Einherji - 30.03.1944, Side 4
Fimmtudaginn 30. marz 1944
7. tölublað
Ævintýri brautryðjanda.
Framhald af 1. síðu
dugnaði Dýrleifar fram að þessu,
en nú kom hún þó öllum á óvart.
Það var sem orka hennar marg-
faldaðist. Hún bar höfuðið hærra
en nokkru sinni fyrr. Með sjálfri
sér mun hún hafa strengt þess
heit að berjast fyrir lífi sínu og
sinna, ein og óstudd af öllum
vandalausum. Bróðir hennar hafði
boðizt til að taka elzta drenginn,
Skafta, til fósturs. Slíkt kom auð-
vitað ekki til mála. Hann varð að
standa við hlið móður sinnar og
berjast með henni. Fráleitt hafa
mörg orð farið á milli þeirra mæðg
ina, en með gagnkvæmum, skiln-
ingi og ótakmörkuðu trausti hefir
bandalag þeirra verið innsiglað
í þögninni. Og nú hófst samtaka
hvíldarlaust erfiði. Fyrst var að
reyna að koma túninu í rækt, svo að
hægt væri að fóðra kú. Þrír hestar
voru fengnir að láni til þess að
flytja áburð frá Hofsósi. Hratt var
farið og margir voru hestburð-
irnir daginn þann. Hestlánin
greiddi húsfreyjan aftur með
vinnu sinni. Prammi var einnig
fenginn til láns gegn hlut. Á hon-
um hóf Skapti formennsku sína
13 ára gamall, með Pétur bróður
sinn, 9 ára gamlan, sem háseta.
Farkosturinn var ekki góður, en
aflinn varð vonum framar. Fljót-
lega tókst Dýrleifu að festa kaup
á litlum þægilegum báti. Fékk hún
hann fyrir eitt ærverð eða 13
krónur. Á þessum litla báti var
sjórinn sóttur af kappi. Faðirinn
gaf unga formanninum mörg góð
ráð viðvíkjandi sjómennskunni, en
móðirin lagði að mestu ráðin á um,
hvenær skyldi róið. Fyrir kom, að
hún réri sjálf með sonum sínum.
„Veðurspár hennar brugðust
aldrei,“ segir sonur hennar, ,,og
yfir höfuð var það oftast svo, að
það var eins og hún fyndi á sér,
hvað verða vildi.“
Þó báturinn væri fenginn, voru.
veiðarfæri og annað af skornum
skammti og sérstaklega klæðnaður
drengjanna. Ekki höfðu þeir sjó-
stígvél né skinnsokka og enga
hlífðarsvuntu, svo að jafnan voru
þeir rennblautir, hvað lítið sem á
bátinn gaf. Orð fór nú að ganga af
hinni miklu aflasæld Skafta, og
þó eink'um af fífldirfsku hans
við sjósóknina. Hlaut hann stund-
um þungar átölur nágranna sinna
fyrir, hve glannalega hann færi,
og móðir hans enn þýngra ámæli
fyrir, hve fast hún eggjaði drengi
sína og stefndi þeim með því í
beina hættu. Olli þetta nokkrum
sárindum og beiskju. „En allt lcom
það af því, að fólkið skildi ekki
móður mína,“ segir Skafti, ,,og
sízt af öllu gat það skilið það, sem
við fundum svo greinilega, að yfir
okkur var vakað. Hurð skall að
vísu stundum nærri hælum, en allt-
af urðum við heldur á undan hætt-
unni.“
Ekki var ósleitilegar gengið að
vinnunni í landi. Hverskonar
vinnu, sem bauðst var tekið fegins
hendi. Mörgum sinnum stóð Dýr-
leif við fiskþvott þrjú dægur i
einu, án þess að unna sér hvíldar,
nema lítilfjörlegra matarhléa, en
drengir hennar himnudrógu.
Allt af höfðu þau nokkrar ær,
sem þau hirtu, og oftast eina kú,
í allan fatnað vann Dýrleif sjálf.
