Einherji - 08.02.1945, Blaðsíða 1
J5lai) Jfratttsóímarmantta tJ&újUtftrðt
EINHEBJI
Blað Framsóknar-
inanna í Siglufirði.
Ábyrgðarmaður
Har. Hjálmarsson
Bia’SiS kemur út annan-
hvern fimmtudag.
Áskriftargjald kr. 6,00
árgangurinn.
1 lausasölu 25 aura eint.
XIV. árgangur.
Fimmtudaginn 8. febrúar 1945
3. tölublað
Skattatrumvörp
ríkisstjórnarinnar
Fáheyrð skattníðsla á þá minni máttar, en stór-
gróðanum hlíft. Veltuskatturinn getur fallið á tap-
rekstur og stórhagnaður er undanþeginn tek juskatt-
aukanum. Veltuskatturinn er refsiskattur á aðra
en þá, sem stórgræða!!
Veltuskatturinn settur á til þess að ná kaupfélög-
unum líka og með því láta neytendur sjálfa greiða
skattinn, sem þá verður í raun réttri neyzluskattur,
en neyzluskattar koma þyngst niður á barnfhstu
(oftast fátækustu) heimilunum.
Ríkisstjórnin hefur lagt fram
3 skattafrumvörp: veltuskatts-
frumvarp, útflutningsskatt á tog-
arafisk, 2% af söluverði fiskjar,
sem veiddur hefur verið í skip,
sem selur hann í erlendri höfn, og
hækkun á aukatekjum ríkissjóðs,
en áður hafði ríkisstjórnin borið
fram tekjuskattshækkun á hærri
miðlungstekjur, en nær ekki til
þess hluta teknanna, sem er yfir
200000 kr. Af þessum sköttum er
áætlað ,að veltuskatturinn nemi
um 10 milljónum, togaraskattur-
inn 2,1 milljón króna, hækkun
aukatekna 2,8 milljón króna,
tekjuskattsaukningin um 6 millj-
ónir, eða allir þessir skattar um 21
milljón króna.
Af sköttum þessum verður að-
eins veltuskatturinn og tekju-
skattsaukinn krufinn að nokkru
til mergjar.
I. VELTUSKATTURINN:
Ríkisstjórninni, sem nú situr,
verður alls ekki legið á hálsi fyrir
áð auka skattana. Að vísu hefði
hún getað sýnt meiri sparnað í
útgjöldum, en þó ekki svo, að
nauðsyn væri ekki á megin hluta
þessarar skattfjárhæðar .Hitt er
hún aftur á móti ámælisverð fyrir,
hvernig hún aflar þessara skatta,
livemig hún leggur skattana á all-
an almenning.
Alveg sérstaklega á þetta við
um veltuskattinn: Veltuskattinn,
1—1M>%, á að leggja á alla verzl-
unar- og viðskiptaveltu í landinu
á þessu ári, á heildsölu, umboðs-
sölu (1—iy2%), en 1% á smá-
söluveltu, á veltu iðnfyrirtækja,
smíða og viðgerðaverkstæða og öll
önnur fyrirtæki, sem selja vöru
eða vinnu með álagningu, t. d. á
veltu skósmiða, viðgerðarverk-
stæða, raflagningarmanna, tré-
smíðaverkstæðisvinna, járnsmíða-
verkstæðisvinna, mál'ningaverk-
stæðisvinna o. fl. o. fl. háttar verk-
stæðisvinnu, ef lagt er á vinnuna
sjálfa. Þetta er því eigi skattur á
burgeisana, þótt hann sé kallaður
verzlunarskattur, sem hann er
ekki nema að litlu leyti.
Veltuskatturinn er ekki frádrátt
arbær við ákvörðun annarra
skatta á tekjur og óheimilt að
leggja hann á vörur. Undanþágu
frá skattinum getur fjármálaráð-
herra veitt með reglugjörð.
