Einherji - 06.04.1945, Blaðsíða 1
EINHERJI
Blað Framsóknar-
manna í Siglufirði.
Ábyrgðarmaður
Har. Hjálmarsson
BiaSiS kemur út aunan-
hvern fimmtudag.
Áskriftargjald kr. 10.00
árgangurtnn.
I lausasölu 25 aura eint.
XIV. árgangur.
Föstudaginn 6. apríl. 1945.
7. tölublað.
Síldarsöltun og
%
síldarverzlun
Sigluf jörður er, verstöð og hefur
verið það, frá því að Norðmenn
hófu hér síldarsöltun. Smátt og
smátt hafa þó verstöðvareinkennin
verið að mást út í svip og útliti
bæjarins, en í atvinnulífinu haldast
þessi verstöðvareinkenni stöðugt,
enda hafa þorskveiðar, er héðan
voru talsvert stundaðar haust og
vor, stöðugt dregizt saman.
Stendur mönnum, sem vonlegt
er, mikil ógn af hinu langvarandi
og almenna atvinnuleysi, er hér.
ríkir haust og vetur og jafnvel
fram á vor. Hafa Siglfirðingar
mikið rætt og ritað um nauðsyn
þess að koma upp nýjum atvinnu-
greinum hér, til þess að bæta úr
þessum mjög svo ömurlega ástandi
en því miður, lítt hafizt handa, til
mæna löngum vonaraugum til
þings og stjórnar um úrlausn þessa
mikla vandamáls.
Núverandi heimsstyrjöld hefur,
svo sem öllum er kunnugt, fleytt
miklum gróða á land víða á landi
hér, þótt Siglufjörður hafi orðið
allmikið útundan í þeim efnum.
Enda hefur mjög dregið úr einni
aðalgrein atvinnulífsins hér á
Siglufirði, síldarsöltuninni, sökum
þess, að markaðir vorir hafa flestir
algjörlega lokast vegna stríðsins.
Þess er nú að vænta, að þessl
arðgæfa atvinnugrein verði nú
brátt tekin upp aftur af fullum
krafti, og verða því Siglfirðingar
að vera viðbúnir að markaðir vorir
fyrir síld opnist nú á komandi
sumri, og er nú mál til komið að
hefja undirbúning af fullum krafti
og alvöru, til að taka á móti silfr-
inu úr hinni miklu námu Siglfirð-
inga, græði.
En við þenna undirbúning
verða Siglfirðingar að gera sér
1 jóst, hvar þeir ætla að o standa,
er ,,nýskipan“ þeirra atvinnu-
greina, er síldarsöltun hljóta að
fylgja, verður gerð í nánustu fram
tíð. En atvinnugreinar þessar eru
meðal annars, síldarverzlun og
tunnugerð.
Það skiptir miklu fyrir Siglfirð-
inga að þeir velji sér rétta stöðu
við háborð þessara þýðingarmiklu
atvinnugreina. Ætla Siglfirðingar
að verða húsbændur á sínu heimili
og herrar yfir síldarpöllunum hér
í framtíðinni, eða ætla þeir að lúta
öðrum og vera þjónar aðkomu-
manna, eins og átt hefur sér stað,
að langmesta leyti, allt frá því
að Norðmenn hófu síldarsöltun
hér?
Fyrsta skilyrði til sæmilegrar
afkomu okkar Siglfirðinga er, að
hver og einn, sem vettlingi getur
valdið, ungir sem gamlir, karlar
og konur, hafi aðstöðu til að hafa
uppgripa atvinnu yfir sumarið.
Þessa aðstöðu geta Siglfirðingar
öðlast í framtíðinni, því aðeins, að
Siglfirðingar sjálfir, eða menn
kosnir af þeim, stjórni atvinnu-
tækjum þeim, sem hér verða rekin
í framtíðinni.
