrrsrsrsrrsrsrrsrrsrrrsrsrrsrrNrrsrrsrsrrsrsrsrrsrsr • 26. marz sl. andaðist að Krist- neshæli ungur Siglfirðingur Jó- hann Gunnlaugsson, trésmiður, sonur Gunnlaugs Sigurðssonar tré smiðs hér í bæ. S. 1. sumar kenndi Jóhann heitinn sjúkdóms þess, er dró hann til dauða. Jóhann Gunn- laugsson var maður á bezta aldri, aðeins hálf fertugur og drengur hinn bezti. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn. • 25. marz s.l. varð Baldvin Sig- urðsson verkamaður Norðurgötu 13, 35 ára. Baldvin er hinn mesti áhuga og athafnamaður að hverju sem hann gengur. Áhugasamur um félagsmál verkamanna. Baldvin er Þ. RAGNAR JÓNASSON nú afgreiðslumaður ,,Einherja“ og leysir það starf af hendi, sem og önnur, með frábærum dugnaði og árvekni. Því verki er vel borgið, sem Baldvin hefir tekið að sér. • Mjólkurbúsnefnd hefir nú ákveð ið að taka upp skömmtun á Hóls- mjólkinni. Gengur úthlutunin í gildi 1. apríl n. k. Er úthlutunin miðuð við barnafjölda á hverju heimili, þannig, að hvert heimili fær einn 1. af mjólk fyrir hvert barn frá fæðingu til 5 ára aldurs, og hálfan liter fyrir hvert barn 5—12 ára. Þeir sem fá mjólk hjá einstökum kúaeigendum fá þeim mun minna frá Hólsbúinu, sem nemur því, er þeir fá hjá öðrum. Þetta er lágmark, sem heimilin fá, þegar engin önnur mjólk fæst í bænum.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.