Einherji - 06.04.1945, Page 3
EINHERJI
S
Síldarsöltun og
síldarverzlun.
Framhald af 2. síðu
sæmilegum geymslum, nema gerð-
ur væri fyrirfram sölusamningur
um hana við þekkt erlent firma.
1 framtíðinni mun Síldarútvegs-
nefnd eða Samlag íslenzkra síldar-
framleiðenda, auk þess að selja
mikið af síld fyrirfram, láta salta
síld, sem ekki verður seld fyrir-
fram, heldur send umboðsmönn-
um þessara stofnana í helztu mark
aðsborgum erlendis í því augna-
miði, að vinna nýja markaði og
ný markaðslönd.
Það er því full ástæða fyrir
Siglfirðinga að vera bjartsýna og
örugga að leggja fé sitt í þenna
atvinnuveg, til þess að efla sumar-
og vetraratvinnu sjálfra sín og
samborgara sinna. Þeir, sem ekki
þurfa á atvinnu við slík fyrirtæki
að halda, eiga að leggja fram fé
í þenna atvinnuveg Siglfirðinga af
þegnskap við bæjarfélag sitt, því
það mun lítið stoða í framtíðinni
að liggja á gulli, ef allur almenn-
irigur býr við atvinnuskort eða of
litla atvinnu, og hætt við að for-
ráðamenn bæjarins verði þá að
grípa gullið í þarfir snauðra manna
og skylduliðs þeirra, eða þá að rík-
ið taki það í hina fyrirhuguðu ,,ný-
skipan“, til þess að kaupa atvinnu-
tæki handa almenningi.
Það er gott og gagnlegt fyrir at-
vinnuvegina, að fé sé lagt í banka
og sparisjóði. En slíkar lánsstofn-
anir verða að starfa eftir föstum
reglum, sem torvelda mjög fram-
kvæmdamátt fjármagnsins. En
með því að leggja fé beint í at-
vinnutæki, er fjármagninu veitt
beint í framleiðsluna, þar sem
hægt er að nota það óþvingaðra
og frjálsara, serri eykur fram-
kvæmdamátt þess stórlega og oft
verður til mikillar hagsældar eig-
endum þess og öllum vinnandi
mönnum, sem njóta máttar þess
með aukinni atvinnu.
Þá myndu félög eða síldarsalt-
endur, er hér væru búsettir, mjög
geta stuðlað að aukningu vetrar-
atvinnu fólks hér í Siglufirði.
Fyrst og fremst með því að láta
viðgerð á tunnum og áhöldum fara
fram að vetrinum í stað þess, sem
síldarsaltendur hafa oftast gert,
að láta gera við tunnur og áhöld
að vorinu eða jafnvel að sumrinu
á þeim tíma, er menn geta fengið
ýmsa aðra vinnu.
Ennfremur væri slíkum félögum
er-byggð væru upp af almenningi,
bezt trúandi til að haga söltun og
síldarverkun þannig, að atvinna
almennings gæti orðið sem drýgst
að vetrinum, t. d. með því að láta
flaka sem mest af síld, atvinnu-
aukningarinnar vegna, jafnvel
þótt verzlunarhagnaður af slíkri
síld sé oftast lítill, og síldarsalt-
endur hafi oft verið ófúsir á að
framleiða hana af þeim ástæðum.
Einnig ættu slík félög að geta
orðið brautryðjendur þess, að verk
smiðjur yrðu reistar hér til niður-
suðu eða niðurlagningar á síld í
dósir og reykingu á síld og tel ég
alveg víst, að slíkum fyrirtækjum
yrði bezt borgið, ef þau væru rekin
af félögum byggðum upp af öll-
um almenningi hér og stjórnað af
mönnum, er almenningur í Siglu-
firði tryði bezt til að haga rekstr-
inum þannig, að hann yrði alþýðu
manna hér í Siglufirði og bæjar-
félaginu í heild, að sem beztum
notum. En ef niðursuðuverksmiðj-
ur, eða önnur atvinnutæki, yrðu
rekin hér af ríkinu og þá stjórnað
af mönnum kosnum af Alþingi,
yrði engin trygging fyrir því, að
þeir menn bæru hag Siglufjarðar
fyrir brjósti, enda eru stjórnir
Síldarverksmiðja ríkisins nærtækt
sönnunargagn í því máli, því þær
hafa, yfirleitt, verið kaldrifjaðar
í garð siglfirzkra verkamanna og
bæjarfélagsins.