Kom hún jafnan upp tveim voðum
á vetri og aulc þess sokkaplögg-
um. Tvö börn eignuðust þau hjón-
in enn eftir að þau komu að Nöf,
stúlku, andvana fædda, fyrsta ár-
ið, sem þau voru þar og yngsta
barnið, Friðþóru, þriðja árið, sem
þau voru þar. Er því óskiljanleg
afkastageta móðurinnar á þessum
árum. Hefir kunnugur maður þar
innra látið svo ummælt, að varla
væri gerandi að segja nútímafólki
frá Nafarhúsfreyjunnar og eldri
barna hennar, hörku þeirra og
þoli, því að enginn mundi öðru
trúa, en það væri skröksögur einar
Öll urðu börnin, sem lifðu samt
mannvænleg og hraust, þrátt
fyrir aum húsakynni, fá-
breytni í fæði og stundum skort,
vosbúð og venjulega gegndar-
litla vinnu.
Er framliðu stundir batnaði hag
urinn og seinni árin á Nöf, var
fjárhagsofkoman orðin góð. Eldri
bræðurnir, Skafti og Pétur, fengu
sér sinn róðrarbátinn hvor og voru
formenn hvor á sínum bát. 1918
keyptu bræðurnir sér allgóðan og
stóran vélbát, eftir því sem þá
gerðist — Úlf — og leigðu stund-
um annan vélbát. Útgerð sína
höfðu þeir hér í Siglufirði á vorin
og sumrin. Annað vorið, sem þeir
voru hér, fór Guðveig systfr þeirra
með þeim, þá 12 ára gömul. Var
hún ráðskona hjá þeim við bát-
inn, og þótti vel farast. Skafti var
oftast formaður á Úlfi. 1922 flutt-
ist fjölskyldan alfarin hingað.
Tæpum þrem árum síðar skildu
þeir bræður félag sitt, og Skafti
kvæntist litlu síðar. Síðan hefir
Skafti rekið útgerð einsamall; ým-
ist átt báta sjálfur eða leigt þá.
Síldin hefir reynzt Skafta brigð-
ul á stundum eins og flestum öðr-
um, en hann hefir þá haft fleiri
járn í eldinum og aldrei látið bug-
ast. Síðustu árin hefir hann einnig
annast flutninga á mjólk, pósti og
farþegum milli Siglufjarðar og
Sauðárkróks.
Áður en Skafti Stefánsson flutti
hingað var bátaútvegurinn rekinn
með æði gamaldagssniði, að sumu
leyti, t. d. þótti það engu tali taka,
að róið væri til fiskjar að vetr-
inum. Frá októberbyrjun og fram
að vorvertíð, var aldrei tiltök, að
maður bragðaði hér nýjan fisk
nema þá ufsa, sem stundum kom í
torfum inn að bryggjum, og svo
rauðmaga og kola, þegar þeir fóru
að veiðast í net undir vorið. Skafti
skeytti engu gömlum vénjum og
réri jafnt vetur sem sumar, þegar
veður leyfði. Þetta vakti í fyrstu
talsverða hneykslun hjá mörgum.
Menn sögðu, að þarna sæist bezt,
hvort ofsögum hefði verið sagt af
þessum Skafta frá Nöf, hvað hann
væri fífldjarfur; merkilegt mætti
heita, ef hann dræpi ekki bæði
sjálfan sig og háseta sína áður
en langt liði. En samt fóru fljót-
lega fleiri að feta í fótspor hans,
og ekki leið á löngu áður en allir,
sem báta höfðu, gerðu hið sama.
Vinnubrögðin bæði á sjó og í
landi breyttust líka að ýmsu leyti.
Er ekki rúm hér til að rökstyðja
það nánar, en aukinn hraði varð
hverjum manni fljótlega auðsær.
Bæði á uppvaxtarárum Skafta og
alllengi eftir að hann kom hingað,
var það, eins og áður er vikið að,
mjög á orði, hversu fífldjarfur
hann væri í sjósóknum sínum og
það svo, að hann sæist ekki'fyrir.
Staðreyndir virðast þó benda til
annars, því að aldrei hefir Skafti
siglt báti í strand, aldrei misst
mann, og aldrei einu sinni orðið
alvarleg meiðsli, þar sem hann
hefir verið við stjórn. Sjálfur telur
Skafti þetta fífldirfskutal fjar-
stæðu eina. „Eg hefi aldrei verið
óvarkár né sérstaklega djarfur, að
minnsta kosti ekki síðan ég komst
á fullorðins ár,“ segir Skafti.“
Eg er þvert á móti einn hinn deig-
asti, þegar ég er á skipi með fleiri
vönum formönnum og skipstjórum
hefi oft fremur latt en hvatt og
verið sá, sem flestar varúðarráð-
stafanir hefi viljað gera, og oft
virðast hafa bjargað frá tjóni. Er
það ekki sjálfum mér að þakka,
heldur hinni guðlegu vernd, er ég
jafnan hefi staðið undir, og að-
vörunum, sem ég margoft hefi á
einhvern óskiljanlegan hátt fengið.