Þetta var ein af veigamestu á-
stæðunum fyrir því, að bærinn
átti sjálfur að endurbyggja
„Rauðku,“ en ekki selja ríkinu
hana. Enda var stórt spor stigið
með þeirri framkvæmd, í áttina til
þess, að skapa sem flestum Sigl-
firðingum uppgripa atvinnu að
sumrinu. Sú framkvæmd þoldi
heldur enga bið, bæði vegna hins
ömurlega ástands^ síldveiðanna,
veiðibanna og löndunarstöðvanna,
og svo einnig hins ískyggilega út-
lits um atvinnuhorfur 60 heimilis-
feðra Siglfirðinga, sem atvinnu
höfðu við verksmiðjur bæjarins,
„Gránu og Rauðku,“ enda hefði
það verið frá siðferðislegu sjónar-
miði mjög rotið og ómaklegt, ef
Siglufjarðarbær hefði ekki tryggt
góða afkomu þessara manna í fram
tíðinni, svo mikinn gróða, sem þeir
voru búnir að vinna bænum inn
í verksmiðjum þessum um mörg
ár. Hin miklu vinnuafköst þeirra
og vfðurkennda starfsþjálfun átti
önnur verðlaun skilið-en þau, að
þeir yrðu sendir í hin og önnur
vinnusnöp.
Framhald á 2. síðu
Sigurjón Siprðsson
SEXTUGUR
Næsta sunnudag, 8. þ. m., verður
Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi
ökuþór, sextugur.
Hann er fæddur á Kaupangs-
bakka í Kaupangssveit 8. apríl
1885. Foreldrar hans voru þau
Guðrún Jóhannsdóttir og Sigurður
Sigurðsson, sem Siglfirðingum er
að góðu kunnur. Bjuggu þau hjón-
in aðallega á Kaupangsbakka og
Þórustöðum í sömu sveit. Á 4.
árinu flutti Sigurjón frá Kaup-
angsbakka og til Þórustaða með
foreldrum sínum. Ólst hann þar
upp. 21. árs fór hann þaðan til
Akureyrar, var þar 2 ár. Fór það-
an 1909 til Siglufjarðar og var
hér við ýmsa vinnu. Eftir 5 ára
dvöl hér fluttist hann héðan til
Lambanesreykja og bjó þar með
dugnaði og myndarskap í 2 ár, þótt
fátækur væri. Síðan seldi hann
jörðina og flutti aftur til Siglu-
fjarðar og hefir búið hér síðan,
lengst af sem „næststærsti“ öku-
þór bæjarins.mema uppá síðkastið.
Því lengur, sem menn þekkja
Sigurjón, finna menn betur og
betur hinn góða og duglega dreng,
sem veitir öðrum hlýju og yl við
kynninguna.
Heill sé þér Sigurjón!
„Glaður og reifur
skyli guma hver“ o. s. frv.
Það er regla, sem ég hygg, að
vel eigi við þig.
Lifðu vel og lengi, margir Sigl-
firðingar munu hugsa til þín hlý-
lega næsta sunnudag og árna þér
allra heilla. Kunningi
RAUÐKA
Síðustu fréttir herma, að allt
efni og vélar muni koma í tæka
tíð til Rauðku, ef ekkert óvenju-
legt beri að höndum. Það má því
ganga út frá, að Rauðka komizt
upp fyrir byrjun síldarvertíðar
næsta sumars, ef ekkert óvenju-
legt ber að höndum.
Sigifirðingar! Það verður ekki
aðeins 5 þúsund máia Rauðka held-
ur 7—8 þúsimd mála, sem kemur
upp í siunar!
Skeidsfoss
Rafstraumur frá Skeiðsfoss kom til bæjarins á
skírdag, 29. f. m. Er vonandi, að það marki víðtæk
tímamót í sögu bæjarins. Hefir verið sett upp ein
s
vélasamstæða, 1500-1800 ha, sem framleitt mun geta
um 2350 ha, þegarstiflan verður hækkuð um 6 metra,
sem áformað er að gera í sumar. I ráði er, að önnur
vélasamstæða verði sett upp í shmar eða haust upp
á nærri 3600 hö. og á þá allt afl stöðvarinnar að verða
nálægt 6 þús. hestöfl.
Einherji mun síðar greina nánar frá málinu.