Forustumenn Kaupfélags Sigl-
firðinga hafa sýnt áhuga á því að
stofna félag til síldarsöltunar hér
í bænum. Er vonandi að þeim tak-
ist að afla svo mikils hlutaf jár, að
kaupfélagið þyrfti lítið sem ekkert
að leggja fram, því að svo sýnist,
sem það hafi nóg með sitt fé að
gera, til þess að leysa einhver af
þeim mörgu vandamálum, sem
neytendur 'yfirleitt, og þá um leið
félagar kaupfélagsins, eiga við að
stríða hér á Siglufirði. .
Auk hinna mörgu skilyrða, sem
Siglufjörður hefir til síldarsöltun-
ar fram yfir alla aðra staði hér-
lendis, er síld salta, má nefna það,
að hér eru búsettir og starfandi
snjöllustu síldverkunarmenn lands
ins, sem eðlilegt er, þareð síldar-
söltun hefir verið mest hér og
margir síldverkunarmanna hafa
langa og mikla reynslu að baki
sér. Margir þessara manna hafa
áhuga á að gerast sjálfstæðir síld-
arsaltendur, er markaðir opnast,
en hafa yfirleitt lítið fjármagn
handa á milli. Þessir menn og aðr-
ir, er eiga vildu síldarpartí sjálfir,
t. d. útgeifiarmenn og sjómenn,
ættu að ganga í síldarsöltunarfé-
lag almennings eða gerast hluthaf-
ar, en eiga svo greiðan aðgang
með að fá síld sína saltaða á
stöðvum félaganna gegn ákveðnu
gjaldi. Sigluf jarðarbær verður að
tryggja það, að góðir síldverkunar-
menn fái nægilegt svigrúm hér,
svo að ekki sé hætta á, að þeir
þurfi að flytja til annarra staða,
er veiti þeim betri afkomuskilyrði.
En það getur bærinn gert með
því að hafa sem flestar síldverk-
unarstöðvar sínar í nothæfu á-
standi og leigja þær innanbæjar-
mönnum eða félögum.
Framliald í næsta blaði
Stækkun
Sjúkrahússins
og Mjölnir
1 síðasta tbl. Mjölnis, gerir
Mjölnir grein Guðm. Hannessonar
bæjarfógeta um stækkun sjúkra-
hússins að umtalsefni og er á sama
máli og greinarhöfundurinn á nauð
syn stækkunarinnar og réttmæti
þess, að ríkið framkvæmi stækkun-
ina og taki byggingu og rekstur
sjúkrahúsa í landinu upp á sína
arma, en þetta er þungamiðja
greinarinnar.
Hinu vill Mjölnir ekki kyngja,
að það hafi verið Eysteini Jónssyni
að kenna, að sjúkrahúsið var ekki
stækkað meðan núverandi atvinnu-
málaráðherra var bæjarstjóri hér.
Á það var bent í grein Guðm-
undar bæjarfógeta, að ekki hefði
Eysteinn, heldur viðskiptaráðið —
þar sem Framsókn var í minni
hluta — ráðið yfir innflutnings-
leyfum og gjaldeyrisleyfum. Enn-
fremur var bent á það, að Áki
bæjarstjóri hefði ekki þurft að fá
leyfi hjá Eysteini Jónssyni til þess
að stækka sjúkrahúsið fremur en
prívatmenn, sem byggðu hús
handa sér. Allir lesendur Mjölnis
og Einherja hljóta að skilja, að
Mjölnir fer hér með blekkingar
einar. Þetta er ósköp einfalt mál.