Á æskuárum mínum má heldur
segja, að oft hafi verið telft á
tæpasta vað og reyndar var ég
þá aldrei hræddur. En bæði kom
það af öruggu trausti mínu á
veðurskynjan og forsjá móður
minnar, sem mér finnst aldrei
hafa brugðizt, nema þegar hún
spáði mér ófríðri konu, þegar
henni þótti kembur mínar hnokr-
óttar, skýtur Skafti brosandi inn
í, „og svo hinni óbifanlegu tilfinn-
ingu minni fyrir, að yfir mér væri
vakað og að mér væri ætlað að ná
fullorðins aldri, til þess að leysa
af hendi eitthvert ákveðið hlut-
verk.“
Eg held, að ég hafi aldrei fyrir-
hitt mann með jafn öruggri trúar-
vissu um guðlega vernd, sem
Skafta, enda virðist reynsla hans
í þeim efnum óviðjafnanleg. Eg get
ekki stillt mig um að segja hér
frá einum slíkum atburði, er Skafti
hefir sagt mér. Eg vel hann úr, af
því að hann er tengdur við sérstak
lega minnisstæð atvik, en ekki af
því, að hann sé merkilegri en
f jölda margir aðrir.
Skafti og Pétur bróðir hans
komu hingað til Siglufjarðar frá
Akureyri á Úlfi þrem nóttum eftir
snjóflóðið mikla 1919. Þá var
mjög mikil fannkoma, en ekki
hvasst. Skafti renndi uppað Gránu
bryggjunni og ætlaði sér að leggja
bátnum þar. En um leið finnst
honum hvíslað að sér ,Ekki þarna1.
Þetta var svo ákveðin
fyrirskipun, að hann hlýddi
óðara og hélt inn að bryggjunni,
sem nú er nefnd Friðleifsbryggja
og lagðist við hana vestanverða.
Þar bundu þeir bátinn, sem bezt
þeir gátu, með sterkum taugum,
því hríðin hélzt. Farm höfðu þeir
talsverðan, þar á meðal olíuföt á
þilfari. Þeir bræðurnir sváfu um
borð á nóttunni. Nóttina áður en
snjóflóðið féll hafði Skafti órólega
drauma, og morgunin eftir var
hann sannfærður um, að einhver
hætta væri aðsteðjandi. Snjóflóð
datt honum ekki í hug að mundi
granda þeim þarna við bryggjuna
Hann lét því verða sitt fyrsta verk
morgunin eftir að kasta akkeris-
festinni yfir bryggjuna og binda
hana vandlega við stólpana. Nótt-
ina eftir féll snjóflóðið og flóð-
aldan lyfti bátnum alveg upp yfir
bryggjuna, svo öll böndin slitnuðu,
nema akkerisfestin. Hún hélt, en
annars mundi báturinn sjálfsagt
hafa farizt. Talsvert tók framan
af næstu bryggju vestan við og
braut um leið af stýri bátsins. Svo
glöggt stóð þetta, að ef slaknað
hefði á festinni svo sem 1—2 fet-
um meira mundi byrðingurinn
hafa brotnað og báturinn sokkið.
Margir bátar, sem við bryggjuna
lágu sukku, en ekki voru menn í
þeim. Gránubryggjan fór alveg og
allar bryggjur austan á eyrinni út
að Baldri.
Eg hefi nýlega spurt Skafta,
hvort hann hefði ekki sömu ör-
yggistilfinninguna á sjónum enn
sem fyrrum. „Ekki fyllilega,“ svar
aði hann. „Eg hefi ekki lengur full-
vissuna um, að ég eigi ætlunar-
verki ólokið.“
En ég og fleiri vinir hans trúum
því nú samt. Við vitum, að hann
er hinn einlægasti samvinnumaður
og að það hefir lengi verið von
hans og áhugamál, að samvinnu-
stefnunni yrði rudd jafn farsæl og
örugg braut í sjávarútveginum
sem í landbúnaði og verzlun bænda
Við vonum, að honum takizt að
eiga stóran þátt í að sú braut
verði rudd, og að hans góðu starfs
krafta njóti við þangað til því
ætlunarverki er náð.
Guðrún Björnsdóttir
frá Kornsá