Veltuskatturinn er lagður á velt-
una, jafnt hvort stórgróði er á
veltunni eða stórtap. Getur nokk-
ur íslendingur neitað því, að slíkt
mælir á móti allri sanngirni og
réttlæti ? Hann er líka lagður jafnt
á veltu verzlunar með lífsnauð-
synjar og á veltu glysvarnings-
verzlunar og verzlunar með ó-
þarfa og í raun réttri kemur hann
vægar niður á glysvarningsverzl-
uninni en verzlun, sem verzlar með
lífsnauðsynjar. Lífsnauðsynja-
verzlunin þarf að hafa mikla
veltu til þess að forðast tap. Glys-
varningsverzlunin má leggja meira
á og hún getur því stórgrætt á
þeirri veltu, sem færir lífsnauð-
synjaverzluninni tap. Veltuskatt-
urinn er því léttbærastur á stór-
gróða og lendir minnst á óþörf-
ustu verzlunum, alveg gagnstætt
því sem vera skyldi. Hann lendir
harðast á lífsnauðsynjaverzlunum,
einmitt þar sem sízt skyldi (sbr.
(Framhald á 2. síðu)
Verður
um
heimsflugið
ísland?
Eins og kunnugt er var alheims
flugmálaráðstefna haldin í Chica-
go í vetur og þar gerðar margar
og merkar samþykktir um alþjóða-
flugsamgöngur eftir heimsstyrjöld
ina.
Sátu fulltrúar 52ja þjóða — þar
á meðal 4 fulltrúar Islands — ráð-
stefnu þessa.
Talið er, að um 2 aðalleiðir verði
að ræða frá Ameríku eftir heims-
styrjöldina: frá Ameríku beint til
Skotlands og þaðan aftur til baka
til Ameríku um ísland (sennilega
um suðurhluta íslands, Reykjanes
flugvöllinn). Yrði þetta hraðferð,
farin af hraðfleygum risaflugvél-
um. Hin leiðin er talin, að verði:
frá Ameríku um Grænland og Is-
land, héðan til Skotlands, þaðan til
baka um ísland og. Grænland til
Ameríku. Þessa leið myndu minni
flugvélar fara, sem geta ekki flog-
ið jafn langt milli viðkomustaða
með ferðafólk, er vildi sjá sig um
og ef til vill dvelja einhvern stutt-
an tíma á norðurslóðum og kynn-
ast norðrinu.
Allar líkur eru til þess, er flug-
samgöngum þessum hefur verið
komið í gott horf, að ísland verði
mikið ferðamannaland. Þurfa Is-
lendingar þv íað vera ekki með öllu
óviðbúnir að taka á móti gestum.
Sennilega þarf að byggja stór ný-
tízku veitingahús nálægt Keflavík
og í Reykjavík, einnig minni við
Gullfoss, Geysi, Ásbyrgi (Hall-
ormsstað eða annarstaðar á
Héraði). I Reykjavík þyrfti stórt
nýtízku veitingahús og gistihús að
koma, hvort sem væri.
Einherji telur, að taldir séu þeg-
ar dagar einangrunarinnar, sem
voru beztu verðir Islandi, og vörn-
uðu þess að það komst ekki undir
yfirráð stórþjóðanna. Hins vegar
er frelsi Islands í framtíðinni háð
viturlegri samvinnu við alþjóða-
samtök.
Vegna sameiginlegra sjónarmiða
um stjómfrelsi, kosningafrelsi og
einstaklingsfrelsi innan takmarka,
sem ríkisheildinni eru eigi skaðleg
— skyldleika og fl. er eigi nema
eðlilegt, að Island hugsi sérlega til
samvinnu við hinar Engilsaxnesku
stórþjóðir. Hitt verður Islenzka
þjóðin og fulltrúar hennar að láta
hina voldugu stjþrnarherra hinna
Engilsaxnesku stórþjóða vita, að
Islendingar sækjast svo fremi eft-
ir samvinnu við hina Engilsax-
nesku frændur sína, að Islending-
ar haldi fullu frelsi sínu og þjóð-
(Framhald á 2. síðu)