Það hlýtur að vera einhverju öðru
að kenna, að bæjarstjóri Sósíalist-
anna gat ekki stækkað sjúkrahúsið
hér. En á þessu geta lesendur séð,
hversu Mjölnir er fús á að segja
ósatt frá málavöxtum og umhverfa
málstaðnum. En þegar Mjölnir fer
að segja ósatt í jafn augljósu máli
og þessu, sem allir lesendur geta
séð, að Mjölnir skrökvar upp, hve
vel trúandi er honum þá að skýra
.rétt frá málum í garð andstæðinga
sinna, sem eru flóknari og oft
ómögulegt fyrir lesendur að greina
satt frá ósönnu, nema þeir séu
kunnugir málavöxtum. Þar getur
Mjölnir krítað enn liðugra án þess,
að eins auðvelt sé að koma upp
um hann.
Þá kennir Mjölnir Eysteini um,
að ekki hafi verið fengið upp-
mokstursskip fyrir bæinn. Ef það
er ekki sannara en með stækkun
sjúkrahússins er ekki mikið gef-
andi fyrir ummæli Mjölnis. Landið
var þá í gjaldeyris-sveltu og hnit-
miða varð niður gjaldeyrinn ti!
þess ,,að hafa í sig og á.“
En einhvern gjaldeyri hefur
bæjarstjóri Sósialistanna serinilega
þurft til þess að kaupa handa sér
Forsetakjörið
Það sætir mikilli undrun meðal
almennings, að Sósialistar hafa
skorizt úr leik með forsetakjörið
eins og í fyrra.
Allir lýðræðisflokkarnir, Fram-
sóknar- Sjálfstæðis- og Alþýðu-
flokkurinn hafa lýst yfir að þeir
styddu endurkjör Sveins Björns-
sonar til forseta næsta kjörtímabil.
Sósialistaflokkurinn einn vill
ekki styðja endurkjörið, þótt hann
hinsvegar hafi lýst yfir, að flokkur
inn muni ekki bjóða fram til for-
setakjörs gegn honum.
Flokkurinn þorir því ekki, af
því að hann veit, að það yrði ekki
til nokkurs að bjóða fram gegn
Sveini Björnssyni.
Sveinn Björnsson verður því
sjálfkjörinn forseti næsta kjörtíma
bil án þess að forsetakosningar
fara fram. En framkoma Sósia-
liistaflokksins er söm fyrir því.
Framkoman rýrir hina þjóðlegu
/ Framkoman rýrir hina þjóðlegu
einingu, sem svo lítilli þjóð sem
íslendingum er nauðsynlegt að
sýna út á við. Því meira tillit er
tekið til íslands af útlendingum, er
þeir finna, að heima fyrir sé þjóðin
einhuga um sín mál, um kosningu
síns fyrsta þjóðkjörna forseta.
I fyrra, er fyrsti forseti lýðveldis
ins var kosinn af þinginu, skárust
sósialistar út úr þjóðareiningunni
eins og kunnugt er.
íslendingar! Hvers vegna vill
þessi eini flokkur ekki vera með
í hinni þjóðlegu einingu hinna
flokkanna um forsetavaldið?
AÐALFUNDUR verður haldinn
í Rauða Kross deild Sigluf jarðar,
mánudaginn 9. apríl kl. 9 e. h. að
Hótel Hvanneyri.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar beðnir að f jölmenna á
fundinn.
MmmmmmmgmMMm-
sjálfum uppmokstursskipið, sem
var í Siglufirði og gera úr því
striðsgróðaskip fyrir sjálfan
HANN.
Var það ekki tilfinnanlegt tjón
fyrir Sigluf jörð ?
Hve miklu væri nú ekki búið að
moka upp úr Siglufjarðarhöfn, ef
þetta uppmokstursskip hefði ekki
verið keypt af bæjarstjóra Sósia-
listanna handa sjálfum sér og gert
að stríðsgróðaskipi bæjarstjórans
sem fiskiskip.
Hversvegna var uppmoksturs-
skipið ekki keypt fyrir hafnarsjóð
Siglufjarðar og notað sem upp-
mokstursskip áfram?
Aumingja Mjölni hefði verið nær
að minnast ekki á uppmoksturs-
skipið.
Kunnugur.